Enn eru góðar fréttir að berast okkur. Ingvar Bjarni Viktorsson er búinn að semja við KFÍ og erum við glöð með þann gjörning. Ingvar er 19 ára drengur sem spilaði með okkur í yngri flokkum en hélt suður í eitt ár og er gaman að fá hann aftur til liðs við okkur. Við munum halda áfram að setja blek á pappír og verðum sýnd veiði en ekki gefin. Það er mikill hugur í félaginu og liðsmórall er til fyrirmyndar.
Áfram KFÍ
NánarÞað var ekki margt sem gladdi augað í leik okkar gegn Stjörnunni í kvöld í Lengjubikarnum og töpuðum við leiknum sanngjarnt og lokatölur 98-66. Það var rétt í byrjun sem við gerðum rétt og sýndum baráttu, en við virkuðum þreyttir og áttum fá svör. En það góða við þessa helgi eru leikir sem við erum að fá til að slípa saman menn og kærkomin reynsla kemur með í farteskinu heim.
Núna er leiðin heim og verður æft stíft þessa vikuna fyrir tvo heimaleiki sem eru n.k. föstudag og sunnudag á Jakanum gegn Hamar og Skallagrím og eru menn okkar ákveðnir að sína sitt rétta andlit þar.
Tölfræðin er hér en taka ber hana varlega þar sem mikið var um mistök við skráningu.
Áfram KFÍ
NánarStrákarnir í KFÍ lögðu af stað suður að keppa í Lengubikarnum og er tveir leikir á dagskrá. Sá fyrri gegn Hamar í Hveragerði og sá síðari gegn Stjörnunni á sunndudagskvöld kl.19.15 í Ásgarði, Garðabæ.
Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar gegn Hamar og unnum við öruggan sigur þar. Biggi þjálfari sagði við okkur í símann að allir hafi staðið sig vel og allir fengu að spreyta sig í leiknum. Afmælisbarnið Jason Smith var í stuði og með frábæran leik og fékk 44 í framlagsstuðul.
Stig okkar drengja:
Jason 34 stig (6 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolnir), Ágúst 25 stig (8 fráköst), Mirko 12 stig (13 fráköst), Jón Hrafn 7 stig (13 fráköst), Pavle 7 stig, Hraunar 5 stig (2 fráköst), Björgvin 4 stig (2 fráköst), Jón Kristinn 2 stig, Leó 2 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar), Jó skoraði ekki en stóð sig vel með annars 2 varin skot en var full frískur í vörninni og nýtti allar villunrar sínar 5 :)
Nú er hvíld en svo æfing á morgun og leikur á sunnudag gegn Stjörnunni í Ásgarði.
Áfram KFÍ
NánarTveir drengir skrifuðu undir samning við KFÍ fyrir leik hér heima gegn Stjörnunni og erum við kát með þann gjörning. Báðir þessir strákar eru ´94 model og er Jóhann 202 cm á hæð og Björgvin 194 cm.
Það er greinilegt að Birgir Örn þjálfari ætlar sér að láta strákana spila í vetur og hafa hlutverk, en báðir þessir strákar hafa komið við sögu í tveim fyrstu leikjum okkar í Lengjubikarnum og til gamans má segja að tíu af tólf leikmönnum okkar settu stig í síðasta leik.
Við bjóðum strákana velkomna til okkar og ætlumst til mikils af þeim sem og þeim sem klæðast búning félagsins.
Áfram KFÍ
NánarStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.
Umsóknarfrestur er til 2. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má hér.
Æfingar yngri flokka KFÍ hefjast í dag, mánudaginn 9. september, samkvæmt æfingatöflu, sjá HÉR Körfufjörið um helgina var vel sótt og margir krakkar sem mættu með foreldrum sínum að kynna sér starfið í yngri flokkum félagsins og fá upplýsingar um dagskrá vetrarins. Leikmenn meistaraflokks karla tóku vel á móti hópnum og létu krakkana spreyta sig í ýmsum skemmtilegum leikjum og þrautum. Var heldur betur fjör í íþróttahúsinu meðan á þessu stóð en kynningunni lauk svo með pylsupartýi þar sem Steini og Eva grilluðu pylsur ofan í hópinn af þeirri snilld sem þeim er einum lagið. Svo er bara að mæta á æfingar og við hlökkum til að taka á móti nýjum iðkendum og bjóðum þá velkomna í félagið.
Yfirþjálfari yngri flokkana er Jason Anthony Smith sem hefur mikla reynsla af þjálfun barna og unglinga, en fjölskylda hans starfrækir körfuboltabúðir í heimaborg hans, Birmingham Alabama.
NánarNú rétt í þessu var að klárast mikill baráttuleikur í Borgarnesi þar sem heimamenn fóru með sigur 86-81. Enginn tölfræði var frá leiknum vegna bilunar í netsambandi en góður drengur að nafni Atli Steinar Ingason lét okkur vita með gang leiks og var greinilegt að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Þetta lofar góðu fyrir okkur en drengirnir komu saman í fyrsta sinn allir fyrir leikinn gegn Stjörnunni og núna hefst tímabilið formlega í þjálfun. Allir fengu að spila og tíu komust á blað sem er mjög jákvætt.
Stigaskor var eftirfarandi.
Jason 26
Mirko 15
Gústi 11
Hraunar 7
Pavle 6
Gummi 3
Jón Hrafn 3
Leó 2
Björgvin 2
Óskar 2
Nánar
Það var ánægjulegt að sjá körfuboltatímabilið hefjast svona snemma og greinilegt að stuðningsfólk okkar er orðið hungrað og var vel mætt á Jakarnn í kvöld.
Gestir okkar komu keyrandi úr Garðabæ og voru níu í galla. Justin á við meiðsli að stríða og erlendur leikmaður þeirra ekki lentur, en það er ekkert talið og gefur ungum leikmönnum bara tækifæri. Teitur var ekki með í för og stjórnaði Snorri Örn frá hliðarlínunni. Byrjunarlið Stjörnunnar voru Marvin, Sæmundur, Dagur, Fannar og Kjartan og tókust á við Ágúst, Hraunar, Jason, Jón Hrafn og Mirko og Birgir Örn þjálfari okkar á línunni.
Leikurinn var frekar hægur og greinilegt að mikill haustbragur er á báðum liðum, en þó sáust góðir sprettir hjá liðunum. Í hálfleik var staðan 44-33 og fínt start hjá Bigga þjálfara sem var iðinn við að skipta leikmönnum inn á völlinn.
Í seinni hálfleik var sem leikmenn KFÍ héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir hlutunum á vellinum og Stjarnan jafnar leikinn 44-44 og kominn smá harka í leik beggja liða. Kom þá fínn stígandi til baka hjá KFÍ sem kom sér aftur í þægilegt forskot sem þeir létu ekki af hendi og silgdu þessum í höfn og mikill léttir að sjá á svip Bigga þjálfara sem hefur einungis haft eina æfingu með fullu liði og var það í gær.
Það sem gladdi fólkið á pöllunum var að sjá baráttuna hjá öllum sem komu inn á og smitar Biggi út frá sér með jákvæðni og hvatningu. Það er gaman að sjá.
Stjörnumenn voru að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér sem er ekki vert að gera. Dómarar leiksins þeir Jón Guðmundsson og Davíð Tómasson eru einnig að byrja sitt tímabil og eru ryðgaðir og gera mistök, en mistök leikmanna voru þó mun fleiri og þannig er það bara. Ekkert væl, bara bolti.
Það er víst að þessi vetur verður erfiður hjá KFÍ, en menn eru greinilega tilbúnir að leggja á sig og þá verður þetta bara gaman. Við biðjum ekki um meira en að gera sitt besta og berjast fyrir lífi sínu.
Strákarnir eiga hrós skilið, Þeir vou mikið að peppa hvorn annan upp og hvetja og það hjálpaði mjög. Hjá Stjörnunni voru þeir bræður Dagur og Daði að gera vel, sérstaklega í vörninni. Hinir bræðurnir áttu fína spretti og K.J. einnig. Fannar er að koma sér í gang og á mikið inni.
Hjá KFÍ var Mirko og Hraunar góðir og Jason er greinilega góður leikmaður og ekta leikstjórnandi sem var sífellt að leita menn uppi. Gústi og Jón Hrafn duglegir og ungu strákarnir komust vel frá sínu.
Stig KFÍ: Jason 25 stig (8 stoðsendingar), Mirko 22 stig (8 fráköst), Hraunar 19 stig (8 fráköst), Gústi 7 stig (11 fráköst), Jón Hrafn 5 stig (11 fráköst),.
Stig Stjörnunnar: Marvin 19 stig (10 fráköst), K.J. 14stig (5 fráköst), Sæmundur 11 stig (5 fráköst), Dagur 12 stig (6 stoðir), Daði 11 stig (4 fráköst), Fannar 8 stig (4 fráköst).
Maður leiksins að mati fréttaritara Hraunar Guðmundsson
NánarÞá er komið að því. Karfan er að byrja og það mánuði fyrr en venjulega því að Lengjubikarinn var færður fyrr fram til að lengja tímabilið sem er mjög jákvætt fyrir alla. Sem sagt þá er fyrsti leikur okkar á Jakanum á föstudagskvöldið og hefst kl.19.15 og gestir okkar Stjarnan frá Garðabæ með snillingana Teit Örlygsson og Snorra Örn Arnaldsson í fararbroddi. Við erum spenntir að byrja og hlökkum mikið til að takast á við verkefni vetrarins.
KFÍ-TV mun nú sem endranær þjóna þeim fjölmörgu sem komast ekki á leikina og munu bjóða upp á nýjungar og skemmtilegheit.
Hér er smá upprifjun fyrir föstudaginn
Nánar
Nú er allt að fara á fullt hjá yngri flokkum KFÍ og skipulagning vetrarstarfsins vel á veg komin. Næsti laugardagur, 7. september, markar upphaf tímabilsins en þá efnir félagið til körfuboltaveislu í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að kynna sér starfsemi KFÍ og fá upplýsingar um það sem framundan er í vetur hjá félaginu. Einnig verður brugðið á leik með leikmönnum meistaraflokks karla og boðið upp á grillaðar pylsur og fleira góðgæti. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og taka þátt í körfufjörinu sem hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 12.00.
Nánar