Fréttir - Körfubolti

Naumt tap gegn FSu

Körfubolti | 10.10.2014
Pance Ilievski átti góða spretti í kvöld og leiddi stigaskorun heimamanna með 20 stig.
Pance Ilievski átti góða spretti í kvöld og leiddi stigaskorun heimamanna með 20 stig.

Strákarnir í KFÍ töpuðu naumt í sínum fyrsta heimaleik gegn FSu í kvöld 71-72. Leikurinn fór seint í gang og á fyrstu fimm mínútunum voru aðeins skoruð níu stig í heildina. Það var því sannakallaður haustbragur á spilamennsku beggja liða í upphafi leiksins en þegar á leið lifnaði yfir honum og endaði með mikilli spennu í lokinn.

Nánar

„Ætlum að setja tóninn strax“ KFÍ – FSu í kvöld!

Körfubolti | 10.10.2014
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans í karlaliði KFÍ eru tilbúnir í slaginn í kvöld.
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans í karlaliði KFÍ eru tilbúnir í slaginn í kvöld.

Karlalið KFÍ hefur leik í 1. deildinni með heimaleik í kvöld kl. 19.15 og mætir sterku liði FSu.  Að sögn Birgis Arnar Birgissonar þjálfara KFÍ er góð stemmning í hópnum fyrir leikinn. „Það er tilhlökkun og spenningur í leikmönnum að byrja fyrsta leik vetrarins. Þetta er það sem við erum búnir að vera að æfa fyrir og menn eru tilbúnir í verkefnið." 

Nánar

KFÍ mætir FSu á föstudaginn

Körfubolti | 09.10.2014

Meistaraflokkur karla hefur leik í 1. deildinni á föstudaginn er þeir mæta FSu á Ísjakanum á Torfnesi. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í deildinni.

Nánar

Minnibolti stúlkna keppir á Ísafirði um helgina

Körfubolti | 09.10.2014

Nú er allt komið á fullt í körfunni og fyrsta yngriflokkamót vetrarins framundan um helgina.

Nánar

Sigur og tap í æfingarleikjum

Körfubolti | 06.10.2014

Meistaraflokkur karla lék á helginni tvo æfingarleiki fyrir sunnan.

Nánar

KFÍ úr leik í Lengjubikarnum

Körfubolti | 22.09.2014

KFÍ mætti UMFN í Ljónagryfjunni í Njarðvík í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum í gær.

Nánar

Florijan Jovanov gengur aftur í raðir KFÍ

Körfubolti | 18.09.2014

Florijan Jovanov er mættur aftur á Ísjakann eftir 4 ára fjarveru.

Nánar

Nebojsa Knezevic á leið heim til KFÍ

Körfubolti | 11.09.2014

Nebojsa Knezevic, sem lék hér með okkur í úrvalsdeildinni veturinn 2010-2011, er á leið til okkar á ný og væntum við að hann verði klár fyrir tímabilið í 1.deild sem hefst í október.

Nebo, eins og hann er nefndur hér heim, var með 15 stig og 5 fráköst í leik og var frábær bæði innan sem utan vallar. Skoraði hann mest 27 stig í einum leik og tók mest 13 fráköst. Það er mikil gleði að fá þennan geðuga pilt til baka.

 

 

Þess má geta að mfl.karla hefur leik núna á laugardag þegar þeir taka á móti firnasterku liði Tindastóls í Lengjubikarnum. Er leikurinn settur á kl.17.00 á laugardaginn 13.september og er að sjálfsögðu á Jakanum.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Æfingataflan klár

Körfubolti | 08.09.2014
Þessi klár í slaginn
Þessi klár í slaginn

Þá er vetrarstarfið farið á fullt og æfingataflan tilbúin.

 

Hana er að finna hér eða undir skrár og skjöl hér til hliðar.

 

 

Nánar

Körfuboltadagurinn á morgun

Körfubolti | 05.09.2014

Vetrarstarf yngri flokka KFÍ hefst á morgun með hinum árlega Körfuboltadegi  á Torfnesi þar sem þjálfarar og æfingatafla vetrarins verða kynnt og krakkar á öllum aldri fá að spreyta sig með körfubolta í léttum æfingum og leikjum undir stjórn meistaraflokka félagsins. Fjörið stendur frá 11-13. Holl og góð hressing í boði og heitt á könnunni fyrir foreldra og forráðamenn.

ALLIR VELKOMNIR!

Nánar