Hæfileikamót KSÍ og N1 fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sáu um mótið og var Lára Ósk Albertsdóttir leikmaður 4.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðuð á mótið.
Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.
Við óskum Láru til hamingju með flottan árangur. Lára er mjög duglega að æfa og missir varla úr æfingu. Hefur það án efa átt hlut í þessum árangri.
NánarÍ maí sl. gerðist Íslandsbanki einn helsti bakhjarl yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Var skrifað undir samning þess efnis í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði. Samningur þessi styrkir stoðir yngri flokka félagsins og gerir félaginu kleift að halda úti öflugu yngri flokka starfi.
NánarÆfingatafla fyrir sumarið 2015 tekur gildi mánudaginn 8.júní nk. Töfluna er einnig að finna hér: http://hsv.is/bi/aefingatafla/skra/101/
Rannveig Hjaltadóttir skoraði eitt marka ÍR/BÍ/Bolungarvík í 3-1 sigri liðsins á Keflavík í dag en leikurinn fór fram á Hertz vellinum í Reykjavík.
NánarSameinaður meistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur og ÍR tekur þátt í 1. deild kvenna í sumar.
Nánar5. flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar þar sem að þeir kepptu á Goðamóti Þórs dagana 13.-15.febrúar sl. Farið var með 2 lið til keppni og stóðu strákarnir sig prýðisvel.
NánarDaði Freyr Arnarsson markmaður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík var valinn í leikmannahóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli EM dagana 21.-26.mars nk. Daði Freyr hefur varið mark meistaraflokks í öllum undirbúningsleikjum fyrir komandi keppnistímabil og vakið verðskuldaða athygli.
Nánar4.flokkur karla gerði góða ferð til Akureyrar helgina 6.-8.mars sl., þar sem þeir tóku þátt í svokölluðu Stefnumóti KA. Leikið var í Boganum dagana 6.-8.mars og unnu strákarnir alla leikina.
NánarDaði Freyr Arnarsson markvörður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík, spilaði æfingaleik með U-17 landsliði Íslands í síðustu viku. Leiknir voru tveir leikir gegn N-Írum og spilaði Daði fyrri leikinn.
NánarDaði Freyr Arnarsson markvörður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík, spilaði æfingaleik með U-17 landsliði Íslands í síðustu viku. Leiknir voru tveir leikir gegn N-Írum og spilaði Daði fyrri leikinn.
http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=361935