Fréttir - Körfubolti

Borce vinur okkar kemur í æfingabúðirnar

Körfubolti | 15.04.2013

Borce Ilievski sem þjálfaði hjá okkur í mörg ár og er núverandi þjálfari Breiðabliks er á leið heim í sæluna og verður einn af þjálfarateyminu í æfingabúðum KFÍ 2013. Það ættu allir að kannast við kappann, en hann hefur gert marga frábæra hluti fyrir körfuboltann á Íslandi og er mikið gleðiefni að fá kappann til starfa hjá okkur. Enn frekari fréttir koma á næstu dögum. Hver er næstur?

Nánar

Finnur Freyr yfirþjálfari körfuboltabúða KFÍ 2013

Körfubolti | 14.04.2013

Finnur Freyr Stefánsson verður yfirþjálfari körfuboltabúða KFÍ 2013 en hann er okkur vel kunnur og er mikil tihlökkun að fá hann til starfa á ný hér við búðirnar. Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um afrek drengsins en Finnur Freyr hefur verið lykilmaður í þjálfun yngri flokka KR til margra ára og er núna þjálfari kvennaliðs KR sem og aðstoðarþjálfari mfl. karla hjá félaginu. Fleiri þjálfarar verða kynntir á næstu dögum, en það stefnir í enn einar frábærar búðir fyrir iðkendur og þjálfara. 

Nánar

Æfingabúðir KFÍ 2013 að verða klárar

Körfubolti | 12.04.2013
Velkomin aftur vinur
Velkomin aftur vinur

Það fer að styttast í okkar árlegu æfingabúðir sem eru núna 5-10.júní og erum við að klára uppröðun á þjálfurum og verður kynnig á þeim klár á næstu dögum. Það er þó gaman að henda út hér að Geof Kotila hinn mæti þjálfari og vinur okkar kemur aftur til okkar. Við erum að klára að ganga frá samningum við aðra og segjum frá endanlegum lista bráðlega.

 

 

Nánar

Guðjón á skrifstofuna

Körfubolti | 12.04.2013

Stjórn KFÍ hefur fengið Guðjón Þorsteinsson til að sinna daglegum verkefnum fyrir KFÍ fram yfir körfuboltabúðir.

Hann mun sinna verkefnum í umboði stjórnar og unglingaráðs.

 

Allir þekkja Guðjón af áratuga störfum hans fyrir félagið og er hann boðinn hjartanlega velkominn til starfa.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2013

Körfubolti | 11.04.2013
Það fer að styttast í fjörið
Það fer að styttast í fjörið

Búðirnar hefjast miðvikudaginn.5 júní kl.10.00 og þeim lýkur mánudaginn 10. júní kl.12.00. Þær eru ætlaðar körfuboltaiðkendum frá 10 ára aldri og uppúr.

Samhliða búðunum verður boðið upp á þjálfaranámsskeið frá föstudeginum 7. júní til sunnudagsins 10. júni og verður ekki rukkað fyrir námskeiðið. Þarna er klárlega á ferðinni kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla þjálfara að slá tvær flugur í einu höggi, bæta við þekkingu sína og njóta töfra Vestfjarða!

Skráningar í búðirnar og á þjálfaranámsskeiðið sendist á netfangið kfibasketball@gmail.com, einnig er hægt að fá frekari upplýsingar hjá Guðjóni Þorsteinssyni í síma 896-5111.

 

 

 

Taka verður fram í skráningu:

* Nafn iðkenda og kennitölu

* Forráðamaður, netfang og símanúmer

* Félag (ekki nauðsynlegt)

* Hvað iðkandinn er skráður í (allur pakkinn, eða hlutar)

* Sérþarfir iðkenda (lyf, ofnæmi og annað)
 

Verð fyrir þjálfun, gistingu og fullt fæði er samtals kr. 40.000.  

Ef einstakir hlutar pakkans eru teknir út þá kostar hver eining:

Stakar búðir kosta kr. 22.000, gisting í 6 nætur kr. 8.000 og fullt fæði kr.15.000

 

Tryggingargjald fyrir herbergi er kr. 2.000 sem greiðist til baka ef frágangur á herbergi telst góður.

 

Þegar pöntun er móttekin er staðfesting send til baka.

 
Praktísk atriði:

Gistingin er svefnpokagisting, boðið er upp á rúm en taka þarf með svefnpoka eða sængur og kodda.

Foreldrar/fararstjórar munu hafa aðgang að þvottavélum þannig að óþarfi er að hafa föt til skiptanna fyrir alla dagana.

Frítt verður í sund fyrir þátttakendur þannig að upplagt er að taka sundfötin með og teygja úr sér í pottinum á milli æfinga.

Nánar

Urðu undir Keflavíkurhraðlestinni

Körfubolti | 08.04.2013
KFÍ-b í ham. Mynd: Ingvi Stígsson / Úr safni
KFÍ-b í ham. Mynd: Ingvi Stígsson / Úr safni

KFÍ og Keflavík mættust á laugardaginn í B-liða deild karla í gryfjunni í Bolungarvík. Leikurinn skipti hvorugt lið miklu máli, nema upp á stoltið, því Keflavík var þegar búið að tryggja sér 2. sætið í deildinni og sæti í úrslitakeppninni á meðan KFÍ var í 5. sæti og átti ekki möguleika á að komast ofar.

Nánar

Lokaleikur B-liðsins

Körfubolti | 05.04.2013

Þá er komið að lokaleik B-liðs KFÍ á leiktíðinni en hann er ekki af verri endanum því í heimsókn kemur B-lið Keflavíkurstórveldisins.

Undir svona stórleik dugir að sjálfsögðu ekkert nema hið besta og því fer leikurinn fram í gryfjunni í Bolungarvík.

Þetta er síðasti séns Vestfirðinga til að sjá allar helstu stjörnur gærdagsins spila því allar líkur eru á að þeir komi ekki til með að passa í búningana á næsta ári.

Nánar

Hleðsla í boði KFÍ og MS

Körfubolti | 04.04.2013

Á morgun munu KFÍ og MS gefa iðkendum sínum hinn frábæra súkkulaðidrykk Hleðslu og hvetjum iðkendur okkar að koma og fá sér nokkrar fernur. Mun Gaui.Þ verða á Jakanum eftir kl.14.00 og afhenda fólkinu okkar þetta á meðan birgðir endast og eru allir iðkendur eða forráðamenn þeirra velkomnir.

Nánar

Allt gekk upp hjá KFÍ á AFÉS

Körfubolti | 31.03.2013
,,komið ykkur að verki og hættið að taka myndir
,,komið ykkur að verki og hættið að taka myndir" :)

Það er gaman að segja frá því að KFÍ fjölskyldan kom heldur betur saman og massaði vinnuna á AFÉS og erum við í skýjunum yfir hvernig til tókst. Sævar formaður og þær valkyrjur Birna Lárusdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir stjórnuðu þessu dæmi eins og léttri sinfoníu og mættu allir í verk sín og gott betur.

 

Það er mikill reynslubanki sem myndast við svona vinnu og erum við rík að eiga eins marga sjálfboðaliða sem mættu og létu til sín taka.

 

Við þetta fólk viljum við segja;

 

,,kærar þakkir fyrir ómetanlegt vinnuframlag"

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ-TV sendir beint frá ,,Aldrei fór ég suður"

Körfubolti | 29.03.2013

KFÍ-TV mun senda beint út frá Aldrei fór ég suður og er hér TENGILL

 

Þetta er gert í samvinnu við stjórnendur hátíðarinnar og ríkir mikil kátína hjá báðum aðilum.

 

Áfram Vestfirðir

Nánar