Fréttir - Körfubolti

Stelpustuð í KFÍ

Körfubolti | 11.11.2013
Heiðdís þjálfari með stelpurnar sína í minniboltanum.
Heiðdís þjálfari með stelpurnar sína í minniboltanum.

Það er sannkallað stelpustuð þessa dagana hjá KFÍ því mikil fjölgun hefur orðið á iðkendum í minnibolta stelpna í haust. Hátt í 20 stelpur á aldrinum 9-10 ára æfa núna körfubolta hjá félaginu undir styrkri stjórn Heiðdísar Hrannar Dal Magnúsdóttur.  Þær eru þegar búnar að fara á eitt mót,  Sambíómótið sem íþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi hélt í byrjun nóvember. Var KFÍ með tvö lið í þessum flokki og er nokkuð síðan slíkt hefur gerst innan félagsins og er það mikið gleðiefni. Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér í körfunni.

Nánar

Frábær barátta dugði ekki til, en allt annað KFÍ lið mætt til leiks

Körfubolti | 08.11.2013
Gústi vex með hverjum leik. Mynd Halldór Sveinbjörnsson/bb.is
Gústi vex með hverjum leik. Mynd Halldór Sveinbjörnsson/bb.is

Það voru margir búnir að spá að KR myndu mæta hér vestur og kjöldraga ungt og óreynt lið KFÍ og það leit út fyrir það eftir að KR nýttu sér hæð sína og bökkuðu strákana í KFÍ inn í teig og skoruðu körfur og fengu aukskotin á línunni. Allt plan KR var að ganga upp. Þeir pressuðu Jason hátt og komu honum úr takt vð leikinn og var farið að fara um suma. Staðan eftir fyrsta leikhluta var  28-16 og allt leit úr fyrir að KR myndu strauja strákana.

 

En með baráttu komust púkarnir í takt við leikinn og annar leikhuti var í járnum. Það voru þó gestirnir sem gengu í leikhlé með 46-57 stöðu sér í vil og vörnin hjá KFÍ ekki að standast gott áhlaup KR og var nýting þeirra um 80% inn í teig. 

 

Biggi hefur heldur betur hent í góða hálfleiksræðu og það var allt annað KFÍ lið sem kom til leiks eftir tepásuna. Vörnin fór að halda og það var alveg sama hvern Biggi sendi inn á völlinn baráttan var til fyrirmyndar og til marks um það skoruðu KR einungis 15 stig í þeim þriðja. Fjorði leikhluti var skemmtilegur og allir að kasta sér á bolta beggja vegna vallarins en að lokum kom reynsla KR til og gerði það gæfumuninn. Gestirnir fóru með sigur og lokatölur 77-91. 

 

Það sem gladdi í kvöld var traustið sem Biggi sýndi leikmönnum sínum. Allir leikmenn KFÍ komu að og komust vel frá sínu. Það sem skildi að var hæð og reynsla KR sem sýndu frábæra takta á köflum, en það er öruggt að þeir bjuggust ekki við svona mótlæti frá KFÍ eftir að hafa sett 57 stig í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu aðeins 34 sig í þeim síðari og það voru Jón Orri, Martin og Helgi sem áttu fínan leik. Pavel fékk ekki mikið ráðrúm og var farið að pirra hann aðeins. KR var þó alltaf með þennan leik í höndum sér og eru með frábæran hóp sem verður í toppbaráttunni í vetur.

 

Hjá KFÍ voru Mirko, Gústi og Jason allt í öllu í sóknarleiknum og eru það gleðitíðindi að Gústi skuli vera farinn að finna sína fjöl hér fyrir vestan. Jason fékk ekki mikið ráðrúm enda alltaf með tvo á sér þegar hann snerti boltann, en hann átti fínar rispur.

 

Það er þó vert að hrósa öllu liði KFí í kvöld fyrir frábæra baráttu. Með svona áfframhaldi verður áhugavert að sjá hve langt þeir komast. Enginn skal afskrifa þess drengi. Hraunar meiddist illa eftir samstuð við Pavel og við vonum að hann komi sem fyrst til baka.

 

Tölfræði leiksins

 

Það helsta úr leiknum frá Fjölni

 

Áfram KFÍ

Nánar

Topplið KR á leið á Jakann á föstudag

Körfubolti | 07.11.2013
Gústi spilar gegn fyrrum félögum í KR á föstudag
Gústi spilar gegn fyrrum félögum í KR á föstudag

Þá er næsta verkefni hjá meistaraflokk KFÍ þegar meistaraefni KR koma hingað á Jakann með sitt flotta lið. Þjálfari KR er enginn annar en yfirþjálfari æfingabúða KFÍ Finnur Magnússon og verða fagnaðarfundir fyrir og eftir leik. En í leiknum sjálfum eru allir í búningum sínum og ætla sér sigur.

 

KR hefur tekið alla fjóra leiki sína í deildinni en erum enn að bíða eftir fyrsta sigri okkar drengja. Það fer að styttast í þann sigur og með góðum stuðning allra hér heima er allt hægt. Það hefur marg oft verið sannað. Erfitt verkefni, en alls ekki tapað fyrirfram. Eins og Finnur sjálfur sagði i viðtali eftir sigurinn gegn Stjörnunni þá hefjast allir leikir 0-0 og bæði lið hafa 40 mínútur til að fara með sigur. Nú er að nýta þessar mínútur. Það hefur grátlega lítið vantað upp á hjá okkur, en þetta grátlega er samt munurinn sem við verðum að brúa og við vitum að það er allt hægt ef viljinn....

 

Leikurinn er á föstudaginn 9.nóvember og hefst kl.19.15. Muurikka pannan verður á sínum stað og er flott að koma snemma fá sér að snæða og hitta mann og annan.

 

Fyrir þá sem ekki komast á Jakann er leikurinn í beinni eins og venjulega og hefst útsending kl.18.50  á KFÍ-TV

Nánar

Ungviðið stóð sig vel á Sambíómótinu

Körfubolti | 06.11.2013
Hilmir Hallgrímsson með boltann. Mynd Karfan.is
Hilmir Hallgrímsson með boltann. Mynd Karfan.is
1 af 2

bb.is | 06.11.2013 |

Tuttugu og sjö börn á aldrinum 6-11 ára hjá KFÍ tóku þátt í Sambíó mótinu í körfubolta sem Íþróttafélagið Fjölnir stóð fyrir um síðustu helgi. „Þau stóðu sig öll með prýði. Við fórum með fjögur lið til keppni, eitt lið í flokki 6-7 ára og þrjú lið keppenda á aldrinum 9-11 ára, tvö stelpulið og eitt strákalið. Þau eru öll að sýna miklar framfarir á þeim stutta tíma sem þau hafa æft og greinilegt að þau eru að spila með ákveðnum hætti í stað þess að hlaupa bara um með boltann eins og eðlilegt er til að byrja með,“ segir Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ, en hún var jafnframt einn fararstjóra í ferðinni. 

„Yngstu krakkarnir voru þarna undir styrkri stjórn Stefaníu Ásmundsdóttur, sem keppti með meistaraflokki KFÍ um árið. Stelpuliðin þjálfar Heiðdós Hrönn Dal Magnúsdóttir af miklum myndugleik. Þeim til aðstoðar er Sunna Sturludóttir. Jason Anthony Smith, sem leikur með meistaraflokki karla, þjálfar drengjaliðið en það er sett saman af byrjendum og reynsluboltum og stóð liðið sig einnig mjög vel,“ segir Birna. „Ég tel að ferðin hafi heppnast afskaplega vel. Það var tvísýnt hvort við kæmust á föstudeginum vegna veðurútlits sem svo rættist úr og við keyrðum svo heim í blíðskaparviðri á sunnudag,“ segir hún. 

Ríflega 460 börn frá fjölmörgum félögum, einkum af höfuðborgarsvæðinu, tóku þátt í mótinu. Birna segir að Fjölnismenn eigi hrós skilið fyrir gott mót. Keppendur gistu í Rimaskóla en keppt var á tveimur mismunandi stöðum í Grafavogi. Sambíóin buðu öllum í bíó og á laugardagskvöldinu var bæði blysför og kvöldvaka. Þessi vaski hópur KFÍ krakka heldur nú æfingum áfram af fullum krafti og stefnir næst á stærsta körfuknattleiksmót landsins í þessum aldursflokki en það er hið árlega Nettómót í Reykjanesbæ sem haldið verður 1.-2. mars á næsta ári. 

 

harpa@bb.is

Nánar

Haukar fóru með sigur í einum af verstu leikjum sem sögur fara af

Körfubolti | 04.11.2013
,,Ég fann hann fyrst
,,Ég fann hann fyrst" Mynd. Halldór Sveinbjörnsson/BB.is

Það leit meira út fyrir að það hefði verið ársþing múrarameistara á Ísjakanum á Ísafirði í kvöld heldur en körfuboltaleikur þegar KFÍ og Haukar mættust þar í 32 liða úrslitum Powerade bikarsins.

Nánar

KFÍ tekur á móti Haukum í Powerade bikarnum

Körfubolti | 31.10.2013
Jói er klár, en þú?
Jói er klár, en þú?

Það verður hart barist í bikarnum um helgina sem kenndur er við Powerade og eru það heitasta liðið í ár Haukar sem heiðra oss með nærveru sinni á sunnudagskvöldið 3.nóvember. Haukar eru í toppbaráttunni í Dominos deildinni og hafa blásið á allar spár enda lítið að marka þær þegar á völlin er á er komið og það hafa Haukar sýnt. Við höfum átt góða spretti en misst okkur á þeim tímapunkti leiks er mest þarf á að halda og er það stöðugleikinn sem vantar til að klára eins og sást gegn Þór í síðasta leik. Það er þó margt mjög jákvætt í gangi hjá Bigga og hans "Púkum" og eru þeir ekkert að fara að leggjast í parket og grenja úr sér augun, þannig er bara gert í kvikmyndum í henni Holliwood.

 

T.Watson hefur farið mikinn hjá Haukum og menn á borð við Emil Barja, Haukur og nýstirnið Kári Jónsson er að fæðast í hlutverk hjá þeim sem þorir. Þetta er liðið til að sigra og nú er lag.

 

Hjá okkur hefur Mirko vaxið með hverjum leik og er í frábæri formi. Jason er frábær og erfitt við hann að eiga. Við erum með drengi á borð við Jón Hrafn, Gústa, Leó, Óskar, Hraunar og síðast en ekki síst litla tröllið hann Jóhann Jakob og nú er ákall til þeirra og hinna ungu drengjanna að stíga upp og láta finna fyrir sér á svellinu á Jakanum.

 

Við verðum með fiskisúpu og Muurikka borgara "ala la Steini" fyrir leik og hvað er betra á sunnudagskvöldi en að fá sér að snæða á Jakanum fyrir leik og öskra úr sér lungu með Powerade á meðan á leik stendur eða skreppa í sjoppuna og fá sér kaffi og köku í hálfleik. Það gerist ekki betra!

 

Svo verða strákarnir á KFÍ-TV að sjálfsögðu með leikinn í beinni fyrir gesti og gangandi utan svæðis og hefst útsending kl.18.50 og leikur hefst 19.15 á staðartíma.

 

Komdu á Jakann og láttu finna fyrir nærveru þinni. Strákarnir eiga það skilið!

 

Áfram KFÍ

Nánar

Flott frammistaða hjá 9. flokki

Körfubolti | 27.10.2013
Kátir KFÍ strákar eftir sigurinn gegn Breiðabliki
Kátir KFÍ strákar eftir sigurinn gegn Breiðabliki

9. flokkur drengja lék í fjölliðamóti um helgina.  Mótið fór fram í Bolungarvík og á Ísafirði.  KFÍ lék 3 leiki, vann einn og tapaði tveimur og enduðu í 4. sæti sökum óhagstæðs stigamunar.  Þór frá Akureyri vann alla sína leiki og færast því upp í C riðil en hlutskipti KFÍ er að falla niður í E riðil.  Einnig léku í riðlinum Breiðablik og Hrunamenn.  Öll úrslit mótsins má finna hér og lokastöðuna hér.

Nánar

KFÍ-Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöldið 25.október á Jakanum

Körfubolti | 24.10.2013

Nú er komið að því að fá Benna og hans drengi vestur á Jakann. Það er ólíku við að jafna hjá KFÍ og Þór. Benni og hans lærisveinar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og tóku Stjörnuna heldur betur illa í síðasta leik þar sem þeir sýndu allar sínar bestu hliðar. Við höfum hins vegar mátt sætta okkur við töp í fyrstu leikjum okkar. Það eru þó greinileg merki um að við séum á réttri leið og ætla strákarnir sér þennan leik á morgun. Það er ærið verkefni framundan en með góðum stuðning og stöðugum leik í fjörtíu mínútur okkar drengja þá er allt hægt.

 

Komdu og vertu með í að tryggja sigur á morgun. Komdu á Jakann og láttu í þér heyra!

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ágæt frammistaða hjá 7. flokki

Körfubolti | 20.10.2013
Verið að skipuleggja næstu aðgerðir
Verið að skipuleggja næstu aðgerðir

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá 7. flokki. Leikið var hér vestra á laugardegi í Bolungarvík og á sunnudeginum á Ísafirði. Fjölnir, Valur, Snæfell og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í mótinu og enduðu leikar þannig að Fjölnismenn sigruðu alla sína leiki og unnu sig upp í B-riðil.  Öll úrslit mótsins má nálgast hér. KFÍ drengir léku 4 leiki og töpuðust þeir allir en ágætis frammistaða sást á köflum.  Við söknuðum sárt tvíburanna Huga og Hilmis sem ekki gátu verið með okkur að þessu sinni.  Okkar hlutskipti var því að falla niður í D-riðil en munum vinna okkur jafnharðan upp í C-riðil aftur.

 

Leikur #1

KFÍ-Fjölnir  11-44

 

Fyrsti leikurinn gegn besta liðinu Fjölni.  Við byrjuðum illa, vorum undir 12-2 eftir fyrsta fjórðung en fórum svo aðeins að átta okkur á hlutunum þegar leið á leikinn.

Stigin:

Tryggvi Fjölnisson  4

Magni Þrastarson 3

Gísli Njálsson 2

Egill Fjölnisson 2

Benedikt Guðnason 0

Þorleifur Ingólfsson 0

Michal Glodkowski 0

 

Leikur #2 

KFÍ - Snæfell 29-30

Hörkuleikur þar sem úrslitin réðust á lokamínútunum.  Nú var allt önnur barátta í KFÍ piltum, börðust vel í vörn og fráköstum.  Flott spil sást og strákarnir virkilega að spila vel á köflum.

Stigin:

Tryggvi 8

Egill 7

Gísli 4

Benedikt 4

Magni 4

Þorleifur 2

 

Leikur # 3

KFÍ-Valur  8-42

Leikur sem hófst kl. 08.00 á sunnudagsmorgni og engu líkara en okkar piltar væru enn á koddanum.  Vantaði alla baráttu og yfirspiluðu sprækir Valsarar okkur.  Daníel Wade sem ekki gat verið með á laugardeginum mætti þó sprækur.

Stigin:

Tryggvi 4

Benedikt 2

Þorleifur 2

 

Leikur # 4

KFÍ - Þór  52-22

Í þessum leik sýndu við ágætis leik, vörnin og baráttan til fyrirmyndar og engin uppgjöf í hópnum eins og aðeins sást í Valsleiknum fyrr um morguninn.  Mjög góð frammistaða gegn góð liði Þorlákshafnarbúa.

 

Stigin:

Egill 6

Gísli 4

Benedikt 4

Daníel 4

Tryggvi 2

Magni 2

 

Þó svo engin sigr hafi unnist er greinilegt að liðið er í framför.  Andstæðingar í C-riðli eru erfiðir en vð kláruðum veturinn í fyrra með því að vinna okkur upp úr D-riðli og fengum því öflugri andstæðinga núna.  Við söknuðu Huga og Hilmis en aðrir strákar tóku við keflinu og gaman að sjá framfarir og hvers þeir eru megnugir þegar þeir fengu trúna á verkefnið.  Michal var sá eini sem ekki náði að skora en hann stóð sig engu að síður mjög vel og áberandi framfarir hjá honum frá því í fyrra, barðist eins og ljón í vörninni og spilaði vel fyrir liðið.

 

Nú er að mæta á allar æfingar og  æfa vel fyrir næsta mót og þá fara sigrarnir klárlega að detta inn.

Nánar

Tap í Keflavík

Körfubolti | 19.10.2013
Mynd: Karfan.is / skuli@karfan.is
Mynd: Karfan.is / skuli@karfan.is

KFÍ mætti Keflavík í gær í Domino’s deild karla en leikurinn fór fram í TM Höllinni í Keflavík. Fyrir þennan leik hafði KFÍ einungis einu sinni unnið deildarleik á heimavelli Keflvíkinga í 9 tilraunum en það var árið 1998. Þetta var einnig fyrsti leikur Birgis Arnar Birgissonar, þjálfara KFÍ, við sína gömlu félaga en hann lék fjögur tímabil með Keflavík á árunum 1996-2001.

Nánar