Fréttir - Knattspyrna

Lára Ósk á hæfileikamót KSÍ

Knattspyrna | 21.09.2015

Hæfileikamót KSÍ og N1 fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sáu um mótið og var Lára Ósk Albertsdóttir leikmaður 4.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðuð á mótið.

Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.

Við óskum Láru til hamingju með flottan árangur. Lára er mjög duglega að æfa og missir varla úr æfingu. Hefur það án efa átt hlut í þessum árangri.

Nánar

Íslandsbanki og yngri flokkar BÍ/Bolungarvík í samstarf

Knattspyrna | 22.06.2015

Í maí sl. gerðist Íslandsbanki einn helsti bakhjarl yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Var skrifað undir samning þess efnis í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði. Samningur þessi styrkir stoðir yngri flokka félagsins og gerir félaginu kleift að halda úti öflugu yngri flokka starfi.

Nánar

Æfingatafla fyrir sumarið 2015

Knattspyrna | 05.06.2015

Æfingatafla fyrir sumarið 2015 tekur gildi mánudaginn 8.júní nk. Töfluna er einnig að finna hér: http://hsv.is/bi/aefingatafla/skra/101/

Nánar

Rannveig Hjaltadóttir á skotskónum í 3-1 sigri á Keflavík

Knattspyrna | 31.05.2015

Rannveig Hjaltadóttir skoraði eitt marka ÍR/BÍ/Bolungarvík í 3-1 sigri liðsins á Keflavík í dag en leikurinn fór fram á Hertz vellinum í Reykjavík.

Nánar

BÍ/Bolungarvík og ÍR sameinast um kvennaboltann

Knattspyrna | 18.05.2015

Sameinaður meistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur og ÍR tekur þátt í 1. deild kvenna í sumar.

Nánar

5.flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar

Knattspyrna | 18.03.2015

5. flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar þar sem að þeir kepptu á Goðamóti Þórs dagana 13.-15.febrúar sl. Farið var með 2 lið til keppni og stóðu strákarnir sig prýðisvel.

Nánar

Daði Freyr til Rússlands með U-17

Knattspyrna | 18.03.2015

Daði Freyr Arnarsson markmaður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík var valinn í leikmannahóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli EM dagana 21.-26.mars nk. Daði Freyr hefur varið mark meistaraflokks í öllum undirbúningsleikjum fyrir komandi keppnistímabil og vakið verðskuldaða athygli.

Nánar

Góður árangur 4.flokks karla á Stefnumóti KA

Knattspyrna | 18.03.2015

4.flokkur karla gerði góða ferð til Akureyrar helgina 6.-8.mars sl., þar sem þeir tóku þátt í svokölluðu Stefnumóti KA. Leikið var í Boganum dagana 6.-8.mars og unnu strákarnir alla leikina.

Nánar

Daði Freyr spilaði með U-17 gegn N-Írum

Knattspyrna | 18.02.2015

Daði Freyr Arnarsson markvörður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík, spilaði æfingaleik með U-17 landsliði Íslands í síðustu viku. Leiknir voru tveir leikir gegn N-Írum og spilaði Daði fyrri leikinn.

Nánar

Daði Freyr spilaði með U-17 gegn N-Írum

Knattspyrna | 18.02.2015

Daði Freyr Arnarsson markvörður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík, spilaði æfingaleik með U-17 landsliði Íslands í síðustu viku. Leiknir voru tveir leikir gegn N-Írum og spilaði Daði fyrri leikinn.
http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=361935

Nánar