Nú þegar Íslandsmótið er hálfnað situr liðið í næstneðsta sæti með 11 stig eftir 11 leiki. Ljóst er að stigasöfnunin þarf að vera meiri í seinni umferðinni en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á liðinu. Spilamennskan hefur batnað til muna í síðustu leikjum og sterkir leikmenn komið tilbaka úr meiðslum.
Að því sögðu þá eru slæmar fréttir af Sigurgeiri Sveini, fyrirliða liðsins...
BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir KA á á Torfnesvelli á helginni í 1. deild karla. Fjölnir Baldursson var á leiknum og tók upp þetta myndbrot.
NánarRannveig Hjaltadóttir skoraði sigurmark meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík gegn Víkingi Ólafsvík í 1. deild kvenna í gær en leikurinn fór fram á Skeiðsvelli í Bolungarvík. Fyrstu þrjú stigin eru því komin í hús og er stelpurnar í 8. sæti deildarinnar. Fleiri mörk voru ekki skorið í leiknum á Skeiðsvelli en þar var fjöldi manns sem hvöttu stelpurnar áfram.
NánarMeistaraflokkur kvenna tapaði fyrir Tindastól á helginni 0-2 í 1. deild kvenna. Fjölnir Baldursson var á svæðinu með myndavélina og tók þessar svipmyndir.
NánarFöstudaginn 30.maí milli kl.16:00-18:00 ætlum við að vera með BÍ-dag fyrir yngri flokka félagsins 8.-2.flokk kk og kvk. Þar ætlum við að afhenda æfingatöflu sumarsins, knattþrautir og leika okkur í fótbolta. Leikmenn meistaraflokka félagsins kíkja á svæðið og taka þátt.
Vonumst til að sjá sem flesta.
NánarBÍ/Bolungarvík er úr leik í Borgunarbikar kvenna eftir 0-3 tap fyrir Þrótt á gervigrasinu í Laugardalnum í kvöld.
NánarBÍ/Bolungarvík tók á móti Fjarðabyggð nú fyrr í kvöld í Borgunarbikarnum á gervigrasvellinum á Torfnesi. Nokkar breytingar voru gerðar á báðum byrjunarliðum fyrir leikinn, en þar einna helst er þar að nefna að fyrirliði heimamanna, Sigurgeir Sveinn Gíslasson byrjaði á bekknum, en hinn 17 ára gamli Elmar Atli Garðarsson fyllti skarð hans frábærlega.
NánarKvennalið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur tapaði leik sínum gegn Haukum í 1. deild kvenna, 0-3. Leikurinn fór fram á gerfigrasvellinum á Torfnesi í gær. Haukastúlkur voru sterkari í leiknum, skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik, annað fyrir miðjan seinni hálfleik og loks þriðja markið úr víti. Okkar stúlkur stóðu sig þó vel í leiknum og liðið styrkist með hverjum leik. Þó að enn sé ekkert stig komið á töfluna eftir þrjá fyrstu leikina, mun það breytast í næstu leikjum. Næstu leikir eru heimaleikir gegn Tindastóli frá Sauðárkróki og Víkingi frá Ólafsvík, sunnudaginn 1. júní og laugardaginn 7. júní.
NánarFyrstu tveir leikirirnir á tímabilinu hjá meistaraflokki kvenna í 1. deild fóru fram um helgina. Stelpurnar mættu Fjölni á föstudaginn og HK/Víking á sunnudag.
NánarMeistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir Leikni í annarri umferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardag. Jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik. Vestfirðingarnir voru meira með boltann með Leiknismenn lágu til baka og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Leiknir eftir hornspyrnu og tók þá við kafli þar sem BÍ tók öll völd og fékk mörg góð tækifæri til að jafna leikinn.
Nánar