Fréttir - Körfubolti

KFÍ og UMFB í góðu samstarfi í vetur

Körfubolti | 31.08.2010
Karfan er gríðarlega vinsæl
Karfan er gríðarlega vinsæl
KFÍ hefur undanfarin ár haft æfingar í samstarfi við UMFB og hefur það starf verið farsælt. Áframhald verður á því í vetur og munu krakkarnir héðan æfa með krökkunum úr Bolungarvík og öfugt, en þau keppa undir nafni KFÍ. Allar nánari upplýsingar varðandi yngri flokkana er hægt að fá hjá Guðna Ó. Guðnasyni á gudnig@vis.is og hér á síðunni undir skrár og skjöl og einnig á umfb.is

UMFB og KFÍ verða einnig í samstarfi um að vera með meistaraflokk karla sem mun keppa undir merkjum UMFB í vetur.  Liðið hefur verið skráð til leiks í 2. deild og mun keppa þar.  Heimaleikir verða spilaðir í Bolungarvík og eru æfingar að hefjast þessa dagana.

Ljóst er að það eru fjölmargir á norðanverðum Vestfjörðum sem hafa brennandi áhuga á körfubolta og hefur vantað fleiri úrræði fyrir þessa aðila til þess að stunda íþróttina í skipulögðu starfi.  Það hafði tíðkast að vera með Vestfjarðadeild í körfuknattleik og er það von UMFB og KFÍ að fleiri lið spretti upp í framtíðinni svo hægt verði að mynda slíka deild á ný.

Þjálfari liðsins er Shiran Þórisson

Til loka ágúst verða æfingar  Mánudaga, Miðvikdaga og Fimmtudaga frá kl 18.30-19.30 í íþróttahúsinu í Bolungarvík.  

Nánari upplýsingar veitir Shiran Þórisson á shiran.thorisson(hjá)gmail.com.


Nánari upplýsingar er að finna á umfb.is. 
Nánar

Ótrúlegt áhugaleysi

Körfubolti | 30.08.2010
Áfram körfubolti !!!
Áfram körfubolti !!!
Okkur á kfi.is finnst ótrulegt að ekki skuli vera sýnt frá heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þarna eru 24 lið að keppa og þar á meðal eru Spánn, Serbía, Þýskaland, Bandaríki N-Ameríku og leikirnir til þess hafa verið alveg magnaðir og mörg óvænt úrslit.

Það er hægt að sjá leikina beint á netinu á opinberri heimasíðu HM gegn vægu gjaldi en einnig bendum við á umfjallanir karfan.is og frá bræðrum okkar í Hnífsdal á Fúsíjama TV af mótinu.

Það eru rosalega margir að kaupa þetta af netinu og er það ágætt, en að sama skapi gefum við ekki mikið fyrir að fjölmiðlar sinni þessu ekki !

183 lönd sýna þetta í beinni


En ekki á Íslandi ???? Nánar

Yngri flokka starfið að hefjast

Körfubolti | 29.08.2010 Æfingar hefjast hjá yngri flokkum KFÍ skv. æfingatöflu mánudaginn 30. águst.  Á hlekknum r má finna æfingatöfluna.  Allir flokkar byrja skv. dagsrká nema minnibolti yngri sem mun byrja mánudaginn 5. september. Nánar

Fúsíjama TV

Körfubolti | 23.08.2010
Fúsíjama TV - fyrstir, fremstir, alltaf, allsstaðar.
Fúsíjama TV - fyrstir, fremstir, alltaf, allsstaðar.

Í dag er sannkallaður hátíðisdagur fyrir íslenska körfuboltaaðdáendur en í morgun fór í loftið hinn frjálsi og óháði íþróttamiðill Fúsíjama TV.

Nánar

Æfingar komnar á fulla ferð.

Körfubolti | 17.08.2010
Allir af stað í vörnina
Allir af stað í vörnina
1 af 4
Það er vel tekið á því á æfingum hjá BJ þjálfara. Hjá honum er nauðsynlegt "að hlusta og læra og læra að hlusta" ! Strákarnir eru uppfullir af áhuga og voru 17 strákar mættir í dag.

Carl, Daði og Ari mættu í gær og hlupu strax inn á völlinn. Craig, Edin og Darco eru væntanlegir seinna í mánuðnum og er mikil tilhlökkun hjá öllum að takast á við verkefnið í vetur.

Æft er alla virka daga frá 17.15 til 19.30 og á laugardögum frá 13.00-15.00.

Þeir sem vilja horfa á æfingar er bent á að fara upp á svalir og eru allir velkomnir.  Umgangur um salinn er óviðkomandi (þ.e. ef þú ert ekki þjálfari eða leikmaður) stranglega bannaður á meðan æfingum stendur.

  Nánar

Meistaraflokkur Kvenna KFÍ

Körfubolti | 09.08.2010
Sólveig Pálsdóttir og Helga Salóme Ingimarsdóttir í baráttunni.
Sólveig Pálsdóttir og Helga Salóme Ingimarsdóttir í baráttunni.

KFÍ mun eftir nokkurra ára hlé senda til keppni meistaraflokk kvenna. Liðið mun leika í 2. deild kvenna og munu kunn andlit úr fyrri meistaraflokkum kvenna ásamt ungum og efnilegum stúlkum úr yngri flokkum KFÍ skipa liðið. Þjálfari liðsins verður  Panche Ilievski.

 

Síðast var meistaraflokkur kvenna hjá félaginu árið 2005. Þá endaði liðið í þriðja sæti í deildinni og var þjálfari liðsins Tom Hull. Hlekkur á tölfræði liðsins árið 2005 er að finna hér og stöðuna í deildinni það árið er að finna hér.

 

Það var mikil hefð fyrir kvennakörfunni hjá KFÍ á árunum 1995-2005  og var stemmingin sem skapaðist í kringum leiki liðsins gríðarlega góð. Það er von KFÍ að slík stemming myndist á ný.

 

KFÍ fagnar þessari endurvakningu í kvennakörfunni og lítur á þetta sem mikilvægan hlekk í að auka það félagsstarf sem er í boði á vegum KFÍ. Frekari frétta um liðsskipan er að vænta fljótlega.

Nánar

Edin Suljic á leið til Ísafjarðar.

Körfubolti | 02.08.2010
Edin á flugi
Edin á flugi
Enn bætist í föngulegan hóp KFÍ. Til liðs er að koma Edin Suljic. Hann er 203 cm á hæð og var að ljúka skólavist í Eastern Illinois University. Edin er upprunarlega frá Bosníu en fluttist til BNA 2001 og spilaði í "high school" áður en hann fluttist til Ellsworth Community College og fór þaðan til EIU þar sem hann spilaði með góðum árangri.

Við bjóðum Edin velkominn í KFÍ.

Hér má finna myndband af kappanum.





Nánar

Carl Josey á leið til Ísafjarðar.

Körfubolti | 02.08.2010
Carl á fleygiferð
Carl á fleygiferð
KFÍ hefur gert samning við dreng frá Englandi um að spila hér í vetur. Hann er 192 cm á hæð og spilar stöðu lítils framherja (3) Hann hefur spilað um nokkurra ára skeið í BNA og lauk skólavist í vor. Hann hlakkar mikið til að koma og taka þátt í að gera félagið vel samkeppnishæft. Hér er viðtal sem tekið var við Carl í vor 

Við bjóðum Carl velkominn í KFÍ. Nánar

Allt að skýrast hjá KFÍ fyrir veturinn.

Körfubolti | 31.07.2010
Let´s get ready to rumble !
Let´s get ready to rumble !
Nú eru leikmannamál KFÍ að skýrast og er verið að ganga frá samningum við þrjá leikmenn um að koma til liðs við félagið. Þetta mun verða tilkynnt eftir verslunarmannahelgina, og koma þá frekari upplýsingar. Það sem hægt er að staðfesta er að þetta eru erlendir leikmenn og eru góð viðbót við skemmtilegan hóp sem fyrir er hjá félaginu. 

Nánar eftir helgi.  Nánar

Igor Tratnik spilar á Spáni í vetur.

Körfubolti | 31.07.2010

Hinn viðkunnarlegi Igor Tratnik sem spilaði frábærlega með KFÍ í vetur hefur gert samning við Tenerife Rural frá Spáni um að spila þar næsta vetur. Hann gerði samning við KFÍ um að spila hér, en var með klásúlu um að fá sig lausan ef boð frá stærra liði bærist. Tenerife leikur í Leb-gold deildinni sem er gríðarlega sterk og verður gaman að fylgjast með þessum unga pilti í vetur. 

Nánar