Fréttir - Körfubolti

Enn einu frábæru páskaeggjamóti lokið

Körfubolti | 28.03.2013
Keppendur og umsjónarfólk í dag
Keppendur og umsjónarfólk í dag

Hið árlega páskaeggjamót KFÍ og Nóa Síríusar er nýlokið og var eins og endranær mjög gaman. Keppendur voru á öllum aldri og skemmtu sér allir vel. Við munum setja inn fréttir og myndir af mótinu á morgun, en vegna anna hjá félaginu að undirbúa AFÉS, kökubazar og kaffihús þá komumst við ekki í þetta fyrr en í fyrramálið:

 

 

Nánar

Veglegur kökubazar og kaffihús á skírdag

Körfubolti | 26.03.2013

Unglingaráð KFÍ mun blása til meiriháttar kökubazars á skírdag í tengslum við páskaeggjamót KFÍ og alveg fram eftir degi eða meðan kökurnar endast..

 

Þetta er algjör nýjung hjá félaginu og mikið í þetta lagt. Kaffihús KFÍ verður einnig opið frá kl.11.00 þegar Páskaeggjamótið okkar byrjar og fram eftir degi. Skorum við á alla að koma og fá sér kaffi á meðan á mótinu stendur og fara heim með girnilega köku í farteskinu.

 

Áfram KFÍ 

Nánar

Páskaeggjamót Nóa Siríusar og KFÍ

Körfubolti | 25.03.2013

Hið árlega páskaeggjamót fer fram venju samkvæmt næstkomandi fimmtudag, Skírdag. Hefst það kl. 11.00.
Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða
kr. 1000 á mann
kr. 500 í yngri flokka
kr. 0 fyrir iðkendur yngri en 18 ára hjá KFÍ

Reglur í 2 á 2 mótinu hér í meira:

Nánar

Breiðablik mætir ekki til leiks

Körfubolti | 25.03.2013
Enginn leikur því miður
Enginn leikur því miður

Þótt undarlegt megi virðast þá kemur lið Breiðabliks ekki til leiks í kvöld eins og vera átti. Þar með hefur þetta eina félag ekki mætt hingað tvisvar í vetur en fyrir mættu þeir ekki með 11.flokk í bikarkeppnina. Þetta er ekki gott mál og virðist vera orðið meira af þessu en var, eða hvað?

 

En sem sagt þá er leikur KFÍ gegn Breiðablik í unglingaflokk sem vera átti í kvöld kl.18.00 blásinn af.

 

 

Nánar

KFÍ-Breiðablik á Jakanum

Körfubolti | 24.03.2013

Á morgun 25.mars tekur unglingaflokkur KFÍ á móti liði Breiðabliks á Jakanum. Strákarnir eru klárir í verkefnið og við skorum á alla að koma og hvetja þá áfram. Leikurinn hefst kl.18.00

Áfram KFÍ

Nánar

Stelpurnar í stúlknaflokk í undanúrslit á Íslandsmótinu

Körfubolti | 24.03.2013

Stelpurnar í sameiginlegu liði KFÍ/Tindastóls halda áfram að gera góða hluti saman. Núna í dag er ljóst að þær eru komnar í undanúrslit á Íslandsmótinu í stúlknaflokki.

 

Til hamingu KFÍ og Tindastóll

Nánar

Stelpurnar í stúlknaflokk í undanúrslit á Íslandsmótinu

Körfubolti | 24.03.2013
Eva og félagar komnar í undanúrslit
Eva og félagar komnar í undanúrslit

Stelpurnar í sameiginlegu liði KFÍ/Tindastóls halda áfram að gera góða hluti saman. Núna í dag er ljóst að þær eru komnar í undanúrslit á Íslandsmótinu í stúlknaflokki.

 

Til hamingu KFÍ og Tindastóll

Nánar

Æfingar um páskana

Körfubolti | 23.03.2013

KFí enis og önnur félög fara í páskafrí og verður frí frá og með 27.mars og hefjast æfingar aftur 2.apríl, en einhver breyting verður á stundatöflu og birtum við þær breytingar eftir páska.

 

Páskaeggjamótið verður á sínum stað á skírdag og segjum við frekar frá því strax eftir helgi.

 

Stjórnin.

Nánar

Síðbúin frétt um Nettómótið

Körfubolti | 21.03.2013
Yndisleg kona með púkunum okkar á Finna hótel
Yndisleg kona með púkunum okkar á Finna hótel
1 af 10

Eins og sagt var frá fyrr í marsmánuði lagði fríður hópur af fólki af stað til Reykjanesbæjar til að taka þátt í hinu frábæra Nettómóti sem er þar árlega. Mótið fór vel fram eins og ávallt þar á bæ og voru krakkarnir okkar afar sátt og fararstjórar okkar ánægðir. Leikir okkar voru fjörlegir og er svo með þetta mót að allir eru sigurvegarar sem er mjög heilbrigt sjónarmið. Fyrst og fremst eru þessi mót félagsleg og gert til að krakkar kynnist og geti leikið sér innan sem utan vallar. Nægt var framboð á skemmtun hjá gestgjöfum okkar þar sem farið var í leikjagarð, sund, bíó og heljarinnar kvöldskemmtun var haldin. Það er óhætt að segja að krakkarnir okkar hafi heldur betur brosað og voru kát og glöð.

 

En svo kom að heimferð og þá byrjaði ballið. Ferðin heim sóttist vel mest alla leið en svo skall á óveður og komust menn illa áfram og varð svo að lokum að hópurinn sem samanstóð af fjölda velútbúna jeppa komust mislangt. Það gerði hreinlega blindbyl á Steingrímsfjarðarheiði og í djúpinu. Sumir komust í Reykjanes og fengu inni þar, enda gestrisni mikil þar á bæ. En aðrir urðu fastir á Steingrím vegna bilunar í bíl og fór svo að góðir menn frá björgunarsveitinni Dagrenningu frá Hólmavík komu og sótti fólkið okkar. Farið var með þau niður heiðina til Hólmavíkur þar sem vertinn á Finna hótel tók á móti hópnum og gestrisnin var mikil og góð.

 

Það fór svo að hópurinn var á Hólmavík þar til á þriðjudeginum og komust heim þá seint um kvöld og þar með var fimm daga ferðalagi lokið með ævintýri bæði fyrir og eftir mót sem fer í sögubækur og veður í minnum haft lengi fyrir þá sem í lentu. Þess ber þó að geta að enginn var í hættu og fararstjórn frábær með Birnu Lárusdóttur í broddi fylkingar.

 

Við í KFÍ fjölskyldunni viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessari ferð kærlega fyrir og sérstakar kveðjur fá fararstjórar, þjálfarar og svo stórar, miklar og innilegar kveðjur fara til fólksins í Reykjanesi og Hólmavík sem bjargaði okkur á ögurstundu.

 

Nánar

11.flokkur og stúlknaflokkur á ferðinni um helgina

Körfubolti | 21.03.2013
Eva Margrét verður á ferðinni með stelpunum
Eva Margrét verður á ferðinni með stelpunum

11.flokkur drengja fer suður í Borgarnes og keppir þar í fjölliðamóti laugardag og sunnudag. Og stelpurnar í stúlknaflokk fer til Keflavíkur og tekur þátt í fjölliðamóti þar syðra.

 

Nóg er að gera á næstunni en unglingaflokkur á eftir nokkra leiki bæði hér heima og að heiman og svo er páskamótið í undirbúningi en eins og hefð er fyrir er mótið haldið á skírdag og verður nánar sagt fá því í byrjun næstu viku.

 

 

Nánar