Þessa dagana stendur yfir kynningarátak á starfi yngri flokka KFÍ sem og kynning á Körfuboltabúðunum sem hefjast 5. júní næstkomandi. Byrjað var á að heimsækja krakkana á Þingeyri og er óhætt að segja að það hafi verið áhugasamur hópur sem tók á móti fulltrúum KFÍ í íþróttahúsinu. Þar var krökkunum sagt frá starfinu sem fer fram innan KFÍ og sömuleiðis frá æfingarbúðunum en síðan fór fram keppni í stinger og var hún æsispennandi. Tveir krakkar hafa þegar skráð sig í æfingabúðirnar og vonandi eigum við eftir að sjá fleiri mæta þar eða á æfingar hjá félaginu næsta vetur.
Í gær, mánudag, var farið í heimsókn á Flateyri og það var mikið fjör þegar við hittum krakkana þar í íþróttahúsinu. Þau fengu sömuleiðis kynningu á KFÍ og Körfuboltabúðunum en auk þess spurðu þau heilmikið um ýmislegt tengt körfubolta og var gaman að því. Auðvitað var keppt í stinger og vegna þess að við fengum góðan tíma í kynninguna þá gátum við skipt hópnum upp og farið í fleiri leiki. Það var mjög gaman að hitta þessa hressu krakka og sjá hvað þau höfðu mikinn áhuga og voru fljót að læra. Efnilegur hópur þarna á ferðinni.
Áfram verður haldið á miðvikudaginn en þá liggur leiðin til Suðureyrar þar sem við eigum stefnumót í íþróttahúsinu með súgfirskum krökkum. Við hlökkum mikið til og það sama má segja um væntanlega heimsókn okkar í Bolungarvík.
NánarÞað styttist í að körfuboltabúðir okkar hefjist og er skráningin mjög góð. Það eru komnir iðkendur frá fjórtán bæjarfélögum og hvetjum við þá sem eftir eiga að staðfesta sig í búðirnar að gera það fyrr en síðar. Þjálfararnir eru tilbúnir og er þjálfaranámskeiðið einnig mjög vel sótt. Við erum með frábæra fyrirlesara og er mikill hugur í þeim.
Sem sagt nú er að styttast í búðirnar og ekki of seint að skrá sig, en ekki bíða með það að hafa samband. Hægt er að sjá allt um búðirnar inn á heimasíðu okkar undir "körfuboltabúðir KFÍ 2013"
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Nánar
Undanfarin ár hafa verið árangursrík í starfsemi KFÍ. Félagið hefur verið í toppbáráttu í fyrstu deild kvenna og meistaraflokkur karla keppir nú í úrvalsdeild karla, sem er efsta deild í keppni hjá körlum í körfuknattleik. Jafnframt því hefur KFÍ verið í öflugu yngri flokka starfi og á félagið m.a. glæsilegan fulltrúa í yngri landsliðum kvenna þar sem Eva Kristjánsdóttir leiddi U16 ára landsliðið í stigaskorun og fráköstum en landsliðið endaði í 4 sæti á nýafstöðnu Norðurlandamóti og rétt missti af verðlaunasæti. Þess má geta að Eva Kristjánsdóttir er líka Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
Þessi rekstur kostar sitt en samkvæmt fjárhagsáætlunum KFÍ þá er beini kostnaðurinn eftirfarandi:
NánarHér að neðan er opið bréf til forseta ÍSÍ sem Halldór Jónsson Vestfirðingur og sportfrömuður sem búsettur er núna á Akranesi.
Eva Margrét sannaði hvers vegna hún var valin íþróttamður Ísafjarðarbæjar á norðurlandamóti U-16 kvenna sem lauk um helgina. Stelpurnar höfnuðu í fjórða sæti eftir hörkuleik gegn Danmörk um þriðja sætið, en liknum lauk með tveggja stiga sigri dönsku stúlknanna.
Eva var næststigahæsti leikmaður mótsins í 16 ára flokki kvenna með 15,8 stig að meðaltali í leik og þá var hún þriðja frákastahæst á mótinu með 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er frábær árangur hjá stúkunni okkar og eru allir í skýjunum yfir hennar framgöngu og eru stelpurnar í þessum árgangi í mikilli framför.
Nánar
Í dag var uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ haldið í hreint mögnuðu veðri og var mæting til fyrirmyndar bæði frá iðkendum og foreldrum. Einnig voru afar og ömmur mætt til að taka þátt í þessum degi. Keppni var sett upp þar sem að blandað saman í lið og voru þarna yngstu "púkarnir" okkar 5 ára að spila með 17 ára krökkunum og fannst þeim það ekki leiðinlegt. Svo var farið í risa "stinger" þar sem foreldrarnir sýndu að það er aldrei of seint að reyna að vera "cool".
Svo var komið að uppskeru verðlaunum fyrir veturinn og var því stjórnað af Guðfinnu Hreiðarsdóttur formanni barna og unglingaráðs KFÍ og eins og hennar er von og vísa tókst það með afbrigðum vel og voru börn og unglingarnir okkar ánægð með sitt.
Yngri iðkendur okkar fengu öll verðlaun fyrir sitt framlag og eru allir sem æfa hjá okkur sigurvegarar.
Eftirtaldir fengu verðlaun:
8.flokkur drengja
Besta mætingin: Haukur Rafn Jakobsson
Mestu framfarirnar: Tryggvi Fjölnisson
Besti leikmaðurinn: Rúnar Ingi Guðmundsson
8.flokkur stúlkna
Besta mætingin: Hekla Hallgrímsdóttir
Mestu framfarirnar: Þorsteina Þöll Jóhannesdóttir
Besti leikmaðurinn: Linda Marín Kristjánsdóttir
11.flokkur drengja
Besta mætingin: Hákon Ari Halldórsson
Mestu framfarirnar: Ævar Höskuldsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Hákon Ari Halldórsson
Besti leikmaðurinn: Haukur Hreinsson
Stúlknaflokkur
Besta mætingin: Rósa Överby
Mestu framfarirnar: Rósa Överby
Mikilvægasti leikmaðurinn: Lilja Júlíusdóttir
Besti leikmaðurinn: Eva Kristjánsdóttir
Góður dagur að kveldi kominn og allir sáttir við sitt. Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt til að gera þennan vetur að veruleika.
Nánar
Nú rétt í þessu lauk góðum aðalfundi KFÍ. Fundarstjóri var Gísli Halldór Halldórsson sem að venju stýrði fundinum af röggsemi og hélt fólki við efnið. Formaður KFÍ Sævar Óskarsson var endurkjörinn og með honum eru þau Guðni Ólafur Guðnason, Óðinn Gestsson, Ingólfur Þorleifsson, Birna Lárusdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir. Nýjir menn koma inn í varastjórn en það eru Magnús Heimisson og Jón Steinar Guðmundsson, en Sturla Stígsson og Unnþór Jónsson láta af störfum og er þeim þakkað frábært starf í þágu félagsins.
Ársskýrsla stjórnar verður sett inn á síðuna á næstu dögum.
Áfram KFÍ
NánarUppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi næsta fimmtudag, uppstigningardag, frá kl. 13 til kl. 15. Að venju fer fram keppni blandaðra liða og börn og foreldrar takast á í Stinger-keppni. Veittar verða viðurkenningar í öllum flokkum og loks verður slegið upp veglegri veislu þar sem m.a. verður boðið upp á pylsur og ís. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma og fagna lokum vetrarstarfsins með krökkunum.
Um leið og KFÍ kveður veturinn með uppskeruhátíð lýkur formlegu vetrarstarfi en nóg er samt um að vera hjá félaginu því miðvikudaginn 5. júní nk. hefjast hinar árlegu Körfuboltabúðir KFÍ. Þar verður að venju boðið upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá með frábærum þjálfurum, íslenskum og erlendum. Upplýsingar um körfuboltabúðirnar má finna á vefsíðu félagsins, www.kfi.is.
NánarMinniboltadrengirnir í KFÍ fóru suður á föstudaginn í keppnisferð en fresta þurfti ferð þeirra um daginn vegna veðurs. Ferðin varð nú aðeins styttri í annan endann en áætlað var því Snæfellingar gátu ekki tekið á móti okkur á sunnudeginum eins og stefnt hafði verið að. Minniboltadrengirnir okkar hafa reynt ýmislegt í vetur í tengslum við keppnisferðir þ.a. þeir kipptu sér ekki upp við breytt ferðaplan og héldu glaðir af stað til höfuðborgarinnar seinni part föstudags.
Við komuna til Reykjavíkur var byrjað á að borða og síðan haldið í Vesturbæinn en við höfðum fengið inni í félagsmiðstöðinni í Frostaskjóli. Eftir góðan ísgöngutúr var farið snemma að sofa. Eitthvað var loftleysi í tengslum við vindsængur að stríða okkar mönnum um nóttina en þeir létu það ekki á sig fá og vöknuðu sprækir og hressir tilbúnir í slaginn.
Leiknir voru tveir leikir í Smáranum í Kópavogi, einn við Breiðablik og hinn við Stjörnuna undir dyggri stjórn Zekos sem hljóp undir bagga með sínu gamla félagi. Báðir leikirnir töpuðust en okkar menn börðust vel og sýndu oft góða takta. Sérstaklega gaman var að sjá nokkrar þriggja stiga körfur steinliggja. Eftir að körfuboltaleikjunum var lokið lá leiðin í Skemmtigarðinn í Smáralind þar sem tekið var vel á því í Lasertag og gaman að segja frá því að drengirnir voru álíka sveittir eftir þá raun eins og eftir leikina. Heimferðin gekk eins og í sögu og þar með hafa minniboltadrengirnir í KFÍ lokið keppni í vetur.
NánarAðalfundur KFÍ verður haldinn miðvikudaginn 8 maí kl 18.00
Fundurinn verður á 2 hæð í Íþróttahúsinu á Torfnesi.
7. gr. Verkefni aðalfundar.
Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins, iðkendur, sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn
eru hvattir til að mæta á fundinn.
8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.
Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.
f.h. stjórnar KFÍ.
Sævar Óskarsson
Formaður
Nánar