Nú er komið að því að kynna Þórir Karlsson. Þórir hefur verið að þjálfa 8.flokk hjá okkur síðustu 2 ár og staðið sig rosalega vel. Í vetur verður hann að þjálfa 6.fl og 3.fl stráka í samstarfi við Daniel Badu. Þórir á ættir að rekja í Hnífsdal og eru það meðmæli sem ekki öllum hlotnast.
NánarTveir ungir og efnilegir knattspyrnumenn og þjálfara sjá um þjálfun í 8.flokki í vetur. Þetta eru algjörir gullmolar og sinna krökkunum vel og ná vel til þeirra. Við lögðum fyrir þá nokkrar spurninga.
NánarBarna og unglingaráð BÍ/Bolungarvík hefur mikinn áhuga á að auka hlut stúlkna hjá félaginu. Á síðasta ári héldum við sérstakan stelpudag og mættu til okkar tvær landsliðskonur sem töluðu við stelpurnar og voru með á æfingu, stefnt er að endurtaka það í vetur.
NánarAðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Ísafirði.
NánarAðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Ísafirði.
NánarFélagið framlengdi samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn í síðustu viku. Þeir Elmar Atli Garðarsson, Viktor Júlíusson og Pétur Bjarnason skrifuðu þá allir undir nýjan samning. Þeir spiluðu stórt hlutverk síðasta sumar í 1.deildinni og ættu því að vera vel sjóaðir fyrir átökin í 2.deild næsta sumar.
Búast má við fleiri fréttum af samningamálum á næstunni þar sem von er á að framlengja við fleiri uppalda leikmenn.
NánarBÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ásgeir hefur áður komið að þjálfun liðsins. Hann var aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar árið 2011 og síðan aðstoðarmaður hjá Jörundi Áka Sveinssyni næstu þrjú ár þar á eftir. Í sumar tók Ásgeir sér frí frá þjálfun en ætlar að taka slaginn á næsta ári í 2. deild.
Ásamt þessari ráðningu er félagið einnig í viðræðum við erlendan þjálfara sem mun þá starfa við hlið Ásgeirs. Félagið reiknar með að tilkynna það fljótlega ef að verður.
NánarÞær góðu fréttir komu frá KSÍ að Þráinn Arnaldsson markvörður BÍ/Bolungarvík í 3.flokki karla var valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 ára landslið Íslands. Þetta er frábær árangur hjá Þránni sem hefur staðið sig gríðarlega vel hjá BÍ/Bolungarvík. Þráinn er góð fyrirmynd annara og mjög duglegur að æfa.
NánarJónas Leifur Sigursteinsson hefur tekið við yfirþjálfarastöðu í barna- og unglingaflokkum BÍ/Bolungarvík.
NánarHæfileikamót KSÍ og N1 fyrir leikmenn í 4.flokki karla fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sá um mótið og voru 92 einstaklingar boðaðir. BÍ/Bolungarvík átti hvorki fleiri né færri en 3 stráka, þá Þórð Hafþórsson, Þráinn Arnaldsson og Guðmund Svavarsson. Líkt og áður hefur komið fram á heimasíðunni fór Lára Ósk Albertsdóttir í september fyrir stelpur á sama aldri.
Í sumar ferðaðist Halldór Björnsson um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og vann með krökkum á öllu landinu á æfingum. Halldór kom tvisvar á Ísafjörð í sumar og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Halldór var mjög ánægður með alla krakkana sem mættu og voru fleiri nálægt því að komast inn á þetta mót. Við óskum krökkunum okkar til hamingju með flottan árangur.
Nánar