Fréttir - Körfubolti

Sigur á Tindastól

Körfubolti | 07.10.2010
Rúmlega 400 manns komu á leikinn.
Rúmlega 400 manns komu á leikinn.
Það var hart barist í byrjun leiks í kvöld og það hefði mátt halda að bæði lið hefðu ákveðið fyrirfram að vera ekkert að stinga hvort annað af. Allir leikmenn beggja liða voru að henda sér á bolta í láði og á lofti og baráttan til fyrirmyndar. Tölurnar voru 17-14, 18-18, 23-25, 28-28 og svo loks jafnt í hálfleik 36-36 Nánar

Bein útsending hefst kl 19.05

Körfubolti | 06.10.2010
Vonandi fær þessi gjöf að nýtast sjúkum
Vonandi fær þessi gjöf að nýtast sjúkum
Á morgun er merkilegur dagur hjá KFÍ og reyndar öllum Vestfirðingum á tvennan hátt. Við erum komnir í Iceland Express deildina og tökum á móti liði Tindastóls, en það er líka miklar væringar hjá okkur Vestfirðingum og reyndar einnig félögum okkar um allt land vegna tillagna um fáranlegan niðurskurð helbrigðisstofanna um gjörvallt land. KFÍ hefur því ákveðið að senda fyrst frá leiknum okkar og fá sem flesta til að gleðjast með okkur og síðan í áframhaldi ætlum við að sýna beint frá opnum borgarafundi sem er auglýstur á Jakanum (íþróttahúsið Torfnes) og hefst hann kl. 21.00. Við höfum aldrei gert þetta en aðstæður í landinu eru ekki eðlilegar.

Þetta gerum við fyrir þá fjölmörgu sem ekki geta sótt leikinn, né fundinn en eru með okkur í anda. Við skorum því að alla sem geta að fjölmenna á leikinn og hita sig upp fyrir opinn borgarafund.

Hér er linkurinn á beinu útsendinguna KFÍ-TV, en við byrjum útsendinguna sem áður sagði kl. 19.15
 
Við tökum fram að þetta er háð því að tæknilegir örðuleikar seti ekki strik í reikninginn, en vonum það besta

Áfram KFÍ og Ísland Nánar

Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni gegn Tindastól

Körfubolti | 04.10.2010
Craig heimtar ykkur á leikinn
Craig heimtar ykkur á leikinn
,,Jæja góðir hálsar. Spennið beltin og hafið borðin fyrir frama ykkur í uppréttri stöðu. Athugið að hafa allan búnað með ykkur til að hafa hávaða og munið að góða skapið er skylda í farteskinu". 

Á fimmtudagskvöldið tökum við á móti liði Tindastóls í fyrsta leik okkar í efstu deild í mörg herrans ár.
 
Það eru margir farnir að hlakka til leiktíðarninnar og það eina sem við getum ábyrgst er að skemmtanargildi leikjanna jafnast á við góða sýningu á "Broadway", nema það kostar mun minna að koma á Jakann og karfan er "móðir allra íþrótta" eins og Svali Björgvinsson besti lýsandi íþróttakappleikja í heiminum myndi orða það, og við viljum vera á sama máli þar. Nánar

Okkur er spáð 10. sæti

Körfubolti | 04.10.2010
Iceland Express deildin er að byrja
Iceland Express deildin er að byrja
Í dag fór fram kynningarfundur Iceland Express deildarinnar það sem þjálfarar komu saman og kynning fór fram á deildinni. Þar var einnig kunngerð spá þjálfara og var niðurstaðan eftirfarandi: Nánar

Ósigur í hörkuleik gegn Haukum

Körfubolti | 03.10.2010 Drengjaflokkur KFÍ beið ósigur í hörkuleik gegn firnasterku liði Hauka. Lokatölur 83-73.

Leikurinn var skemmtilegur frá byrjun þar sem tölur eins og 7-3, 16-9, 22-15 og eftir fyrsta leikhluta voru Haukar með forustuna, staðan 22-17. Nonni fékk högg í andltið sem var algjört óviljaverk, en var nóg til að önnur linsan úr auganu á honum flaug úr og sár myndaðist. Hann tók ekki mikið þátt í leiknum eftir það. Hermann, Sigmundur og Leó voru sterkir í þessum leikhluta og héldu okkur inn í leiknum. Nánar

Smá moli úr bænum

Körfubolti | 03.10.2010
Strákarnir eru að standa sig vel
Strákarnir eru að standa sig vel
Í þessum töluðu orðum er fundur hjá Joe og strákunum og þeir að gíra sig upp fyrir leikinn gegn Haukum sem er kl. 13.00. Við höfum verið á Hótel Cabin undanfarnar tvær nætur og strákanir hafa verið til fyrirmyndar og félagi sínu og Ísafjarðarbæ til mikils sóma. Reglur voru einfaldar, allir komnir í herbergi sín kl. 00.00 og sameiginlegur morgunmatur kl. 09.00. Það hefur allt gengið að óskum og þeir hafa líka verið duglegir að nema skólafræðin.

Eftir leikinn brunum við heim á leið og er erfið vika framundan hjá strákunum þeir eru að fara í fjögur til sex próf og svo er erfiður leikur framundan. Ég mun hringja inn úrslit á síðuna eftir leikinn gegn Haukum, en set svo inn umfjöllun um hann þegar við komum heim í kvöld.

Kveðja frá hópnum.
Fararstjóri Nánar

Sigur hjá stelpunum í fyrsta leik

Körfubolti | 02.10.2010
Pance stýrði KFÍ konum til sigurs og er efni í herforingja í þessu hlutverki líka.  (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Pance stýrði KFÍ konum til sigurs og er efni í herforingja í þessu hlutverki líka. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
1 af 18
Það var frábær stund fyrir KFÍ þegar meistaraflokkur kvenna steig á parketið á ný eftir um 5 ára fjarveru úr keppni. Það voru kunn andlit sem byrjuðu leikinn og höfðu fjórar af fimm í byrjunarliðinu spilað með meistaraflokki kvenna KFÍ áður. Í byrjunarliðinu voru Hafdís Gunnarsdóttir, Stefanía Ásmundsdóttir , Sigríður Guðjónsdóttir og Sólveig Pálsdóttir, nýliðinn í byrjunarliðinu var Lindsay Church en hún er nemi í Háskólasetri Vestfjarða sem hefur spilað í háskólaboltanum í Kanada. Þetta hlé frá keppni virtist ekki hrjá stelpurnar sem byrjuðu af krafti og komust fljótlega í 7-0. Þórsarar vöknuðu við þetta og komu hægt og bítandi til baka og í lok fyrsta fjórðungs var tiltölulega jafnt. Nánar

Sigur hjá drengjaflokknum í Reykjavík

Körfubolti | 02.10.2010 Góður sigur í höfn hjá KFÍ drengjum, sem sigruðu ÍR með 73 stigum gegn 59 stigum heimamanna. Leikurinn hófst með látum hjá okkar drengjum sem sýndu klærnar strax í byrjun drifnir áfram af Sigmundi og Gaut sem skoruðu fyrstu stigin og náðum við 9-1 starti. Strákarnir héldu áfram þessum dampi og spiluðu frábæra vörn og fóru með 20 stiga forskot til hálfleiks. Þegar þarna var komið voru allir strákarnir tólf búnir að koma við sögu. Og allir að gera fína hluti. Nánar

Drengjaflokkur suður að keppa

Körfubolti | 30.09.2010
Strákarnir eru flottir. Mynd Helgi Kr. Sigmundsson
Strákarnir eru flottir. Mynd Helgi Kr. Sigmundsson
Á morgun fer drengjaflokkur KFÍ og keppir tvo leiki. Leikirnir eru gegn ÍR og Haukum. Allar nánari upplýsingar eru á atburðadagatalinu hér til hægri. Skorum á fólk að koma og hvetja strákana áfram.

Áfram KFÍ Nánar

Snilldarpistill frá leikbrot.is

Körfubolti | 30.09.2010
Líf og fjör á Ísafirði.  Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson
Líf og fjör á Ísafirði. Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Hér er hægt að sjá viðtal við Guðna Ólaf Guðnason frá æfingabúðum KFÍ núna í sumar.

Nánar