Það er óhætt að segja að um risakörfuboltahelgi verði að ræða hér heima um helgina. Keppt verður í fjórum flokkum. 11.flokk KFÍ gegn Njarðvík, unglingaflokkur KFÍ gegn Njarðvík, meistaraflokkur karla gegn Njarðvík, KFÍ-b gegn Haukum-b og svo tekur meistaraflokkur kvenna á móti liði Laugdæla.
NánarMeistaraflokkur kvenna vann Breiðablik naumlega í hörkuleik 62-61
NánarEinn leikur er hjá okkur í KFÍ þessa helgi, en þá taka stelpurnar okkar á móti Breiðablik á Jakanum og er leikurinn á sunnudaginn n.k. og hefst kl.14.00.
Stelpurnar eru á góðu róli og ætla sér að taka restina af leikjunum í 1.deildinni og hafa sýnt að allt er til staðar til að gera svo. Þær hafa æft vel og erum við með skemmtilegt lið í höndunum.
Nú hvetjum við alla til að mæta á leikinn og hvetja þær til dáða. Þær eiga það skilið. Við skulum ekki gleyma því að þær eru í þriðja sæti í 1.deild og eru að nálgast annað sætið af ákefð.
Áfram KFÍ
NánarÍ kvöld komu stelpurnar frá Þór Akureyri í heimsókn og spilaði síðari leik sinn gegn okkar stúlkum, en þær komu hér um daginn fáliðaðar og áttu að spila tvo leiki. En veikindi komu í veg fyrir að báðir leikir kláruðust og sögðust þær bara koma aftur sem þær og gerðu og fá mikið hrós fyrir að leggja á sig þessa miklu ferð!
Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn vel og komust strax í góða forustu og staðan eftir fyrsta leikhluta var orðin 22-9. Allar stelpurnar voru að spila flott og Pétur duglegur að skipta inn á. Í öðrum leikhluta komust Þórs stelpurnar betur inn í leikinn og náðu að halda vel í KFÍ, en staðan í hálfleik var 36-20.
Í þeim þriðja spíttu KFÍ stelpurnar í lófa og náðu sér aftur á flug og tóku þann hluta 23-9 og voru komnar með 59-29 forskot og í þeim fjórða fengu allar að koma inn á og fá reynslu hjá báðum liðum sem er nákvæmlega það sem á að gera. Leikurinn endaði 63-41.
Þór fær háa einkunn fyrir baráttu. Þær tóku 59 fráköst, en aðeins vantaði upp á að setja upp kerfi sem varð til þess að Rut Konráðsdóttir var allt í öllu í sóknarleik þeirra, en það er samt greinilegt að þessa stelpur eiga mikið inni og er framtíðin björt ef allar haldast að verki.
KFÍ spilaði frábæran liðsbolta og allar stelpurnar rúlluðu vel. Gaman var að sjá Lilju aftur á Jakanum en hún hefur verið frá síðan í desember.
Eva fór mikinn í liði KFÍ og var flott í að stjórna þegar Brittany var af velli. Annars var þetta sameiginlegt átak allra stúlknanna sem skóp þennan sigur og eiga þær allar, reyndar hjá báðum liðum hrós skilið í kvöld.
Stig KFÍ
Eva 20 stig, 15 fráköst, 4 stoðir, 3 stolnir, 3 varin skot
Brittany 20 stig, 6 fráköst, 8 stolnir.
Anna Fía 10 stig, 6 fráköst.
Stefanía 4 stig, 11 fráköst, 3 stolnir.
Rósa 4 stig.
Linda 3 stig, 2 fráköst, 1 varinn.
Málfríður 1 stig, 2 fráköst, 1 stolinn.
Marelle 1 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Lilja 5 fráköst, 1 stolinn.
Vera 2 fráköst, 1 varinn.
Stig Þórs.
Rut 27 stig, 10 fráköst, 4 stoðir, 2 stolnir.
Hulda 6 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Rakel 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Helga 2 stig, 5 fráköst, 4 stoðir.
Gréta 2 stig, 6 fráköst, 1 stolinn.
Kristín 12 fráköst.
Heida 6 fráköst.
Una 2 fráköst.
Linda 2 fráköst.
Nánar
Þór frá Akureyri er á leið á Jakann á miðvikudag 13.febrúar og hefst leikurinn kl.18.30. Þessar hetjur komu hér um daginn og kepptu gegn okkur og áttu að fara fram tveir leikir, en þær voru fáar og lentu í veikindum hér í ferðinni og fóru aftur heim eftir fyrri leikinn en ætla nú að koma aftur og klára dæmið. Þetta er mikill karakter og er aðdáunarvert að sjá svona fordæmi.
Við skorum á alla að koma og styðja við bakið á stelpunum í báðum liðum og við vorum að frétta að KFÍ-TV ætlar að sýna leikinn í beinni útsendingu fyrir vini okkar að norðan sem vilja sjá stelpurnar spila.
Hlekk á leikinn er hér til hægri á síðunni.
Áfram KFÍ
NánarYfirlýsing frá stjórn KFÍ.
Stjórn KFÍ mun ekki kæra atvik sem var í leik okkar gegn Snæfell þann 10.febrúar, þar sem leikmaður Snæfells setur fót í höfuð leikmanns KFÍ, þar sem hann lá í gólfinu. Við fordæmum slíkt athæfi, þetta á ekkert skilt við okkar fallegu íþrótt, en ýmislegt kemur fyrir í hita leiksins og treystum við þjálfara Snæfells til þess að tala við leikmanninn um þetta atvik. Við munum ekkert frekar aðhafast í málinu og óskum Snæfellingum góðs gengis í vetur.
Sævar Óskarsson
Formaður KFÍ
Fyrirfram var talað um að þessi leikur yrði svon labb í skrúðgarðinum fyrir topplið Snæfells enda með gríðarlega sterkt lið sem er verskuldað í efsta hluta deildarinnar, en það skiptir engu máli þegar KFÍ á í hlut, því þeir spila yfirleitt best þegar mótlætið er sem mest.
Leikurinn var stórskemmtilegur og bauð upp á mikla dramatík og spennu þar sem bæði lið sýndu frábær tilþrif. Leikurinn hófst með látum og eftir mikla baráttu voru það strákarnir okkar sem leiddu 26-21 eftir fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti var eign Snæfells sem keyrði af öllu afli á vörn KFÍ með þá Sigga Þorvalds og Nonna Mæju spennta fyrir vegninum og uppskáru Snæfellingar verskuldaða forustu og sneru leiknum sér í hag og þegar gengið var til hálfleiks var staðan 43-51 fyrir gestina.
Ástandið batnaði ekki mikið í þeim þriðja og gestir okkar spiluðu mjög vel og náðu 65-79 forskoti á okkar pilta þegar haldið var í síðasta leikhluta og skeifa farin að sjást á nokkrum andlitum.
En þá mættu strákarnir á Jakanum með látum og nú hófst leikurinn af alvöru. og eins og að hendi væri veifað var staðan komin úr 65-79 í 82-82 og allt var opið fyrir sleðaferðir á Jakanum. Og nú hófst brjáluð barátta sem varð þannig að liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum þar til staðan var 91-91 og KFÍ með boltann með 10 sekúndur eftir á klukkunni. Damier tekur stjórnina og á alveg magnað skot utan þriggjastiga línunnar sem setur KFÍ yfir 94-91og 1.3 sekúndur eftir af leiknum. Snæfellingar taka leikhlé og ráða ráðum sínum. Þeir fá boltann við hliðarlínuna á okkar vallarhelming og henda boltanum í átt að Jay Treatt en Tyron nær að fálma í boltann þannig að Jay þurfti að athafna sig á tíma sem ekki var hægt án þess að klukkan rynni út, en málið er að leiklukkan fór ekki í gang á réttum tíma og þar af leiðandi átti að endurtaka innkastið. En dómarar leiksins voru á öðru máli og dæmdu körfuna gilda og því framlengt.
Í stuttu máli reyndist hæð og reynsla Snæfellsdrengjanna meiri í framlengingunni meiri og fór svo að lokum að þeir sigruðu leikinn. Lokatölur 106-110.
Áhorfendur á Jakanum og þeir fjölmörgu sem horfðu á leikinn í gegn um KFÍ-TV fengu aldeilis rosalega skemmtun og er þetta einn af bestu leikjum KFÍ í vetur. Allir voru að standa sig vel og erum við hreyknir af baráttu liðsins sem varði fram á síðustu sekúndu og þeir gáfust aldrei upp.
Damier var að venju frábær, en ekki þar langt á eftir voru þeir Hlynur, Tyrone, Mirko, Kristján Pétur og Jón Hrafn. Óskar Kristjáns var hent í djúpu laugina í gær þegar hann kom inn á eftir að Jón Hrafn og Kristján Pétur voru komnir á bekkinn með 5 vinnur og stóð sig frábærlega.
Hjá Snæfell var Sigurður Þorvaldsson fremstur meðal jafningja og besti maður vallarins að okkar mati, en Jay, Nonni, Pálmi og Ryan voru þéttir.
Enn á ný eru dómarar leiksins umtalsefni og með réttu. Þeir misstu tökin á þessum leik og voru dómar þeirra í engu jafnvægi við leikinn. Þetta sást á báðum endum vallarins og það sem einum leyfðist ekki, var leyft hjá öðrum. Það komu því miður upp of mörg atvik þar sem alls ekki var rétt dæmt og er það miður. Það geta allir átt slæman dag, en þessir slæmu dagar eru einfaldlega orðnir of margir í vetur.
Stig KFÍ.
Damier 38 stig, 4 fráköst, 10 stosendingar, 1 stolinn og einn varinn.
Mirko 25 sig, 12 fráköst.
Kristján Pétur 17 stig (5/8 í þristum), 4 fráköst og tveir stolnir.
Tyrone 15 stig, 11 fráköst og 3 stolnir.
Hlynur 11 stig, 4 fráköst og 2 stolnir.
Jón Hrafn 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
Áfram KFÍ
Nánar
Enn og aftur tökum við okkur ritleyfi á að skria um leik daginn eftir. Það á aldrei að skrifa um leiki þegar reiði hefur völd og skal það ekki gert núna. Við óskum Snæfellingum til hamingju með leikinn og gefið Sigga Þorvalds stórt knús því hann var maðurinn í dag!
Nánar
Á laugardag koma Stjörnumenn í heimsókn og spila gegn KFÍ-B sem er skipar frábærum strákum og verður gaman að sjá hvort þeir leggi gestina á klaka. Síðasti leikur B-liðs KFÍ var mjög spennandi gegn KR þar sem vestrbæjargengið tók leikinn á síðustu mínútunum. Okkar piltar ætla sér ekki að leyfa þannig stuld í þetta sinn og hafa þegar boðið að fyrstu 700 áhorfendunurnir fái frítt á leikinn, en takmarkað sætapláss er þó þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær!! Leikurinn hefst kl.14.00.
Það verður svo annar stórleikur á sunnudag þegar Snæfell sem situr í öðru sæti deildarinnar kemur í heimsókn. Þeir eru komnir með Ryan Amaroso til baka sem spilaði frábærlega með þeim um árið, en hann kom fyrir Asim McQueen og eru það ekki slæm skipti fyrir þá að mati kfi.is.
Okkar strákar eru að verða mun betri en fyrir áramót og ætla sér að sýna allar sínar bestu hliðar hér heima. Leikurinn hefst kl.19.15 og verður byrjað á Muurikka pönnunni með "Ísborgarana" kl.18.30 og er ekki slæm hugmynd að skella sér með fjölskylduna og smella borgara í sig.
Fyrir þá sem búa utan svæðis verður KFÍ-TV að sjálfsögðu í beinni og er hlekkurinn HÉR
Við hvetjum alla að koma á Jakann og öskra okkar menn til dáða.
Áfram KFÍ
NánarÞað var hörkurimma í slátúrhúsinu í kvöld, en því miður voru dómarar leiksins í einu af aðalhlutverkum og flæðið sem við höfum svo þráð í vetur og við sáum í síðasta leik varð að flóði og voru Jón Hrafn og Mirko sem átti stórleik settir á bekkinn. Mirko spilaði aðeins rúmar sextán mínútur í leiknum. Lokatölur 111-102.
Við byrjuðum leikinn fjörlega og náðum góðri forustu, en nokkrir óverðskuldaðir dómar settu okkur í vandræði. Eftir þriggja mínútna leik var staðan 11-0 fyrir okkur og við í góðum málum, en Keflvíkingar hafa góða menn innan sinna raða og náðu janft og þétt að komast inn í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 24-29.
Annar leikhluti var tær eign heimamanna og sýndu þeir sláturverðtíð á köflum tóku okkur í bólinu að vísu með Mirko á bekknum og staðan í hálfleik var staðan 55-43 og ekki leit þetta vel út.
Það var hins vegar allt annað KFÍ lið sem mætti í seinni hálfleik og byrjuðum við að spila okkar bolta. Með Mirko inná gekk þetta vel og þótt við hefðum orðið átján stigum undir þá komum við til baka og komum leiknum niður í átta stig. Staðan þegar farið var í lokaleikhlutann var 85-70.
Við sýndum það í fjórða leikhlutanum að þetta eru strákar sem berjast og þrátt fyrir að missa bæði Jón Hrafn og Mirko út komu okkar drengir til leiks með blóð á tönnum og tókum við þann fjórða 32-26 og unnum því seinni hálfleik með tveim stigum sem er ekki slæmt á þessum bæ.
Damier var frábær að venju. Ty átti einn sinn besta leik og er alltaf að verða betri. Mirko var frábær á meðan hann fékk að spila. Kristján Pétur vaknaði heldur betur í seinni hálfleik og spilaði sem miðherji á köflum. Jón Hrafn sýndi mátt sinn og sparkaði menn áfram. Hlynur var mjög góður. Og síðast en ekki síst komu Leó og Stebbi inn með góða baráttu. Þetta er að fæðast hjá okkur og menn að slípast betur með hverjum leik.
Það var engin uppgjöf hjá okkur í kvöld og enginn tilbúinn að láta strauja yfir sig og þrátt fyrir að fá á okkur 27 villur og fá hrynur a stigum gegn okkur þá héldum við haus og göngum (keyrum) hnarreistir heim á leið og gerum okkur klára í leikinn gegn Snæfell hér heima á sunnudag.
Stig og Fráköst:
Damier 37 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og 5 stolnir. (Maður leiksins)
Ty 22 stig, 6 fráköst, 2 varin og 2 stolnir. (FIMM troðslur)
Kristján Pétur 15 stig, 15 fráköst og 2 stolnir.
Mirko 11 stig, 9 fráköst, 1 varinn og 1 stolinn ("fékk" að spila í 16.36 mín)
Hlynur 8 stig.
Jón Hrafn 7 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.
Leó 2 stig, 1 stolinn.
Stebbi kom inn og spilaði flotta vörn og stal 1 bolta!
Áfram KFÍ !!!
Nánar