KFÍ tekur á móti Breiðablik í 1. deild karla föstudaginn 14. nóvember kl. 19.15. Blikar hafa farið ágætlega af stað í vetur, sigrað tvo leiki en tapað tveimur. Okkar menn lögðu Þór frá Akureyri á útivelli í síðustu umferð svo þetta verður án efa hörkuleikur.
NánarKFÍ vann sinn fyrsta sigur í vetur í fyrstu deild karla með sigri á liði Þórs frá Akureyri. Þór Akureyri, eins og KFÍ var búið að tapa öllum sínum leikjum í vetur. Fyrirfram var búist við baráttuleik sem varð raunin. Leikurinn fór að lokum 68-80 KFÍ í vil.
NánarUm helgina kepptu tvö minniboltalið stúlkna frá KFÍ á fjölliðamóti á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði liðin stóðu sig vel og unnu alla sína leiki örugglega nema hvað KFÍ b tapaði með litlum mun fyrir systurliði sínu KFÍ a. Stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks, spiluðu gríðarsterka vörn og börðust um alla bolta. Leikgleðin og baráttuandinn voru alls ráðandi og ljóst að þarna er á ferðinni hópur sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
KFÍa - Haukar: 45 - 19
KFÍa - KFÍb: 38 - 29
KFÍa - Breiðablik b: 46 - 16
KFÍa - Breiðablik a: 60 - 16
KFÍb - KFÍa: 29 - 38
KFÍb - Breiðablik a: 47 - 27
KFÍb - Haukar: 53 - 16
KFÍb - Breiðablik b: 36 - 16
Nánar
KFÍ teflir fram tveimur liðum til keppni í fjöllliðamóti minnibolta stúlkna sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem tvö körfuboltalið koma frá Ísafirði úr sama aldurshópi en æfingahópurinn samanstendur af 15-20 stúlkum á aldrinum 10-12 ára. Þær byrjuðu flestar að æfa í fyrrahaust og hafa tekið miklum framförum á skömmum tíma.
Fjórtán stúlkur taka þátt í móti helgarinnar þar sem þær munu spila undir stjórn Labrenthiu Murdock, þjálfara og leikmanns meistaraflokks kvenna, sem nýverið gekk til liðs við þjálfarahóp yngri flokka KFÍ en stúlkurnar hafa í haust æft undir stjórn Evu Margrétar Kristjánsdóttur, leikmanns meistaraflokks kvenna. Með í för eru einnig tveir fararstjórar, Mariam Esmail og Steinþór Bragason, sem einnig tók að sér bílstjórahlutverkið, en hann gerði sér lítið fyrir og sérmerkti rútu hópsins með aðstoð Fánasmiðjunnar. Vonandi hefur það forspárgildi og er til marks um að KFÍ keppnishópar muni í framtíðinni ferðast um í eigin rútum.
Við óskum þessum flotta stúlknahópi góðs gengis um helgina. Áfram KFÍ!
Nánar
Frábær ferð á Sambíómót Fjölnis í Grafarvogi er að baki. KFÍ sendi 13 iðkendur á aldrinum 8-9 ára til keppni að þessu sinni en löng hefð er fyrir því að yngri flokkar KFÍ sæki þetta tiltekna mót. KFÍ krakkar kepptu í tveimur liðum, stelpu og strakaliðum undir öruggri stjórn Rósu Överby og Lilju Júlíusdóttur.
NánarLeikur KFÍ og Þórs frá Þorlákshöfn sem fram fór í kvöld á Jakanum var spennandi frá upphafi til enda. KFÍ liðið sýndi góða takta og velgdi í sterku liði Þórs verulega undir uggum eða allt þar til í blálokinn þegar gestirnir sigu framúr.
NánarKFÍ mætir úrvalsdeildarliðinu Þór frá Þorlákshöfn í 32-liða úrslitum Powerade bikarsins hér heima mánudaginn 3. nóvember kl. 19.15. Athugið breyttur leiktími þar sem leiknum var frestað vegna veðurs.
NánarKörfuknattleikssamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeið nú í nóvember. Námskeiðið mun verða kennt á veraldravefnum með fjarkennslu.
KFÍ hvetur alla áhugasa til að skrá sig á kki@kki.is. Kostnaður við námskeiðið er kr. 4.000 og mun KFÍ greiða gjaldið. Nánari upplýsingar má finna hér á vef KKÍ.
http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=12657
Nánar
Í kvöld, miðvikudaginn 29. október, munu iðkendur í yngri flokkum KFÍ að ganga í hús og selja eðalkaffi frá Te og kaffi. Seldar verða tvær tegundir af kaffi og hægt að fá bæði baunir og malað kaffi. Um er að ræða 400 gr poka sem kosta 1.500 krónur. Við biðjum fólk að taka vel á móti krökkunum og styðja við bakið á þeim í þessari fjáröflun fyrir keppnisferðir vetrarins.
NánarKvennalið KFÍ tapaði baráttuleik gegn Stjörnunni dag, sunnudaginn 26. október, 69-79. Stjörnukonur tefla fram sterku liði og hafa verið á miklu flugi í upphafi keppnistímabilsinsog höfðu unnið báða leiki sína fram að þessu með 20 stiga mun. KFÍ stelpur áttu í fullu tréi við Stjörnuna í leiknum og sýndu baráttu og dugnað sem mun skila miklu í vetur.
Nánar