Fréttir - Körfubolti

KFÍ mætir FSu á föstudaginn

Körfubolti | 09.10.2014

Meistaraflokkur karla hefur leik í 1. deildinni á föstudaginn er þeir mæta FSu á Ísjakanum á Torfnesi. Þetta er fyrsti leikur beggja liða í deildinni.

Nánar

Minnibolti stúlkna keppir á Ísafirði um helgina

Körfubolti | 09.10.2014

Nú er allt komið á fullt í körfunni og fyrsta yngriflokkamót vetrarins framundan um helgina.

Nánar

Sigur og tap í æfingarleikjum

Körfubolti | 06.10.2014

Meistaraflokkur karla lék á helginni tvo æfingarleiki fyrir sunnan.

Nánar

KFÍ úr leik í Lengjubikarnum

Körfubolti | 22.09.2014

KFÍ mætti UMFN í Ljónagryfjunni í Njarðvík í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum í gær.

Nánar

Florijan Jovanov gengur aftur í raðir KFÍ

Körfubolti | 18.09.2014

Florijan Jovanov er mættur aftur á Ísjakann eftir 4 ára fjarveru.

Nánar

Nebojsa Knezevic á leið heim til KFÍ

Körfubolti | 11.09.2014

Nebojsa Knezevic, sem lék hér með okkur í úrvalsdeildinni veturinn 2010-2011, er á leið til okkar á ný og væntum við að hann verði klár fyrir tímabilið í 1.deild sem hefst í október.

Nebo, eins og hann er nefndur hér heim, var með 15 stig og 5 fráköst í leik og var frábær bæði innan sem utan vallar. Skoraði hann mest 27 stig í einum leik og tók mest 13 fráköst. Það er mikil gleði að fá þennan geðuga pilt til baka.

 

 

Þess má geta að mfl.karla hefur leik núna á laugardag þegar þeir taka á móti firnasterku liði Tindastóls í Lengjubikarnum. Er leikurinn settur á kl.17.00 á laugardaginn 13.september og er að sjálfsögðu á Jakanum.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Æfingataflan klár

Körfubolti | 08.09.2014
Þessi klár í slaginn
Þessi klár í slaginn

Þá er vetrarstarfið farið á fullt og æfingataflan tilbúin.

 

Hana er að finna hér eða undir skrár og skjöl hér til hliðar.

 

 

Nánar

Körfuboltadagurinn á morgun

Körfubolti | 05.09.2014

Vetrarstarf yngri flokka KFÍ hefst á morgun með hinum árlega Körfuboltadegi  á Torfnesi þar sem þjálfarar og æfingatafla vetrarins verða kynnt og krakkar á öllum aldri fá að spreyta sig með körfubolta í léttum æfingum og leikjum undir stjórn meistaraflokka félagsins. Fjörið stendur frá 11-13. Holl og góð hressing í boði og heitt á könnunni fyrir foreldra og forráðamenn.

ALLIR VELKOMNIR!

Nánar

Styttist í vetraræfingar yngri flokka

Körfubolti | 27.08.2014
Frá Körfuboltadeginum í fyrra.
Frá Körfuboltadeginum í fyrra.

Vetrarstarf KFÍ er nú í fullum undirbúningi og tekur ný æfingatafla allra flokka gildi mánudaginn 8. september. Þar sem vinna við tímaúthlutun í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar stendur enn yfir á vegum HSV tefst frágangur æfingatöflu KFÍ sem því nemur. Taflan verður birt hér á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir.

Við hefjum veturinn með látum laugardaginn 6. september en þá verður Körfuboltadagurinn haldinn með stæl í íþróttahúsinu Torfnesi. Við segjum nánar frá dagskrá hans þegar nær dregur en leggjum til að allir áhugasamir taki daginn frá milli kl. 11-14. Markmiðið með Körfuboltadeginum er að kynna körfuna fyrir ungum jafnt sem öldnum og marka um leið formlegt upphaf vetrarstarfs yngri flokka KFÍ.

Hlökkum til að sjá sem allra flesta í körfu í vetur!

Nánar

Birgir Björn kominn heim

Körfubolti | 07.07.2014
Birgir og Shiran kampakátir við undirritun samningsins
Birgir og Shiran kampakátir við undirritun samningsins

Þau gleðitíðindi voru að berast að Birgir Björn Pétursson okkar hafi ákveðið að koma aftur heim.

 

Fyrr í dag var ritað undir samkomulag til tveggja ára.  Birgir snýr nú á heimaslóðir til að byggja upp lið KFÍ.  Hann byrjaði að æfa ungur að aldri hjá KFÍ og er það minnistætt þegar fyrrum aðalþjálfari liðsins Tony Garbolotto sagðist sjá í Birgi öflugan leikmann sem gæti orðið lykilleikmaður liðsins.  Það má því segja að hann hafi verið sannspár því nú er sú stund runninn upp. 

 

Birgir mun verða lykilmaður í að leiða liðið á komandi tímabilum.  KFÍ vill vera í keppni með hinna bestu og mun Birgir gegna veigamiklu hlutverki í þeirri baráttu.

 

Birgir hefur átt afbragðsferil og var lykilleikmaður Valsliðsins á síðastliðnum árum.  Hann hefur vaxið á hverju ári og er nú í æfingahópi íslenska landsliðsins í körfuknattleik.  Birgir er jafnframt íþróttafræðingur og mun koma að þjálfun yngri leikmanna.

 

Frekari frétta af leikmannamálum félagsins má vænta á næstu dögum og vikum.

Nánar