Keppnistímabili meistaraflokks karla er nú lokið og Mirko farinn heim til Serbíu. Kallar þetta á nokkrar breytingar hjá yngri flokkunum en nýir þjálfarar taka við þeim flokkum sem Mirko þjálfaði. Eins eru breytingar á æfingatöflunni þar sem tímar breytast hjá 7.-9. flokki og hjá stúlkna- og drengjaflokki.
Nýja æfingatöflu má finna hér.
NánarÞað voru glaðir drengir sem skunduðu heim eftir leik kvöldsins. Ekki var kátínan með úrslitin en þeir Rúnar Guðmunddson og Björgvin Snævar Sigurðsson sem fengu að spreyta sig í bráðabana á vítalínunni og gerði litli "púkinn" sér lítið fyrir og setti sitt fyrsta skot örugglega í og Björgvin klikkaði á sínu og þar með vann Rúnar sér inn nýja og glæsilega Ipad spjaldtölvu og er þetta höfðingleg gjöf frá Pacta/Motus. Björgvin var hálf niðurlútur þegar hann gekk að velli en var kallaður til baka og fékk gjafabréf upp á 35.000 krónur í Hafnarbúðinni þannig að þeir fóri báðir kátir heim.
Glæsilegt hjá samtarfsaðilum KFÍ Pacta/Motus og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og er gott að eiga svona góða styrktaraðila að.
NánarÞá er komið að síðasta heimaleik KFÍ á þessu tímabili á föstdagskvöldið 14.mars og þessi leikur er af dýrari gerðinni. Gestir okkar eru drengirnir hans Teits frá Stjörnunni úr Garðabæ og eru þeir í bullandi baráttu um sætisröðun ú úrslitakeppninni í Dominos deildinni. Okkar strákar eru að ebrjast fyrir veru sinni í deildinni og ætla sér að berjast með kjafti og klóm. Það er gríðarlega nauðsynlegt að fylla Jakann og taka þátt í leiknum með strákunum. Leiikurinn hefst kl.19.15
Það verða glæsileg verðlaun í skotleik í boði Pacta/Motus og er þar í verðlaun Ipad auk aukaverðlauna !! Og Svo er ,,Velkomin um borð" leikur Flugfélags Íslands á sínum stað þar sem heppinn áhorfandi getur skotið sig um borð. Þannig að nú er að mæta og muna að miði er möguleiki.
Að venju byrjum við á því að fá okkur í gogginn með kokkaliði KFÍ og er eldað á hinni frábæru Muurikka pönnu sem meistari Steini er með á sínum snærum.
KFÍ-TV verður að sjálfsögðu með beina útsendingu og hefst hún kl.18.50.
Áfram KFÍ
NánarMánudaginn 17. mars kl. 16.30 stendur HSV fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði sem er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.
Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu. Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.
Hér má finna slóð þar hægt er að nálgast fræðslubækling um þetta efni.
Hér er hægt að finna viðtal við Hafdísi Hinriksdóttur þar sem hún fjallar örstutt um erindið sitt.
NánarUm 35 keppendur á vegum KFÍ mættu á Nettómótið í Reykjanesbæ um helgina. Alls taldi hópurinn yfir 50 manns með keppendum, þjálfurum, fararstjórum og foreldrum. Gist var í Holtaskóla í Keflavík og þétt og skemmtileg dagskrá alla helgina þar sem um 1200 börn kepptu í körfubolta en einnig var boðið upp á bíó, hoppukastala og Vatnaland auk glæsilegrar kvöldvöku á laugardagskvöldinu. KFÍ var með fimm lið í mótinu sem öll stóðu sig mjög vel og var gaman að sjá framfarirnar hjá krökkunum eftir veturinn. Það er líka gaman að segja frá því að þau voru öll til mikillar fyrirmyndar og er félagið afskaplega stolt af þeim.
Líkt og í fyrra varð hópurinn af lokahátíð mótsins á sunnudeginum þar sem ákveðið var að flýta brottför vegna tvísýns veðurútlits. Þegar á Hólmavík var komið var ljóst að Steingrímsfjarðarheiði yrði ekki opnuð þann daginn og varð hópurinn að gista á Hólmavík. Það kom þó ekki að sök því gert hafði verið ráð fyrir að slíkt gæti gerst og búið að ganga frá gistingu fyrir hópinn. Krakkarnir gistu í íþróttahúsinu á Hólmavík og það fór mjög vel um þau enda vel útbúin fyrir slíka dvöl. Vill KFÍ nota tækifærið og þakka sérstaklega Hrefnu hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar sem og öllu starfsfólki kaupfélagsins og íþróttahússins fyrir ómetanlega aðstoð og velvilja.
NánarÁ morgun 28.febrúar koma silfurdrengir Örvars Þórs frá því um síðustu helgi í Powerade bikarnum í heimsókn á Jakann. Þeir eiga harma að hefna, en KFÍ tók leikinn fyrir sunnan 76-86. Margt hefur breyst hjá báðum liðum og hafa ÍR drengirnir staðið sig svo sannarlega eftir áramót og hafa fengið hinn frábæra Nigel Moore frá Njarðvík og aðrir ens og Matti Sig, Hjalti, Sveinbjörn og Björgvin hafa spialð frábærlega.
ÍR er að berjast fyrir góðu sæti í úrslitakeppninni á meðan við erum að berjast fyrir sæti í Dominosdeildinni. Það er engan bilbug á drengjunum úr KFÍ að finna og þeir eru svo sannarlega tilbúnir í leik. Núna verðum við að fá sem flesta á Jakann og öskra frá sér allt vit.
Að venju byrjum við á því að fá okkur í gogginn með kokkaliði KFÍ og er eldað á hinni frábæru Muurikka pönnu sem meistari Steini er með á sínum snærum.
KFÍ-TV verður að sjálfsögðu með beina útsendingu og hefst hún kl.18.50.
Áfram KFÍ
NánarHið árlega Nettó-mót í körfubolta fer fram í Reykjanesbæ um helgina en mótið er ætlað börnum sem fædd eru 2002 eða síðar. Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar hefur sótt mótið mörg undanfarin ár og sendir nú til keppni einn af sínum stærstu hópum frá upphafi. Hópurinn er í óðaönn að undirbúa ferðina en alls eru fimm lið frá KFÍ skráð til leiks, samtals 34 börn á aldrinum 5-11 ára. Með þeim til halds og trausts fara tíu liðs- og fararstjórar og fimm þjálfarar og verða því um fimmtíu manns á vegum KFÍ á mótinu um helgina, fyrir utan ættingja og vini á höfuðborgarsvæðinu sem munu án efa koma og hvetja krakkana til dáða í leikjunum. Einstaklega fjölbreytt dagskrá hefur alla tíð einkennt mótið og allt skipulag er til fyrirmyndar. Engin stig eru talin og allir fara heim með verðlaunapening að móti loknu á sunnudag.
Nettó-mótið er samstarfsverkefni barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur og er nú haldið í 24. sinn. Mótið er hið stærsta sinnar tegundar á landinu og tóku ríflega 1.200 keppendur þátt í því í fyrra allsstaðar að af landinu. Enn fleiri lið eru skráð til keppni í ár og stefnir því í metþátttöku.
Hér eru upplýsingar um NETTÓ mótið 1-2.mars
NánarEins og komið hefur fram í fjölmiðlum (BB) þá var 7. flokkurinn okkar í fjölliðamóti syðra um síðustu helgi. Stóðu strákarnir sig mjög vel og unnu 3 leiki og töpuðu einum naumlega.
Leikur #1 KFÍ-Álftanes 31-12
Auðveldur sigur í fyrsta leik. Álftnesingar styttra komnir í íþróttinni og sást um tíma ansi mikill munur, lokatölur 31-12 og drengirnir okkar að spila vel.
Stigin:
Egill Fjölnisson 12
Hilmir Hallgrímsson 7
Blessed Gil Parilla 6
Daníel Wale 4
Hugi Hallgrímsson 2
Þorleifur Ingólfsson, Gísli Steinn Njálsson, Guðni Rafn Róbertsson, Michal Glodkowski, Ólafur Ernir Bjarkason skoruðu ekki að þessu sinni en léku vel.
Leikur #2 KFÍ-Tindastóll 30-33
Hörkuleikur sem reyndist úrslitaleikur mótsins því bæði lið unnu aðra leiki sína. KFÍ kemst í 6-0, þá koma norðanmenn með áhlaup og breyta stöðunni í 6-7 og síðan 10-18 í hálfleik. Við reynum hvað við getum að minnka muninn og þegar rúm mínúta var eftir minnkum við muninn í eitt stig 30-31 en Tindastóll klárar þetta með tveimur vítum og lokatölur 30-33. Hörkuleikur og naumt tap.
Stigin:
Hilmir 11
Gísli 7
Daníel 6
Egill 4
Hugi 2
Leikur #3 KFÍ-Breiðablik 21-10
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og staðn í hálfleik 11-7 fyrir okkur. KFÍ piltar koma svo mjög ákveðnir í þriðja leikhluta og breyta stöðunni í 19-7 og björninn unninn. Lokatölur síðan 21-10, öruggur sigur.
Stigin:
Hilmir 8
Daníel 7
Gísli 6
Leikur #4 KFÍ - ÍR 28-20
Lokaleikurinn við heimamen í ÍR. Hörkuleikur sem þróaðist svipað og Blikaleikurinn. Leikur í járnum fram í hálfleik, hálfleiksstaðan 12-11. Við tökum öll völd í þriðja leikhluta og breytum stöðu í 21-11. Lokatölur svo 28-20.
Stigin:
Daníel 8
Hilmir 7
Egill 5
Blessed 4
Hugi 4
Heilt yfir mjög gott mót hjá okkar strákum, hársbreidd frá því að vinna riðilinn og færast þá upp í c-riðil. Strákar voru allir að spila og berjast vel og framfarir greinilegar undir styrkri stjórn Mirko þjálfara.
Nánari úrslit úr mótinu má finna hér.
Nánar