Um síðastliðna helgi tók 7. – 9. flokkur KfÍ þátt í 9. flokks fjölliðamóti. Liðið lék 3 leiki og töpuðust þeir allir. Þurfti liðið að kljást við veikindi, meiðsli og eldri stráka. Heilt yfir var frammistaðan ásættanleg, leikmenn voru baráttuglaðir þó svo á stundum væri við ofurefli að etja. Gott spil sást og strákar greinilega í framför.
Leikur #1
KFÍ – Njarðvík 42-57
Okkar drengir byrjuðu vel, komust í 7-0 og voru að spila ágætlega, gott samspil og fínn varnarleikur. Svo fór að halla undan og Njarðvíkingar ná góðri forystu sem við náum ekki að vinna upp þrátt fyrir góða baráttu.
Stigin:
Haukur Jakobsson 19
Hugi Hallgrímsson 8
Rúnar Guðmundsson 5
Hilmir Hallgrímsson 4
Tryggvi Fjölnisson 2
Blessed Parilla 2
Benedikt Guðnason 2
Daníel Wale 0
Þorleifur Ingólfsson 0
Egill Fjölnisson 0
Leikur #2
KFÍ – Hamar 28-68
Okkar menn byrja vel, ná forystu 8- 3 en klára fyrsta fjórðung illa og staðan eftir fyrsta 8-15. Í kjölfarið missa drengirnir móðinn gegn sterkum Hamarsmönnum sem unnu riðilinn. Veikindi lykilmanna hjálpuðu ekki til en ódýrt að fela sig á bak við afsakanir. Sumir drengjanna gáfust þó aldrei upp og börðust allan tímann og eiga hrós skilið. Alltaf að gera sitt besta þó svo andstæðingurinn sé erfiður.
Stigin:
Haukur 12
Blessed 6
Tryggvi 4
Daíel 4
Hugi 2
Leikur#3
KFÍ – Ármann 62-45
Á ýmsu gekk í þessum leik. Haukur gat ekki verið með sökum veikinda, Rúnar náði í sína 5. villu í 2. fjórðungi og Hugi meidd sig á fingri í þeim þriðja og Tryggvi á mjöðm í þeim fjórða. Hinir sem eftir stóðu gáfu sig í verkefnið og stóðu sig stórvel og hinar reyndar á meðan þeirra naut við. Ágætis leikur af okkar hálfu, stórfínt spil á köflum og strákar nýttu síðustu orkudropana vel en þetta var þriðji leikur þeirra á sama deginum. Mótið var klárað á einum degi þar sem Sindri frá Hornafirði þurfti að draga lið sitt úr keppni.
Stigin:
Hilmir 11
Rúnar 8
Daníel 7
Bensi 6
Tryggvi 5
Blessed 4
Egill 2
Uppskeran var því enginn sigur í þremur leikjum. Hið jákvæða sem við getum tekið úr þessu er baráttugleði drengjanna sem og greinilegar framfarir, farnir að spila mun betur saman. Hafa þarf í huga að sumir okkar manna eru að spila 2 ár upp fyrir sig sem er erfitt á þessum aldri en það þýðir að þeir fá bara þeim mun meira út úr þessu.
Nánar
Í gærkvöldi tapaði karlalið KFÍ naumlega í spennuleik gegn ÍA 70-71 hér heima. Veturinn hefur því byrjað brösulega hjá liðinu sem hefur ekki enn unnið leik í deildarkeppninni. Allir hafa ósigrarnir verið naumir og leikirnir spennandi enda tapast með litlum mun.
NánarKarlalið KFÍ mætir ÍA hér heima í kvöld klukkan 19:15 og kvennaliðið mætir Stjörnunni á sunnudag kl. 14:30.
NánarSegja má að ákveðnum áfanga hafi verið náð í haust með því að KFÍ teflir á ný fram kvennaliði í meistaraflokk á Íslandsmótinu. Kvennalið félagsins hefur legið niðri frá tímabilinu 2012-2013. Stelpurnar hafa þegar leikið einn leik en á sunnudaginn kl. 14:30 leika þær sinn fyrsta heimaleik á Tofnesi og því er full ástæða til að kynna liðið nánar.
NánarMiklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs meistarflokks KFÍ fyrir þessa leiktíð. Þar sem keppnistímabilið er hafið er ekki úr vegi að fara yfir leikmannahópinn og kynna hann rækilega fyrir lesendum síðunnar.
NánarSíðari viðureign KFÍ og Hattar lauk í dag með 5 stiga tapi okkar manna 65-70. Heimamenn leiddu megnið af fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gáfu þeir eftir og gestirnir tóku forystu sem þeir létu ekki af hendi. Seinnipartinn í dag lék meistaraflokkur kvenna sinn fyrsta leik í 1. deildinn gegn sterku liði Njarðvíkur og tapaðist leikurinn 81-41.
NánarStákarnir í minnibolta KFÍ keppa á sínu fyrsta fjölliðamóti um helgina. Það var á brattann að sækja hjá strákunum í gær (laugardag) og töpuðu þeir báðum leikjum dagsins, fyrri leikurinn var gegn Stjörnunni og fór hann 59 – 16 en sá seinni var gegn Breiðablik og fór hann 47 – 17. Strákarnir eru reynslunni ríkari eftir þennan fyrsta dag og munu án efa berjasts vel í dag þegar seinn umferðin fer fram.
NánarFyrri viðureign KFÍ og Hattar um helgina lauk í kvöld með fimm stiga sigri gestanna. Svekkjandi tap hjá okkar strákum sem leiddur megnið af leiknum. Viðureignin var þó mjög jöfn og yfirleitt ekki nema fáein stig sem skildu liðin að. KFÍ strákar náðu þó góðum spretti í þriðja leikhluta og náðu mest 11 stiga forystu. Í síðasta leikhlutanum sýndi liðið ekki nógu mikla skynsemi og tapaði forystunni niður á síðustu mínútum leiksins og því fór sem fór.
NánarÞað verður í nógu að snúast hjá leikmönnum KFÍ um helgina. Karlaliðið mætir Hetti frá Egilsstöðum í tveimur heimaleikjum á laugardag og sunnudag og kvennalið KFÍ spilar sinn fyrsta leik í 1. deild gegn Stjörnunni á útivelli.
NánarUm nýliðna helgi, 10.-11. október, fór fram fyrsta fjölliðamót Íslandsmótsins í minnibolta stúlkna hér á Ísafirði. KFÍ stelpur tóku á móti Ármanni og Breiðablik og voru leiknar tvær umferðir. KFÍ stelpurnar stóðu sig frábærlega í þessum fyrstu leikjum sínum á Íslandsmótinu og sýndu og sönnuðu að þær eiga framtíðna fyrir sér.
Nánar