Fréttir - Knattspyrna

Viktor Júlíusson er efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2014

Knattspyrna | 14.01.2015

Viktor Júlíusson leikmaður 2.flokks og meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvíkur hefur verið valin efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2014.  Hann er jafnframt tilnefndur til vals á efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2014. 

Nánar

Matthías Kroknes Jóhannsson íþróttamaður ársins 2014 hjá BÍ

Knattspyrna | 14.01.2015
Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík leiktímabilið 2014, Matthías Kroknes Jóhannsson, hefur verið valinn íþróttamaður ársins 2014 hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2014.

Matthías Kroknes Jóhannsson hefur æft knattspyrnu á Ísafirði í 15 ár. Matthías var mikilvægur hlekkur í 1.deildarliði BÍ/Bolungarvíkur keppnistímabilið 2014. Matthías spilaði 18 leiki með liðinu í 1.deild og skoraði auk þess 1 mark. Liðið endaði í 10.sæti 1.deildar og var Matthías tvisvar valinn í lið umferðarinnar. Matthías spilaði þá þrjá bikarleiki sem BÍ/Bolungarvík lék á árinu. Matthías spilaði einnig 4 af 7 leikjum liðsins í Lengjubikarnum, auk þessa að spila fjölda æfingaleikja. Matthías var valinn besti leikmaður meistaraflokks karla BÍ/Bolungavík á lokahófi liðsins í september 2014. Matthías var einnig valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands í desember 2014.

Nánar

BÍ/Bolungarvík semur við enskan bakvörð

Knattspyrna | 06.01.2015

BÍ/Bolungarvík hefur náð samkomulagi við Calvin Crooks um að hann leiki með liðinu nk. tímabil. Calvin er 23 ára enskur vinstri bakvörður og er einnig með bandarískt ríkisfang. Hann skrifaði undir samning við félagið um sl. helgi. Calvin kemur ma. í gegnum unglingastarf New York Redbulls og á yfir 20 leiki með yngri landsliðum Bandaríkjanna. Calvin hefur spilað á Englandi sl. ár, ma. tvö tímabil með varaliði Crystal Palace og einnig liðum í neðri deildum Englands.

Nánar

Sigurgeir endurnýjar við uppeldisfélagið

Knattspyrna | 05.01.2015

Sigurgeir Sveinn Gíslason varnarmaður og leikmaður BÍ/Bolungarvík endurnýjaði samning sinn við félagið og mun því spila með liðinu nk. tímabil. Sigurgeir hefur spilað með BÍ/Bolungarvík allan sinn meistaraflokksferil og á að baki 208 deildar- og bikarleiki fyrir félagið. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið að halda í þennan reynslumikla varnarmann.

Nánar

Matthías endurnýjar samning við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 05.01.2015

Matthías Kroknes Jóhannsson leikmaður BÍ/Bolungarvík hefur endurnýjað samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Matthías spilaði 18 leiki í 1.deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hann var svo valinn besti leikmaður meistaraflokks karla á lokahófi félagsins í september sl. Þá hafa þrír heimamenn endurnýjað samninga sína við félagið sl. vikur sem er mikið fagnaðarefni.

Nánar

Ólafur Atli og Nikulás endurnýja samninga

Knattspyrna | 04.01.2015

Í lok nóvember sl. endurnýjuðu Ólafur Atli Einarsson og Nikulás Jónsson samninga sína við BÍ/Bolungarvík til næstu þriggja ára. Ólafur Atli og Nikulás voru einu leikmenn meistaraflokks sem tóku þátt í öllum 22 leikjum liðsins í 1.deild. Þeir sömdu til næstu þriggja ára og er það liður í að byggja liðið enn meir á heimamönnum.

Nánar

Takk fyrir stuðninginn á árinu

Knattspyrna | 23.12.2014

Leikmenn, stjórn og aðstandendur meistaraflokks karla BÍ/Bolungarvík senda öllum stuðningsmönnum og styrktaraðilum óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða.

Nánar

Aðalfundur BÍ miðvikudaginn 17.desember nk.

Knattspyrna | 15.12.2014
Frestaður aðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn á veitingahúsinu Bræðraborg að Aðalstræti 22 Ísafirði miðvikudaginn 17.desember nk.  Fundurinn hefst kl. 20:00
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins:
1. Fundur settur
2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari
3. Skýrsla stjórnar
4. Reikningar félagsins lagðir fram
5. Umræður um skýrslu og afgreiðsla reikninga
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun árgjalda
8. Kosningar
9. Önnur mál
Á fundinum verður borin upp tillaga um að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu íþróttafélaga.

 

Stjórnin

Nánar

5 leikmenn BÍ/Bolungarvík landsliðsæfingum

Knattspyrna | 04.12.2014 BÍ/Bolungarvík fékk þær frábæru fréttir að KSÍ hefur valið 5 knattspyrnumenn frá félaginu á landsliðsæfingar fyrir yngri landslið Íslands. Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarsson í U-17 ára, Elmar Atli Garðarsson í U-19 og í U-21 þeir Matthías Króknes Jóhannsson og Björgvin Stefánsson. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og eru þeir vel að þessu komnir. Nánar

Matti, Bjöggi, Elmar, Viktor og Daði i landsliðsverkefni

Knattspyrna | 02.12.2014

Þeir Matthías Jóhannsson og Björgvinn Stefánsson leikmenn mfl Bí/Bolungarvíkur hafa verið valdir i 48. manna úrtöku hóp fyrir U21 landslið Íslands. Leikmennirnir munu hefja æfingar um næstkomandi helgi og fara þær fram i Kórnum í Kópavogi. Einnig hafa þeir Elmar Atli Garðarson U19, Viktor Júlíusson U17 og Daði Freyr Arnarsson U17 verið valdir áfram i verkefni með U19 og U17 ára landsliðunum. Óskum við þeim öllum góðs gengis i komandi verkefnum.

Nánar