Fréttir - Körfubolti

Karlaliðið mætir ÍA og kvennaliðið Stjörnunni

Körfubolti | 24.10.2014

Karlalið KFÍ mætir ÍA hér heima í kvöld klukkan 19:15 og kvennaliðið mætir Stjörnunni á sunnudag kl. 14:30.

Nánar

KFÍ teflir fram kvennaliði á ný

Körfubolti | 23.10.2014
Hluti af hópnum á æfingu í gær ásamt þjálfara sínum Labrenthiu Murdock-Pearson.
Hluti af hópnum á æfingu í gær ásamt þjálfara sínum Labrenthiu Murdock-Pearson.

Segja má að ákveðnum áfanga hafi verið náð í haust með því að KFÍ teflir á ný fram kvennaliði í meistaraflokk á Íslandsmótinu. Kvennalið félagsins hefur legið niðri frá tímabilinu 2012-2013. Stelpurnar hafa þegar leikið einn leik en á sunnudaginn kl. 14:30 leika þær sinn fyrsta heimaleik á Tofnesi og því er full ástæða til að kynna liðið nánar.

Nánar

Kynning á karlaliði KFÍ

Körfubolti | 22.10.2014
Birgir Björn Pétursson er snúinn aftur heim. Hér tekst hann á við forvera sinn í miðherjastöðu KFÍ, Mirko Stefán Virijevic, í æfingaleik gegn Njarðvík í haust. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.
Birgir Björn Pétursson er snúinn aftur heim. Hér tekst hann á við forvera sinn í miðherjastöðu KFÍ, Mirko Stefán Virijevic, í æfingaleik gegn Njarðvík í haust. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs meistarflokks KFÍ fyrir þessa leiktíð. Þar sem keppnistímabilið er hafið er ekki úr vegi að fara yfir leikmannahópinn og kynna hann rækilega fyrir lesendum síðunnar. 

Nánar

Tvö töp í dag hjá meistaraflokkum

Körfubolti | 19.10.2014

Síðari viðureign KFÍ og Hattar lauk í dag með 5 stiga tapi okkar manna 65-70. Heimamenn leiddu megnið af fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gáfu þeir eftir og gestirnir tóku forystu sem þeir létu ekki af hendi. Seinnipartinn í dag lék meistaraflokkur kvenna sinn fyrsta leik í 1. deildinn gegn sterku liði Njarðvíkur og tapaðist leikurinn 81-41. 

Nánar

Á brattann að sækja hjá minnibolta strákunum

Körfubolti | 19.10.2014
Strákarnir gera sig klára í fyrsta leikinn ásamt Atli Rúnar Sigþórssyni, sem stýrir liðinu um helgina, og Ómari Helgasyni fararstjóra.
Strákarnir gera sig klára í fyrsta leikinn ásamt Atli Rúnar Sigþórssyni, sem stýrir liðinu um helgina, og Ómari Helgasyni fararstjóra.

Stákarnir í minnibolta KFÍ keppa á sínu fyrsta fjölliðamóti um helgina. Það var á brattann að sækja hjá strákunum í gær (laugardag) og töpuðu þeir báðum leikjum dagsins, fyrri leikurinn var gegn Stjörnunni og fór hann 59 – 16 en sá seinni var gegn Breiðablik og fór hann 47 – 17. Strákarnir eru reynslunni ríkari eftir þennan fyrsta dag og munu án efa berjasts vel í dag þegar seinn umferðin fer fram.

Nánar

Tap í fyrri leiknum gegn Hetti

Körfubolti | 18.10.2014
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans mæta Hetti aftur á morgun kl. 14:00.
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans mæta Hetti aftur á morgun kl. 14:00.

Fyrri viðureign KFÍ og Hattar um helgina lauk í kvöld með fimm stiga sigri gestanna. Svekkjandi tap hjá okkar strákum sem leiddur megnið af leiknum. Viðureignin var þó mjög jöfn og yfirleitt ekki nema fáein stig sem skildu liðin að. KFÍ strákar náðu þó góðum spretti í þriðja leikhluta og náðu mest 11 stiga forystu. Í síðasta leikhlutanum sýndi liðið ekki nógu mikla skynsemi og tapaði forystunni niður á síðustu mínútum leiksins og því fór sem fór.

Nánar

Tveir heimaleikir og einn útileikur um helgina

Körfubolti | 16.10.2014
Kjartan Helgi Steinþórsson leikstjórnandi KFÍ stendur í ströngu um helgina. Auk þess að spila tvo leiki með karlaliðinu eru tveir flokkar sem hann þjálfar að spila á fjölliðamótum fyrir sunnan.
Kjartan Helgi Steinþórsson leikstjórnandi KFÍ stendur í ströngu um helgina. Auk þess að spila tvo leiki með karlaliðinu eru tveir flokkar sem hann þjálfar að spila á fjölliðamótum fyrir sunnan.

Það verður í nógu að snúast hjá leikmönnum KFÍ um helgina. Karlaliðið mætir Hetti frá Egilsstöðum í tveimur heimaleikjum á laugardag og sunnudag og kvennalið KFÍ spilar sinn fyrsta leik í 1. deild gegn Stjörnunni á útivelli.

Nánar

Góð helgi hjá minnibolta stúlkna

Körfubolti | 14.10.2014
Hópurinn ásamt Evu þjálfara.
Hópurinn ásamt Evu þjálfara.
1 af 2

Um nýliðna helgi, 10.-11. október, fór fram fyrsta fjölliðamót Íslandsmótsins í minnibolta stúlkna hér á Ísafirði. KFÍ stelpur tóku á móti Ármanni og Breiðablik og voru leiknar tvær umferðir. KFÍ stelpurnar stóðu sig frábærlega í þessum fyrstu leikjum sínum á Íslandsmótinu og sýndu og sönnuðu að þær eiga framtíðna fyrir sér. 

Nánar

Naumt tap gegn FSu

Körfubolti | 10.10.2014
Pance Ilievski átti góða spretti í kvöld og leiddi stigaskorun heimamanna með 20 stig.
Pance Ilievski átti góða spretti í kvöld og leiddi stigaskorun heimamanna með 20 stig.

Strákarnir í KFÍ töpuðu naumt í sínum fyrsta heimaleik gegn FSu í kvöld 71-72. Leikurinn fór seint í gang og á fyrstu fimm mínútunum voru aðeins skoruð níu stig í heildina. Það var því sannakallaður haustbragur á spilamennsku beggja liða í upphafi leiksins en þegar á leið lifnaði yfir honum og endaði með mikilli spennu í lokinn.

Nánar

„Ætlum að setja tóninn strax“ KFÍ – FSu í kvöld!

Körfubolti | 10.10.2014
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans í karlaliði KFÍ eru tilbúnir í slaginn í kvöld.
Birgir Örn Birgisson og lærisveinar hans í karlaliði KFÍ eru tilbúnir í slaginn í kvöld.

Karlalið KFÍ hefur leik í 1. deildinni með heimaleik í kvöld kl. 19.15 og mætir sterku liði FSu.  Að sögn Birgis Arnar Birgissonar þjálfara KFÍ er góð stemmning í hópnum fyrir leikinn. „Það er tilhlökkun og spenningur í leikmönnum að byrja fyrsta leik vetrarins. Þetta er það sem við erum búnir að vera að æfa fyrir og menn eru tilbúnir í verkefnið." 

Nánar