Fréttir - Körfubolti

Jólakarfa á aðfangadag

Körfubolti | 23.12.2013

Jólakarfan verður samkvæmt hefðinni á aðfangadag og hvetjum við alla krakka í KFÍ til að mæta og bjóða systkinum sínum og foreldrum með. Frá klukkan 11 til 12 verður íþróttahúsið á Torfnesi opið fyrir börn til 14 ára aldurs og er von á óvæntum gesti sem mun gleðja yngri kynslóðina. Frá klukkan 12 til 14 taka eldri iðkendur við, en segja má að þar fái þeir gullið tækifæri til að hreyfa sig ærlega áður en haldið er heim í jólasteikina. 

Stjórn yngri flokka KFÍ óskar öllum iðkendum félagsins og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Nánar

Dómaranámskeið í janúar

Körfubolti | 21.12.2013

KKÍ mun standa fyrir dómaranámskeiði sem hefst um miðjan janúar og mun námskeiðið verða kennt á veraldravefnum með fjarkennslu og lýkur henni með bóklegu prófi á netinu.

Verkleg kennsla fer svo fram í lok febrúar á fjölliðamóti yngri flokka og verður fjölmennt á þá staði þar sem auðveldast er fyrir flesta að mæta eða jafnvel verklega prófið tekið á tveim mismunandi stöðum eins og hentar.

Skráning er á netfanginu kki@kki.is og lýkur skráningu föstudaginn 10. janúar. Þátttökugjaldið er 4.000 kr. og sem greiða verður fyrir upphaf námskeiðisins.

Um er að ræða nýtt fyrirkomulag dómaranámskeiða á vegum KKÍ en byrjað var í fyrravetur að kenna á netinu og tókst það gríðarlega vel.

Tilgangurinn er að ná til fleiri þátttakenda og taka námskeiðið á lengri tíma en verið hefur hingað til. KKÍ vonast til að með þessu nýja fyrirkomulagi gefi fleiri sér tíma til að sækja námskeið og taka þannig þátt í eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar út um allt land.

Óhætt er að segja að þetta fyrirkomulag hefur slegið í gegn og þátttakendur ráða námshögun og framvindu innan vissra marka sem gerir þátttöku mun auðveldari. 

Nánar

OV og KFÍ í samstarf

Körfubolti | 16.12.2013
Hér eru þeir Sævar Óskarsson formaður og Halldór Magnússon frá Orkubú Vestfjarða að handsala samniginn. Með þeim er fyrirliði KFÍ Jón Hrafn Baldvinsson og þjálfari okkar Birgir Örn Birgisson
Hér eru þeir Sævar Óskarsson formaður og Halldór Magnússon frá Orkubú Vestfjarða að handsala samniginn. Með þeim er fyrirliði KFÍ Jón Hrafn Baldvinsson og þjálfari okkar Birgir Örn Birgisson

Það var gleðistund í hálfleik og má segja að birt hafi yfir salnum þegar Orkubú Vestfarða og KFÍ skrifuu undir þriggja ára samning. Þetta er mikið gleðiefni fyrir okkur í KFÍ og erum við afar þakklát fyrir þenna stuðning. Það er ekki hægt að halda úti félagstarfi án stuðning fyrirtækja og er O.V. að bætast í stóran og góðan hóp sem heldur utan um KFÍ.

 

 

Nánar

Jason Smith farinn frá KFÍ

Körfubolti | 16.12.2013

Stjórn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar leysti í morgun Bandaríkjamanninn Jason Anthony Smith undan samningi hans við félagið. Var það gert að ósk Jasons sem hefur fengið gott tilboð um að leika með körfuknattleiksliði í Brasilíu.

 

Stjórn KFÍ þakkar Jason fyrir afar gott starf í þágu liðsins, jafnt innan sem utan vallar, og óskar honum alls hins besta á nýjum og krefjandi vettvangi.

 

Vænta má þess að nýr erlendur leikmaður bætist fljótlega í hóp leikmanna KFÍ og verður greint nánar frá því í fyllingu tímans. Mirko Virijevic, sem átt hefur frábært tímabil hjá KFÍ í vetur, mun taka við þeim verkefnum sem Jason hefur haft með höndum í yngri flokkum KFÍ.

Nánar

Sigur í síðasta leik fyrir jól

Körfubolti | 15.12.2013
Óskar var frábær í kvöld og setti 18 stig.
Óskar var frábær í kvöld og setti 18 stig.

KFÍ og Valur mættust í kvöld á Jakanum á Ísafirði. Bæði lið hafa verið í botnbaráttunni í vetur en fyrir leikinn var KFÍ í níunda sæti með 4 stig á meðan Valur var í því tólfta með 2 stig.

Nánar

KFÍ tekur á móti Val á morgun 15. desember

Körfubolti | 14.12.2013

Á morgun sunnudag koma Valsmenn hingað heim og vonum við að okkar drengir séu ekki komnir í of mikinn jólagír því þetta er jú síðasti leikurinn á árinum og því sannkallaður jólaleikur.

 

Valur hefur háð erfiða baráttu í deildinni. Þeirra á meðal er Birgir Björn Pétursson og bjóðum við hann náttúrulega velkomið á gamla parketið sitt. Muurikka pannan verður á sínum stað og byrjum við þar 18.30 með dýrindis mat. Nú er bara að klára vinnuna, koma upp á Jaka og fá sér að borða fyrir leik sem hefst kl.19.15.

 

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann sýndur eins og ávallt á KFÍ-TVog hefst útsending kl.18.50.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Enn eitt frábært myndaband frá meistara Fjölni Baldurssyni

Körfubolti | 07.12.2013
Snillingur
Snillingur

Fjölnir Baldursson er orðinn órjúfanlegur partur af KFÍ og mætir með vélina á alll leiki með okkur á KFÍ-TV og er maðurinn á gólfinu. Hann er einstaklega laginn að sýna frá leikjum og sýnir bestu hliðar beggja liða eins og á að gera í leikjum. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir hans ómetanlega framlag

 

Hér eru "háuljós" frá leik KFÍ og Snæfell

Nánar

Spennusigur á Ísafirði

Körfubolti | 07.12.2013
KFÍ og Snæfell mættust í kvöld í Domino’s deild karla á Ísjakanum á Ísafirði. Fyrir leikinn var Snæfell í 8. sæti með 4 sigra og 4 töp á meðan KFÍ var í 11. sæti með 1 sigur í 8 leikjum.
 
Síðast þegar þessi lið mættust þá fór allt í háaloft vegna meintra sparka, nefbrots og umdeildar jöfnunarkörfu Snæfellinga í lok venjulegs leiktíma. Þótt þessi leikur hafi ekki alveg náð sömu hæðum á því sviði þá mátti þó finna í honum talsvert af pústrum, dramaköstum og háspennu.
Nánar

KFÍ tekur á móti Snæfell á morgun 6.desember

Körfubolti | 05.12.2013
Gústi er tilbúinn
Gústi er tilbúinn

Á morgun föstudag koma Snæfellingar hingað heim og verður gaman að sjá hvernig okkar drengir eru stemndir. 

 

Snæfellingar eru með feykilega sterkt lið og verða harðir í horn að taka og er okkar fyrrum félagi Kristján Pétur þar á meðal leikmanna gestanna og verður gaman að fá henn heim. Muurikka pannan verður á sínum stað og byrjum við þar 18.30 með dýrindis mat. Nú er bara að klára vinnuna, koma upp á Jaka og fá sér að borða fyrir leik sem hefst kl.19.15.

 

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn er hann sýndur eins og ávallt á KFÍ-TV og hefst útsending kl.18.50.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Fjármálaráðstefna ÍSÍ vel sótt

Körfubolti | 04.12.2013

Fjármálaráðstefna ÍSÍ var haldin föstudaginn 29. nóvember sl. í Laugardalshöll og var vel sótt. Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ fór yfir lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar en tölurnar eru unnar upp úr Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar fimm íþróttafélaga á landsvísu héldu erindi um ýmsa þætti í rekstri síns félags og ytra umhverfi þeirra. Um var að ræða Jón Karl Ólafsson formann Fjölnis, Birnu Lárusdóttur ritara aðalstjórnar Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar, Sævar Pétursson framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags Akureyrar, Kristínu Pétursdóttur formann Sundfélags Hafnarfjarðar og Davíð Sigurðarson formann Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár var ráðstefnustjóri. Í lok ráðstefnunnar voru svo umræður og fyrirspurnir. 

 

Á myndinni má sjá fyrirlesarana á ráðstefnunni ásamt Helgu Steinunni Guðmundsdóttur varaforseta ÍSÍ og Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ.

Nánar