Á morgun föstudag koma Snæfellingar hingað heim og verður gaman að sjá hvernig okkar drengir eru stemndir.
Snæfellingar eru með feykilega sterkt lið og verða harðir í horn að taka og er okkar fyrrum félagi Kristján Pétur þar á meðal leikmanna gestanna og verður gaman að fá henn heim. Muurikka pannan verður á sínum stað og byrjum við þar 18.30 með dýrindis mat. Nú er bara að klára vinnuna, koma upp á Jaka og fá sér að borða fyrir leik sem hefst kl.19.15.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann sýndur eins og ávallt á KFÍ-TV og hefst útsending kl.18.50.
Áfram KFÍ
NánarFjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember sl. í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra. Um var að ræða Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis, Birnu Lárusdóttur ritara aðalstjórnar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Sævar Pétursson framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar, Kristínu Pétursdóttur formann Sundfélags Hafnarfjarðar og Davíð Sigurðarson formann Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár var ráðstefnustjóri. Í lok ráðstefnunnar voru svo umræður og fyrirspurnir.
Á myndinni má sjá fyrirlesarana á ráðstefnunni ásamt Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.
NánarÍ haust hefur mikið fjör verið á miðvikudögum í íþróttahúsinu við Austurveg en þar mæta allt að 17 krakkar á aldrinum 3-5 ára í krílakörfu KFÍ. Krakkarnir eru mjög duglegir og skemmta sér konunglega á æfingunum. Þessi mynd var tekin á æfingu síðasta miðvikudag en þá voru margir krakkanna að fá KFÍ búning og ríkti mikil gleði á æfingunni.
Sirrý og Rósa geta alltaf tekið við nýjum krílum sem vilja prófa körfubolta. Mikið er lagt upp úr leikjum með og án bolta, grunnfærni, s.s að kasta og grípa, og að efla hreyfiþroska barnanna. Rétt er að geta þess að æfingarnar eru foreldum að kostnaðarlausu.
Nánar9. flokkur drengja tók þátt í fjölliðamóti um helgina. Mótið fór fram á Hvammstanga og vannst einn leikur af fjórum.
NánarEins og venjulega er meistari Fjölnir Baldursson mættur með vélina og er maðurinn á gólfinu. Það er frábært að eiga þennan mann að og þakkar KFÍ-TV og allir í félaginu honum kærlega fyrir allt sem hann hefur gert. Hér eru klippurnar úr leiknum í gær gegn Grindavík.
Nánar
Það er furðulegt að segja og enn einkennilegra að skrifa en margt jákvætt er hægt að taka frá þessum leik sem gott er þrátt fyrir stórt tap. Lokatölur 94-122.
Biggi þjálfari leyfði öllum að spreyta sig og tíu leikmenn KFÍ léku meira en níu mínútur í leiknum og fengu flotta reynslu gegn feykisterku liði Grindavíkur. Í stuttu máli spiluðu strákanir á pari við gestina meiri hluta leiksins, en svo dró í sundur og vó reynsla gestana þar þungt.
Meira verður skirfað um leikinn á karfan.is seinna í kvöld og er hægt að lesa meira þar. Það er þó skoðun okkar hér á kfi.is að Jason fái ekki mikið fyrir sinn snúð og er stundum full langt gengið að stoppa hann í leik sínum. það hafði ekkert með úrslit leiksins að gera, en þetta er bagalegt og tekur af honum greinlega.
Mirko átti enn einn stórleikinn og var með 34 stig og 11 fráköst og Jason var með 24 stig og 8 stoðsendingar. Við söknuðum einnig Gústa mikið en hann er í því núna að taka á móti körfubolta erfingja og sendum við góða strauma til þeirra.
Það fá allir í liðinu stórt klapp frá okkur fyrir að berjast vel og með tímanum munu svona leikir gefa félaginu mikið. Það á að taka það góða með sér úr leik sem þessum og læra af hinu, því til þess að verða betri þurfa menn að gera mistök. Og það er ekki dónalegt að fá 94 í framlag þrátt fyrir að tapa stórt. Menn eru þó að berjast og það vel!
Áfram KFÍ
NánarLeikur KFÍ gegn Grindavík var frestað í dag og er nýr leiktimi settur á morgun laugardag kl.17.00. Þetta var gert af mótanefnd en ekkert tillit var tekið til þess að KFÍ vildi leikinn á sunnudag kl.19.15 til þess að fá sem flesta á leikinn.
þess má geta að þegar við sáum að leiknum var frestað þá fórum við inn á kki.is og þar stóð með stórum stöfum að leikurinn væri 24.nóvember sem er á sunnudaginn k.19.15 og auglýst á fésbókinni.
En leikurinn er sem sagt settur á morgun laugardag 23.nóvember kl.17.00
Leikurinn er einnig sýndur í beinni á KFÍ tv fyrir þá sem komast ekki.
NánarStrákarnir í 7. flokki drengja KFÍ gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þrjá af fjórum leikjum sínum á fjölliðamóti KKÍ sem haldið var í Reykjavík um nýliðna helgi. Mótið fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og öttu strákarnir kappi við Ármann b, Breiðablik b, Álftanes og ÍR. Mjög naumt var á munum í leiknum gegn Breiðablik og fór svo á endanum að Blikarnir rétt mörðu sigur á okkar mönnum, 26-22. Mótið er annað af fjórum mótum sem liðið tekur þátt í vetur og ef fram fer sem horfir eiga strákarnir góða möguleika á því að vinna sig upp um riðil í vetur en þeir keppa nú í D-riðli.
Þjálfari 7. flokks er Mirco Virijevic, meistaraflokkskempa KFÍ, og hefur liðið tekið miklum framförum undir hans stjórn í vetur. Mjög góður andi ríkir í liðinu og sýndu strákarnir það bæði innan sem utan vallar. Lið helgarinnar var skipað þeim Gísla Steini, Þorleifi, Michau og Daníel sem allir eru fæddir 2001 og minniboltastrákunum Agli, Hilmi, Huga og Guðmundi, sem fæddir eru 2002. Þess má geta að yngri strákarnir æfa og keppa einnig í minnibolta á meðan þeir eldri hlaupa í skarðið í keppni hjá 9. flokki drengja þegar þörf krefur enda er um sameiginlegan æfingahóp drengja á aldrinum 11-14 ára að ræða og hafa margir þeirra æft saman um árabil þrátt fyrir aldursmuninn.
KFÍ var stigahæst í riðlinum eftir mót helgarinnar en þar sem liðið var einungis skipað 8 leikmönnum náði það ekki upp um riðil. Sú regla er viðhöfð í yngri flokkum körfunnar að þau lið sem tefla fram tíu leikmönnum eða fleirum í keppni fá aukastig fyrir. Okkar menn urðu af aukastiginu í þetta sinn en þar sem verulega hefur fjölgað í yngri flokkum KFÍ í haust standa vonir til þess að æfingahópurinn stækki á næstu vikum og liðið geti þannig mætt með a.m.k. tug leikmanna á næsta fjölliðamót, sem fram fer í febrúar.
Glæsileg frammistaða hjá drengjunum en vítin þarf aðeins að æfa, strákar fengu 26 víti í mótinu og settu 6 niður, það er ekki nógu gott. Nú er æfa víti og önnur skot og gera betur næst.
Úrslit helgarinnar:
Ármann : KFÍ 15 – 24
Sigin:
Hilmir 12
Daníel 6
Egill 2
Hugi 2
Guðmundur 2
Breiðablik : KFÍ 26 – 22
Stigin:
Hilmir 11
Egill 6
Hugi 4
Daníel 1
Álftanes : KFÍ 22 – 40
Stigin:
Hilmir 17
Hugi 8
Daníel 6
Gísli 4
Egill 2
Þorleifur 2
Guðmundur 1
ÍR : KFÍ 15 – 30
Stigin:
Guðmundur 10
Hugi 7
Hilmir 7
Daníel 4
Egill 2
Nú rétt í þessu voru strákarnir að leggja ÍR í hörkuleik í Seljaskóla og er það mikill léttir hjá Bigga og lærisveinum hans sem hafa svo oft verið hársbreiddina frægu frá því að innbirða sigur. Nú er að byggja á þessu næstu vikurnar en guttarnir eru niður á jörðinni og vita að ermar þurfa að brettast og sækja þarf Bjössa bónda.
Jason sýndi allra sínar sparihliðar með þá Mirko og Gústa með sér í stuði, en þetta var algjör liðssigur.
Meira verður skrifað á karfan.is seinna í kvöld, þannig að fylgist með grannt.
Áfram KFÍ
NánarEnn og aftur eru það leikmenn okkar sem tapa leik og núna gegn Haukum á útivelli. Lokatölur 73-67.
Það sem er að hrella okkur eru tapaðir boltar og þannig fara leikir. Í gær voru það 25 tapaðir boltar sem fór með leikinn en við áttum mjög góðan séns að landa sigri og á köflum vorum við að spila ágætlega, en það vantaði herslumuninn og aðalega þurfa aðrir að stíða upp en Mirko og Jason til að dreyfa stigaskorinu. Þessir ágætu menn geta ekki dregið vagninn í allan vetur og er mikil pressa á þá inn á vellinum. En koma tímar koma ráð og við höfum trú á að þessu verði snúið við með sameiginlegu átaki drengjanna og Bigga þjálfara.
Nánar um leikinn á karfan.is
Nánar