Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar mun næstu sex vikurnar bjóða uppá sumaræfingar í körfubolta fyrir yngri flokka og verður fyrsta æfingin í dag, þriðjudag. Æft verður tvisvar í viku í íþróttahúsinu að Torfnesi á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17-18.20. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir börn á aldrinum 9-14 ára. Guðni Guðnason mun halda utan um æfingarnar í sumar en hann er mikill reynslubolti í íþróttinni, bæði sem leikmaður og þjálfari. KFÍ hvetur alla áhugasama krakka til að nýta sér sumaræfingar félagsins og kynnast þannig betur þessari skemmtilegu íþrótt. Kostnaði er haldið í lágmarki og er gjaldið fyrir sex vikur einungis 3.000 krónur.
Nánar
Sunnudagurinn hófst með æfingum frá kl.08.00 og voru þjálfararnir með sína flokka til 11.00 en þá tók við þjálfaranámskeið. Nemanja Jovanovic reið á vaðið og hélt góðan fyrirlestur. Eftir hádegismat tók Geof Kotila við og það er eins og þessi maður hafi fæðst talandi, hann er snillingur í ræðumennsku og heldur öllum við efnið. Hann er einnig einkar laginn við að leyfa öllum að spyrja og svarar eins og honum er lagið. Og víst er að svona þjálfaranámskeið eru að gera okkur öll betri, og er þá alveg sama hvort það eru þjálfarar, iðkendur eða forráðamenn sem eru að taka þátt.
Síðan tók við keppni innan flokkana í vítum, þrautabrautum, leikni, 1 á 1 og þriggja stiga keppni og munum við setja inn nöfn allra verðlaunahafa á morgun, en setjum inn myndir bæði hér og á síðu okkar á Facebook
Seinniparturinn fór síðan í að undirbúa Muurikka veislu frá Steina kokk og var hann með steinbít í sítrónulegi og ostasósu og pylsur og með þessu var salat og læti. Það er óhætt að segja að fólkið hafi tekið þessu vel í rjómablíðu við Jakann og ekki ólíklegt að Muurikka panna hafi verið seld suður, enda töfratæki hér á ferð.
Þegar allir voru saddir og sælir var haldið inn á Jakann og við tóku úrslit í vítakeppni í öllum flokkum og var mikil spenna þar. Svo stigu á stokk þeir sprellarar Pétur Markan framkvæmdarstjóri HSV og Ingvar Áki handboltaþjálfari Harðar og sögðu sögur sem allar eru sannar að sjálfsögðu. Þeir gerðu smá grín að KJ (Kjartan Atli meistari frá Stjörnunni) sem er rappari mikill, en hann átti að koma í búðirnar og taka þátt í þessari kvöldvöku. Kjarri er rappari góður og voru þeir Pétur og Ingvar að kynda drenginn. En viti menn, Kjarri kom allt í einu í símaviðtal í beinni í hátalarakerfinu og svaraði fyrir sig og vakti þetta mikla kátínu. Þeir félagar voru góðir og náðu að snúa upp á Gaua með því að láta hann syngja Stál og Hníf sem Bubbi gerði ódauðlegt þangað til að Gauinn söng það. Hann bað alla þjóðina afsökunar og Bubba þar með talinn.
Þegar þessu atriði lauk var komið að keppni úrvalslliða búðanna þar sem leikmenn spilðuðu annars vegar fyrir Austur og hins vegar Vestur og var verið að vísa í gömlu blokkirnar úr kalda stríðinu og voru þjálfarar Goaf Kotila og Erik Olsen fyrir Vestur og þeir Borce Ilievski og Nemanja Jovanovic fyrir Austur. Þetta var mikil keppni sem endaði með sigri Austur blokkarinnar 24-23 en í viðtali eftir leik sagði Kotila að þeir Borce og Nemanja hafi unnið á svindli og fékk fólk til að brosa. Borce var þó fljótur að svara og eyddi þessu örugglega með góðu tilsvari. Gaman að var sjá tilþrif krakkanna og sáust skemmtilegar körfur og sendingar. Það var þó Kotila sem stal senunni með smá "break dance" í miðjum leik.
Það voru þreyttir en mjög ánægðir iðkendur, þjálfarar, foreldrar og starfsfólk sem hélt heim um 22.00 og er nokkuð öruggt að bros krakkanna hafi verið ósvikið þrátt fyrir að ekki hafi allir sigrað í þrautum, þá voru allir sigurvegarar eftir þessar æfingabúðir. Það er óhætt að segja að æfingabúðirnar hafi gengið vel og þrátt fyrir smá meiðsli og veikindi sem óhjákvæmilega fylgja svona álagi, þá fara allir sáttir til síns heima og er þegar búið að gefa upp að næstu búðir verða 3-8.júní 2014 og ætla allir þjálfararnir sem núna voru að koma aftur.
Við erum stolt af þeim sem komu hingað í heimsókn. Allir voru til fyrirmyndar og sínu bæjarfélagi til sóma. Við viljum koma þökkum til þeirra er lögðu okkur lið og sérstaklega viljum við þakka körkkunum sem komu til okkar. Það er auðvelt að vilja að gera svona ár eftir ár þegar við fáum svona góða krakka og þjálfara. Þá er vinnan mun auðveldari.
Hafið þökk fyrir öll sem eitt.
Stjórn KFÍ og starfsfólk.
Nánar
Fimmti dagur æfingabúða KFÍ hélt áfram í dag og núna eru flestir krakkarnir komnir yfir þreytuþröskuldinn sem hefur gert vart við sig. Þjálfararnir hafa passað upp á að krakkarnir séu í hvíld og staffið ómetanlega hér í búðunum hefur séð um að ávextir og matur sé til staðar allan daginn. Hvíl og næring er líka mikill partur af því að komast í æfingaform.
Um kvöldið var svo haldið áfram í keppnum og verða úrslitin háð á sunnudeginum, ásamt því að kvöldvaka, grill og óvæntur leikur verður settur á dagskrá sem nánar verður greint frá hér á síðunni.
Krakkarnir eru enn skælbrosandi og á milli æfinga er horft á bíómyndir frma í "the lounge" og er jafnan þéttsetinn bekkurinn.
Myndir hér með fréttinni og síðu okkar einnig á Facebook
NánarÞá eru búðirnar hálfnaðar og allt á áætlun. Þjálfaranámskeiðin eru byrjuð og mikill áhugi hjá þjálfurum, iðkendum og foreldrum að fylgjast með og læra eitthvað nýtt um þessa frábæru íþrótt okkar.
Krakkarnir eru þreytt, en samt geisla þau af gleði. Aumir vöðvar og smá tognanir eru hér og þar, en þau harka það af sér enda klassa krakkar á ferð.
Hér eru myndir til að njóta sem teknar eru af Horne hjónunum frá Grindavík sem eru hirðljósmindarar okkar að þessu sinni. Og myndirnar segja meira en þúsund orð og því óþarfi að lýsa þeim.
Við setjum fleiri myndir inn á Facebook síðuna hjá KFÍ og hér er linkur
Nánar
Fjörið hélt áfram í dag með miklum látum. Hafist var handa snemma um morguninn og krakkarnir þreyttir en tilbúin í verkefnið. Byrjað var á stöðvaþjálfun og yngri krakkarnir hófu keppni í vítum og verður nánar greint frá því þegar aðrar keppnir hefjast hjá eldri liðunum.
Krakkarnir eru að standa sig mjög vel bæði innan og utan vallar og er gaman að segja frá því.
Við setjum hér inn myndir frá deginum.
NánarÞað er óhætt að segja að fyrsti dagur Körfuboltabúðanna hafi byrjað með látum. Hópar flykktust á Jakann í rjómablíðu og var eins og það væri síðasti dagur á útsölu í einhverri sportvöruverslun. Krakkarnir voru svo spenntir að byrja að sumir gleymdu skónum út á vist og þurftu að hlaupa til baka á mettíma til að missa ekki af neinu. Það er nú samt svo að búðir sem þessar kenna að hvíld er besti vinur þinn, þó að krakkarnir átti sig ekki á því strax. Þetta er kúnst að kenna og mikilvægt að það sé jafnvægi á milli æfinga og hvíldar. Þetta gera þjálfararnir vel og eru með allt á hreinu.
Af þjálfurunum eru mættir þeir Árni Ívar, Borce, Finnur, Nemanja, Erik, Arnar og Kotila og er bros allan hringinn hjá þeim eins og venjulega. Þeir eiga það sameiginlegt með öllum hér að elska þessa íþrótt. Jákvætt er að sjá fjölda foreldra og þjálfara hér fyrir vestan og eru þeir virkir allan daginn. Keypt eru kaffikort og svo farið á svalirnar til að horfa á og læra.
Árni Ívar er með útifjör sem er ætlað að auka hreyfileikni en þar er m.a. farið út í leiki, ratleik o.fl. Með útifjörinu er inniveran brotin upp og krökkunum komið í vestfirskt súrefni.
Starfsfólk búðanna eru einnig að skila sínu og vel það. Skipulag er til fyrirmyndar og starfsfólk hússins og vinnuskólans að standa sig einkar vel.
Máltækið ,,gaman, saman" er málið og virkar sem aldrei fyrr.
Meira seinna í dag. Myndabunki fylgir fréttinni.
NánarKörfuboltabúðir KFÍ verða settar í fimmta sinn í dag. Næstu daga munu 100 börn og unglingar æfa og spila körfubolta frá morgni til kvölds. Skipulag búðanna er komið á netið og má finna hér.
NánarÞað eru góðar fréttir að hinn geðþekki og frábæri körfuboltamaður Mirko Stefán er á leið heim að nýju í haust. Mirko var með 17 stig og 10 fráköst í leik á síðasta tímabili og óx með hverjum leik. Hann var einnig mjög vinsæll meðal leikmanna og bæjarbúa enda algjör snillingur að eðlisfari. Nú fara línur að skýrast og frekari frétta að vænta á næstu dögum. Birgir Örn þjálfari er á leið heim og er fyrsta æfing á laugardag 1.júní undir hans stjórn.
Þetta eru gleðifréttir fyrir okkur Vestfirðinga.
Áfram KFÍ
Nánar