Pance stýrði KFÍ konum til sigurs og er efni í herforingja í þessu hlutverki líka. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Eva með flotta sendingu út á Sunnu... (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Sunna komin í skotið... (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
vel fylgt eftir og flott samspil í dag var oft árangursrikt. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Hvar værum við án þessa góða fólks? Takk fyrir stuðninginn!!! (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Það var ekkert gefið eftir í þessum leik. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Hafdís mætt og tilbúin í slaginn. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Fagmenn á ritaraborðinu. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Sunna mundar byssuna. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Aldursforsetinn! (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Lékhlé og þarna má sjá áhorfendur. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Traustir menn voru fengnir í öll hlutverk við umsjón þessa leiks! (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
KFÍ sókn! (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Vera komst á vítalínuna. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Þarna eru þær yngstu teknar við keflinu. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Þórsstúlkur voru okkur skeinuhættar, sérstaklega með 3ja stiga skotin. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Vera kemur þarna ákveðin að körfunni... (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
og flottur jumper lítur dagsins ljós. (Mynd: Helgi Kr. Sigmundsson)
Það var frábær stund fyrir KFÍ þegar meistaraflokkur kvenna steig á parketið á ný eftir um 5 ára fjarveru úr keppni. Það voru kunn andlit sem byrjuðu leikinn og höfðu fjórar af fimm í byrjunarliðinu spilað með meistaraflokki kvenna KFÍ áður. Í byrjunarliðinu voru Hafdís Gunnarsdóttir, Stefanía Ásmundsdóttir , Sigríður Guðjónsdóttir og Sólveig Pálsdóttir, nýliðinn í byrjunarliðinu var Lindsay Church en hún er nemi í Háskólasetri Vestfjarða sem hefur spilað í háskólaboltanum í Kanada. Þetta hlé frá keppni virtist ekki hrjá stelpurnar sem byrjuðu af krafti og komust fljótlega í 7-0. Þórsarar vöknuðu við þetta og komu hægt og bítandi til baka og í lok fyrsta fjórðungs var tiltölulega jafnt.