Körfubolti | 14.09.2010
Fyrsti leikur KFÍ er á fimmtudagskvöldið kl. og er gegn Stjörnunni úr Garðabæ, og er er í Lengjubikarnum. Það er mikil eftirvænting innan raða KFÍ og verður gaman að byrja aftur. Við á kfi.is viljum hvetja sem flesta körfuknattleiksunnendur að drífa sig á leikinn. Í báðum liðum eru mjög skemmtilegir leikmenn og verður enginn svikinn af góðri skemmtun. Enda er karfan lang skemmtilegasta íþrótt í heimi og þó víðar væri leitað.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
,,Segir allt sem segja þarf" :)
Í gærkvöld þegar halda átti heim á leið og lagt var af stað vestur frá Reykjavík bauð Pance "Garmin" Ilievski þeim Darco, Nebojsa og B.J. upp á óvænta, en ævintýralega ferð um sunnanverða Vestfirði.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
Craig var stigahæstur og var sjóðandi heitur
Það voru þreyttir drengir sem komu til Þorlákshafnar í gær það sem síðasti leikurinn í æfingaferð okkar suður. Leikurinn var kl. 16.00 og vorum við komnir um tuttugu mínútum fyrir leik. Daði sat þennan leik af sér þar sem hann á við ökklameiðsl að stríða og vorum við því átta eftir og voru þeir hálf framlágir í upphitun enda var þetta þriðji leikurinn á innan við sólarhring.
Nánar
Körfubolti | 12.09.2010
Darco var öflugur gegn KR
Fyrri leikurinn var gegn lærisveinum Hrafns okkar Kristjánssonar í KR. Það kom í ljós strax á upphafsmínútunum að þarna var alvaran að taka við. Þó að KR vantaði Pavel, Fannar og Skarpa þá voru þeir fantagóðir og verða skemmtilegir í vetur. Þarna voru Jón Orri, Finnur, Brynjar Björn, Hreggi, Ágúst Ángantýss, Óli Ægis og ungu stjörnurnar þeir Martin Hermansson og Mattías Orri Sigurðsson.
Nánar
Körfubolti | 10.09.2010
Carl var góður í kvöld
Það er óhætt að segja að Borgnesingar séu höfðingjar heim að sækja. Þegar við mættum á svæðið var allt klárt og stillt upp sem um leik í Íslandsmótinu væri. Dómarar, ritarar, lukkudýr, áhorfendur og stemning. Leikurinn byrjaði fjöruglega og Borgnesingar með undritökin fyrstu mínúturnar og komust í 17-7 og við svo ánægðir með viðtökurnar að við vorum áhorfendur. En svo tókum við kipp og fórum að koma okkur inn í leikinn og eftir fyrsta leikhluta var staðan. 27-25 og allt í járnum.
Nánar
Körfubolti | 08.09.2010
Allir límdir við skjáinn í vetur ;9
Nú eru strákarnir í GE group sem sjá um útsendingum frá Jakanum að gera sig klára. Búnaður verður endurnýjaður og eru margar nýjungar á dagskrá sem verða kynntar á næstu vikum. Jakob Einar Úlfarsson tæknimaður hjá GE vildi lítið gefa út um hverju yrði bætt við en sagði þó að stefnan yrði sett á að vera með bestu umgjörðina af þeim sem senda út frá leikjum í körfunni. Það er alltaf metnaður hjá okkur hjá í GE group, og við viljum bæta við og gera betur. Stefnan er sett á að sýna frá öllum leikjum KFÍ í meistaraflokkum karla og kvenna og einnig yngri flokkum.
Nánar
Körfubolti | 03.09.2010
Craig er tilbúinn í verkefnið. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Við hjá KFÍ viljum biðjast afsökunar á hlaupa á okkur með dagsetningu Powerade leiks okkar gegn Stjörnunni. Rétti tími var miðvikudagurinn 15. september. En Stjörnumenn og KKÍ eru höfðingjar og breyttu leiknum fram á fimmtudagskvöld til að koma til móts við óskir okkar. Við þökkum kærlega fyrir okkur :)
Og þess vegna verður leikur okkar gegn Stjörnunni fimmtudaginn
16 september í Ásgarði, Garðabæ.
Við hvetjum sem flesta til að mæta á leikinn og sjá góðan körfubolta !!
Nánar
Körfubolti | 02.09.2010
Æfing skapar meistarann - Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Það er óhætt að segja að nýjir og ferskir vindar fari um Jakann þessa dagana. Ný þjálfari BJ Aldridge kemur með allt annað módel af æfingum og er gríðarlegur agi krafa af hans hálfu og á það við um alla sem æfa og keppa fyrir félagið. Æft er sjö sinnum í viku og þrjá daga þeirra tvisvar á dag kl. 06.45.
Það var erfitt fyrir elstu iðkendurnar að byrja fyrstu æfingarnar og voru margir þeirra algjörlega búin á því. En þetta er að venjast og bros að færast yfir andlit þeirra. Það er víst aldrei of klént að segja að ,,æfing skapar meistarann" og ef félög ætla að ná langt og skapa afreksfólk þá verður einhverju að fórna.
Annars er það að frétta að helgina 11-12 sept förum við suður með meistaraflokk og keppum við þrjú félög og látum við vita hér á síðunni og á
facebook svæðinu hvar þeir verða. Síðan er Powerade bikarkeppnin gegn Stjörnunni fimmtudagskvöldið 16. september í Ásgarði og helgin eftir það fer í keppni einnig í Valsmótinu. Síðan er stefnt á Greyfamótið á Akureyri helgina 24-26 september.
Nánar
Körfubolti | 31.08.2010
Karfan er gríðarlega vinsæl
KFÍ hefur undanfarin ár haft æfingar í samstarfi við UMFB og hefur það starf verið farsælt. Áframhald verður á því í vetur og munu krakkarnir héðan æfa með krökkunum úr Bolungarvík og öfugt, en þau keppa undir nafni KFÍ. Allar nánari upplýsingar varðandi yngri flokkana er hægt að fá hjá Guðna Ó. Guðnasyni á gudnig@vis.is og hér á síðunni undir skrár og skjöl og einnig á
umfb.is
UMFB og KFÍ verða einnig í samstarfi um að vera með meistaraflokk karla sem mun keppa undir merkjum UMFB í vetur. Liðið hefur verið skráð til leiks í 2. deild og mun keppa þar. Heimaleikir verða spilaðir í Bolungarvík og eru æfingar að hefjast þessa dagana.
Ljóst er að það eru fjölmargir á norðanverðum Vestfjörðum sem hafa brennandi áhuga á körfubolta og hefur vantað fleiri úrræði fyrir þessa aðila til þess að stunda íþróttina í skipulögðu starfi. Það hafði tíðkast að vera með Vestfjarðadeild í körfuknattleik og er það von UMFB og KFÍ að fleiri lið spretti upp í framtíðinni svo hægt verði að mynda slíka deild á ný.
Þjálfari liðsins er Shiran Þórisson
Til loka ágúst verða æfingar Mánudaga, Miðvikdaga og Fimmtudaga frá kl 18.30-19.30 í íþróttahúsinu í Bolungarvík.
Nánari upplýsingar veitir Shiran Þórisson á shiran.thorisson(hjá)gmail.com.Nánari upplýsingar er að finna á
umfb.is.
Nánar
Körfubolti | 30.08.2010
Áfram körfubolti !!!
Okkur á kfi.is finnst ótrulegt að ekki skuli vera sýnt frá heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þarna eru 24 lið að keppa og þar á meðal eru Spánn, Serbía, Þýskaland, Bandaríki N-Ameríku og leikirnir til þess hafa verið alveg magnaðir og mörg óvænt úrslit.
Það er hægt að sjá leikina beint á netinu á
opinberri heimasíðu HM gegn vægu gjaldi en einnig bendum við á umfjallanir
karfan.is og frá bræðrum okkar í Hnífsdal á
Fúsíjama TV af mótinu.
Það eru rosalega margir að kaupa þetta af netinu og er það ágætt, en að sama skapi gefum við ekki mikið fyrir að fjölmiðlar sinni þessu ekki !
183 lönd sýna þetta í beinni
En ekki á Íslandi ????
Nánar