Fréttir - Körfubolti

Sumaræfingar yngri flokka að hefjast

Körfubolti | 30.06.2014

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí, hefjast sumaræfingar yngri flokka KFÍ og eru þær ætlaðar krökkum fæddir 2003 og eldri. Æft verður í íþróttahúsinu á Torfnesi tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17. Það er enginn annar en Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla, sem heldur utan um æfingar sumarsins og því eiga krakkarnir von á flottum og uppbyggilegum æfingum sem halda þeim við efnið fram að því að vetrardagskrá KFÍ hefst í september. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir þess að iðkendur félagsins nýti þetta tækifæri vel til að halda sér í formi og hvetur einnig áhugasama krakka, sem vilja spreyta sig í körfunni, til að kíkja á æfingarnar. Æfingagjaldinu er stillt mjög í hóf og verður innheimt í lok sumars þegar fyrir liggur hve margar æfingar hver og einn hefur getað nýtt sér.

Nánar

Ný karfa og boltar í boði KFÍ og Vestfirskra verktaka

Körfubolti | 16.06.2014
Hressir krakkar á Eyrarsól undir nýju körfunni frá KFÍ
Hressir krakkar á Eyrarsól undir nýju körfunni frá KFÍ

Krakkarnir á leikskóladeildinni Eyrarsól við Austurveg á Ísafirði geta nú æft sig af kappi í körfubolta því Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar í samstarfi við Vestfirska verktaka hefur sett upp veglega körfu á leiksvæði krakkanna. Karfan ásamt nokkrum boltum er gjöf frá barna- og unglingaráði KFÍ en Vestfirskir verktakar gáfu efni og vinnu við uppsetningu til að verkefnið yrði að veruleika. KFÍ þakkar Vestfirskum kærlega fyrir stuðninginn og aðstoðina.

 

Leiksvæðið, sem er á Austurvegi milli Sundhallarinnar og Grunnskólans á Ísafirði, er sameiginlegt fyrir yngsta stigið í skólanum og Dægradvöl og því munu krakkar á aldrinum 5-9 ára njóta góðs af þessari ágætu viðbót við svæðið en staðsetningin var valin í samráði við GÍ. Lítill sparkvöllur er á svæðinu ásamt nokkrum leiktækjum og þótti forsvarsmönnum KFÍ þörf á að auka við boltaflóruna hjá yngsta aldurshópnum. Frekari framkvæmdir eru framundan við skólalóð GÍ og væntir KFÍ þess að vel verði hugað að bættri aðstöðu fyrir boltagreinarnar, ekki síst körfuboltann. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudag þegar KFÍ afhenti hressu krökkunum á Eyrarsól og starfsfólki deildarinnar körfuna formlega til eignar ásamt nokkrum körfuboltum.

Nánar

Sumarfjarnám í þjálfaramenntun

Körfubolti | 15.06.2014

ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun eins og mörg undanfarin ár.  Að þessu sinni verður nám á öllum þremur stigunum í boði, 1. 2. og 3. stigi almenns hluta.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og með auknum áherslum á fagþekkingu og fagleg vinnubrögð íþróttaþjálfara í hvívetna eykst þörfin á náminu enn frekar.

 

Allar frekari uppl. um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is

Nánar

Allt á fleygiferð í Körfuboltabúðum KFÍ

Körfubolti | 05.06.2014

Rífandi gangur er í Körfuboltabúðum KFÍ en þær voru formlega settar á þriðjudagseftirmiðdag og er þetta sjötta árið í röð sem búðirnar fara fram.  Alls taka 90 krakkar á aldrinum 10-18 ára frá  átta félögum víðsvegar um land þátt í búðunum og hefur fjöldi iðkenda sjaldan verið meiri. Góður hópur foreldra og fararstjóra fylgir krökkunum og allir hjálpast að við að gera búðirnar sem best úr garði. Heimavist Menntaskólans á Ísafirði er fullskipuð og mikið gengur á í mötuneyti skólans þar sem þær Lúlú og Ella ráða ríkjum enda þarf mikinn mat ofan í krakka sem æfa fjórum sinnum á dag.

 

Gærdagurinn gekk eins og í sögu en Finnur Freyr Stefánsson, yfirþjálfari, gerði nokkrar breytingar á dagskránni frá því í fyrra og hafa þær mælst vel fyrir. Í gær hlýddu krakkarnir á fyrirlestur hjá Helenu Sverrisdóttur, landsliðskonu og atvinnumanni í körfubolta en hún er einn af aðalþjálfurum búðanna. Í dag skellti hópurinn sér út í góða veðrið í jógatíma hjá Gunnhildi Gestsdóttur, jógakennara á Ísafirði.

 

Veðrið leikur við iðkendur, þjálfara og gesti búðanna og spáin lofar góðu. Búðunum lýkur formlega kl. 15 á sunnudag, hvítasunnudag. Hægt er að fylgjast með gangi búðanna og sjá ógrynni af myndum á facebook "Körfuboltabúðir KFÍ". 

Nánar

Kjartan Helgi Steinþórsson í KFÍ

Körfubolti | 24.05.2014
Kjartan Helgi Steinþórsson kominn í KFÍ
Kjartan Helgi Steinþórsson kominn í KFÍ

Í dag var skrifað undir samning við Kjartan Helga Steinþórsson úr Grindavík. Það var gert fyrir sunnan og var Birgir Örn þjálfari þar og kláraði málin. Kjartan er nítjan ára gamall 193 cm á hæð og er leikstjórnandi/skotbakvörður og  kemur frá Grindavík. Hann fór til BNA til að spila körfu og til náms árið 2011 og spilaði með gríðarlega sterku liði Warren Hardin skólanum sem sigraði í sínum riðli í 1.deildinni og komust í átta liða úrslit. Hann var þar sem skiptinemi og vegna reglna í High School sem eru úti gat hann ekki haldið áfram í skólanum þar og fluttist hann í Hamton Roads Academy í Virginíu og var þar einn af burðarásum liðsins og var ofarlega i allri tölfræðinni. Þaðan hélt hann til 2. deildar háskólann Southwest Baptist í NCAA  en þessi skóli var einum of mikill í trúfræðinni og ekki í boði að vera þar í þrjú ár. Hann hélt því til uppeldisfélags hans Grindavík og var þar í vetur. Kjartan er í U-20 landliðshópnum ásamt Jóa okkar.

 

Það eru góðar fréttir að ungu krakkanir séu farnir að líta til KFÍ þar sem stjórn og þjálfarinn okkar Birgir Örn ætla sér stóra hluti. Núna eru tveir ungir leikmenn búnir að skrifa undir og er von á frekari fréttir á næstu dögum.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Eva Margrét komin heim

Körfubolti | 20.05.2014
Eva er hér með Shiran formanni og Bigga þjálfara KFÍ
Eva er hér með Shiran formanni og Bigga þjálfara KFÍ

Það eru frábærar fréttir að Eva Margrét Kristjánsdóttir hefur ákveðið að koma heim og spila með meistaraflokki kvenna hjá KFÍ. Eva sem er aðeins sautján ára gömul og varð Íslandsmeistari með liði Snæfells í Dominos deildinni í vor og var með 8 stig,6 fráköst og 3 stoðsendingar í leik. Hún var íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2012 og ein af burðarásum í unglingalandsliðinu í dag.

 

KFÍ ákvað á aðalfundi núna í apríl að koma bæði kvenna og karlaliðinu i toppbaráttu og þarna er stigið fyrsta skrefið hjá stelpunum. 

 

Eva er að fara með U-18 ára landsliði Íslands til Solna í Svíþjóð á NM og kemur heim rétt fyrir æfingabúðir KFÍ og mun þar verða ein af aðstoðarþjálfurum búðanna og þó að hún sé ung að árum þá getur hún svo sannnarlega kennt yngri iðkendum. Hún er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og bjóðum við hana hjartanlega velkomna heim.

 

Það verða fleiri góðar fréttir á næstu dögum hér á síðunni þannig að það er um að era að fylgjast vel með.

 

Áfram KFÍ

 

Nánar

Landsliðsþjálfari U-18 frá Paragvæ í Æfingabúðir KFÍ

Körfubolti | 17.05.2014

Arturo Alvarez  er einn af ungu efnilegu þjálfurunum í Evrópu þessa stundina. Arturo kemur frá Spáni og er með FIBA réttindi frá 2010 og hefur þjálfað víða um Evrópu og er íþróttakennari að mennt. Hann þjálfaði Lið Palmeiras í Brasilíu síðasta tímabil í NBB deildinni. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Paragvæ U-18. Hann hefur þjálfað í ABC deildinni á Spáni með körlum og einnig í LPB sem er besta kvennadeildin. Arturo hefur einnig þjálfað í NBB, LF2, LEB Gold deildunum. Og síðast en alls ekki síst var hann framkvæmdarstjóri "Caldaron NBA Summer Camp" 2006 og 2007. Það er mikill fengur að fá þennan dreng í hóp okkar frábæru þjálfara.

 

Þjálfaraferill:

 

2013/14 BVM2012   (Spain)

2012/13 Palmeiras NBB (Brazil Top League)

2010/11 FC Barreirense LNP (Portugal Top League)

2009/10  Meridiano Alicante ACB (Spain Top League)

2008/09 Bruesa GBC ACB (Spain Top League)

2007/08 Bruesa GBC LEB Gold

2006/07 Etosa Alicante ACB (Spain Top League)

2005/06 Alerta Cantabria Lobos LEB Gold

NATIONAL TEAMS

2012 Paraguay NT Head Coach. FIBA  Southamerican Championship. Resistencia (Argentina) 2012.

2012 Paraguay NT Head Coach U-15. FIBA Southamerican Championship. Punta del Este (Uruguay) 2012.

2011 Paraguay NT Head Coach. FIBA America Tournament. Preolímpic Mar del Plata (Argentina) 2011.

2011 Paraguay NT Head Coach U-17­ Southamerican Championship. Cúcuta (Colombia) 2011.

2010 Paraguay NT Head Coach  Male. Southamerican Championshipo 2010. Neiva (Colombia).

2010 Paraguay NT Head Coach Female. Southamerican Championship 2010. Santiago (Chile).

2009 Principado de Asturias NT Head Coach.

 2001/02 Principado de Asturias NT Head Coach U-15.

2000/01 Principado de Asturias NT Head Coach U-13.

1999/00 Principado de Asturias NT Assistant Coach U-13.

 

-GÞ

 

Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka á laugardaginn

Körfubolti | 14.05.2014

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin með pompi og prakt í íþróttahúsinu Torfnesi á laugardaginn kemur, 17. maí. Hátíðin stendur frá 11-13 og er ætluð öllum iðkendum félagsins á aldrinum 4-18 ára, fjölskyldum þeirra og velunnurum félagsins. Veittar verða viðurkenningar, allir fá að spreyta sig á fjölbreyttum körfuboltastöðvum þar sem verðlaun verða í boði og hátíðinni lýkur síðan með veglegri grillveislu og ís í boði félagsins og styrktaraðila.

Mikil gróska hefur verið í starfsemi yngri flokka KFÍ í vetur, einkum í yngstu aldurshópunum og hefur stúlkum fjölgað verulega. Vetraræfingum lýkur senn en stefnt er að sumaræfingum tvisvar í viku fyrir 10 ára og eldri og hefjast þær í lok júní. Framundan eru einnig Körfuboltabúðir KFÍ, sem fram fara 3.-8. júní, en þær eru stærsta einstaka verkefnið sem félagið ræðst í á ári hverju og eru þær nú haldnar í sjötta sinn.

Nánar

Jóhann Jakob Friðriksson valinn í æfingahóp U-20 landsliðshóp Íslands

Körfubolti | 13.05.2014

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið Jóhann Jakob Fiðriksson æfingahóp sinn.


Leikmennirnir munu koma saman og æfa helgina 16.-18. maí. Verkefni sumarsins er Norðurlandamót U20 ára liða sem fram fer í Finnlandi um miðjan júlí. 

 

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Jóhann Jakob sem hefur verið gríðarlega duglegur að æfa og fékk traust Birgis Arnar þjálfara í vetur með meistaraflokki KFÍ. Þetta sýnir og sannar enn og aftur að dugnaður og vilji eru tól sem koma ungu og efnilegu fólki áfram.

 

Við hjá KFÍ óskum Jóa okkar góðs gengis.

 

 

Nánar

Búðaskráningar standa sem hæst

Körfubolti | 06.05.2014

Nú eru einungis fjórar vikur þar til fjörið hefst í Körfuboltabúðum KFÍ 2014 en búðirnar verða settar kl. 18 þriðjudaginn 3. júní. Skráningar hafa gengið vel en nú er mikilvægt að allir þeir sem enn eiga eftir að skrá sig drífi í því. Stjörnulið þjálfara er væntanlegt vestur undir forystu yfirþjálfarans Finns Freys, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari KR. Helena Sverris er búin að boða komu sína og Borce okkar verður á sínum stað svo fáir séu nefndir. Búðirnar standa fram á sunnudagseftirmiðdag 8. júní sem hittir á hvítasunnudag að þessu sinni. Tekið er við skráningum og fyrirspurnum á kfibudir@gmail.com en einnig er hægt að skrá sig hér á síðunni undir "Körfuboltabúðir 2014". Tekið skal fram að heimavistin er ætluð þeim sem lengst að koma og því er gisting ekki í boði fyrir KFÍ krakkana okkar frá Ísafirði og Bolungarvík.

Nánar