Eva Margrét okkar er kominn í æfingahóp A-landsliðs Íslands en hún er fyrir ein af aðalleikmönnum U-18 ára landsliðsins. Stúlkan varð sem flestir vita Íslandsmeistari með liði Snæfells og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta ári í efstu deild. Það er ljóst að Eva er mikill afreksmaður og var kosin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir tveim árum og er að sýna og sanna að það var engin tilviljun.
Nánar
Ný stjórn KFÍ hélt sinn fyrsta fund í dag en stjórnarskipti urðu á aðalfundi KFÍ síðastliðinn miðvikudag. Neil Shiran Þórisson tekur nú aftur við stjórnartaumum félagsins en hann var formaður starfsárið 2010-2011. Með honum í stjórn eru Guðni Ólafur Guðnason, gjaldkeri, Birna Lárusdóttir, ritari, Anna Valgerður Einarsdóttir og Ingi Björn Guðnason, meðstjórnendur, en þau koma bæði ný inn í stjórn. Varamenn eru Sævar Óskarsson, Magnús Þór Heimisson og Óðinn Gestsson. Úr aðalstjórn fara nú Óðinn og Ingólfur Þorleifsson og færir félagið þeim bestu þakkir fyrir óeigingjörn störf um árabil. Sævar Óskarsson lét af formennsku síðla vetrar og eru þakkir til hans ítrekaðar en allir þrír munu áfram koma að störfum félagsins í gegnum ráð og nefndir.
Mikill hugur er í nýrri stjórn og er undirbúningur næsta leiktímabils þegar hafinn. Meistaraflokkur karla mun leika í 1. deild á næstu leiktíð undir stjórn Birgis Arnar Birgissonar auk þess sem verið er að kanna möguleikana á því að endurvekja meistaraflokk kvenna eftir eins árs hlé. Ganga þær þreifingar vel. Undirbúningur hinna árlegu Körfuboltabúða KFÍ er einnig vel á veg kominn en þær fara fram 3.-8. júní. Mikil fjölgun hefur einnig orðið í yngstu flokkum félagsins í vetur ekki síst meðal stúlkna og mun félagið áfram leggja ríka áherslu á uppbyggingu barna- og unglingastarfsins.Nýrrar stjórnar bíða því ærin verkefni og er stefnan sett á að KFÍ verði í röð þeirra bestu á afmælisárinu 2015 en þá verða 50 ár liðin frá stofnun félagsins.
Á fundinum í dag var einnig skipað í ráð félagsins. Í nýju barna- og unglingaráði sitja nú: Birna Lárusdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Elvar Ingason, Júlíus Ólafsson, Guðný Alda Gísladóttir og Árni Heiðar Ívarsson. Í nýju meistaraflokksráði sitja: Óðinn Gestsson, Ingólfur Þorleifsson og Magnús Þór Heimisson.
Ítarlegar árskýrslur aðalstjórnar og barna- og unglingaráðs fyrir starfsárið 2013-2014 er að finna hér á heimasíðu félagsins undir hnappnum Um KFÍ/málefni stjórnar.
NánarÞað er að koma lokamynd á þjálfarateymið okkar í æfingabúðum KFÍ sem verða 3-8.júní n.k. og fyrir eru komnir þeir Finnur Stefásson, Borce Ilievski, Arnar Guðjónsson og Eric Olsen. Núna var að bætast við Helena Sverrisdóttir sem spilar með DKSK-MISI í Ungverjalandi. Það þarf varla að kynna Helenu en hún er akkeri okkar í íslenska landsliðinu og hefur verið atvinnumaður í Slóvakíu og núna í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist frá TCU í USA og stóð sig frábærlaga þar. Helena hefur staðið fyrir nokkrum æfingabúðum fyrir stelpur hér á landi og kemur með mikla reynslu með sér. Það er okkur mikil ánægja að fá Helenu hingað og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.
Við erum að klára að ganga frá þjálfaralistanum og verður komin lokamynd á það á allra næstu dögum.
NánarÞað þekkja allir fyrrum leikmann okkar Jason Smith sem lék með okkur fyrri hluta tímabils með frábærum árangri og af mörgum talinn eins sá albesti sem spilað hefur með KFÍ. Hann fór um áramót til Brasilíu í efstu deildina þar og hefur heldur betur verið að standa sig. Hann spilar með Mogi das Cruzes/Helbor í efstu deild og enduðu þeir tímabilið í tólfta sæti af sautján. Þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu út liðið sem endaði í fimmta sæti 3-1 og eru komnir í átta liða úrslit.
Jason hefur fallið einkar vel inn í Mogi og hefur átt frábært tímabil síðan hann kom. Þeir sem vilja fylgjast með honum geta klikkað Hér á síðuna hans á Facebook og er næsti leikur hans á morgun 25.apríl og setur hann alltaf inn tengil sem hægt er að fylgjast með leikjunum í beinni á netinu.
Það er gaman að sjá fyrrum félaga og vin standa sig svona vel og hefur samband reglulega.
Nánar
Við minnum á aðalfund KFÍ sem verður haldinn á morgun, síðasta vetrardag, á veitingastaðnum við Pollinn á Hótel Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 18. Venjulega aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Allir áhugasamir velkomnir!
NánarÁ skírdag standa yngri flokkar KFÍ fyrir kaffihúsi og kökubasar í íþróttahúsinu Torfnesi í tengslum við hið árlega Páskaeggjamót KFÍ. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til barna- og unglingastarfs félagsins. Svipuð fjáröflun fór fram á skírdag í fyrra og gekk vonum framar.
Heimamenn, gestir og gangandi á Skíðaviku er hvattir til að leggja leið sína í íþróttahúsið, horfa á eða spila skemmtilegan körfubolta og fá sér gott með kaffinu í leiðinni. Mótið hefst kl. 11 og þá um leið opna kaffihúsið og kökubasarinn. Opið verður frameftir degi á meðan kræsingarnar endast.
NánarAðalfundur KFÍ 2014 verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl, síðasta vetrardag. Fundurinn fer fram á veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 18.00.
Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 7. gr. laga félagsins:
Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn
eru hvattir til að mæta á fundinn.
8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.
Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.
Aðalfundur KFÍ 2014 verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl, síðasta vetrardag. Fundurinn fer fram á veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði og hefst kl. 18.00.
Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf eins og kveðið er á um í 7. gr. laga félagsins:
Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn
eru hvattir til að mæta á fundinn.
8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.
Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.
Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.
Frá og með helginni taka yngri flokkar KFÍ páskahlé frá hefðbundnum æfingum. Þær hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 22. apríl. Ekki má þó gleyma Páskaeggjamóti KFÍ og Nóa Síríus sem verður á sínum stað á skírdag.
NánarHið árlega páskaeggjamót KFÍ og Nóa Siríus fer fram venju samkvæmt á Skírdag. Hefst það kl. 11.00.
Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá KFÍ
Reglur í 2 á 2 mótinu hér í meira: