Nú eftir helgi hefst sala á happadrættismiðum í styrktarhappdrætti mfl.kk. BÍ/Bolungarvíkur (Vestra). Strákarnir hafa á undanförnu verið í hinum ýmsu fjáröflunum til þess að fjármagna æfingarferð liðsins til Króatíu yfir páskanna. Strákarnir eru með miðanna til sölu á 1500kr stk. og er áhugasömum að hafa samband við einhvern af drengjunum eða Ásgeir þjálfara til að tryggja sér miða. ATH aðeins 800 miðar eru í boði. Hér að neðan í fréttinni er vinningsskrá happadrættisins. Verðmæti vinninga er rúmlega 1 milljón króna.
Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn
Leikmenn mfl.kk Vestra(BÍ/Bolungarvíkur)
NánarÞá höldum við áfram að kynna þjálfara okkar. Þennan þarf vart að kynna enda búinn að vera lengi hjá BÍ/Bolungarvík. Atli hefur undanfarin ár tekið að sér stelpurnar okkar og sinnir því mikilvægu hlutverki í stelpuátaki okkar.
Nánar5.flokkur stúlkna fór núna um helgina á haustmót Keflavíkur. Er þetta í fyrsta skiptið sem við förum á þetta mót. Lagt var af stað keyrandi eftir skóla á föstudaginn.
NánarNú er komið að því að kynna Þórir Karlsson. Þórir hefur verið að þjálfa 8.flokk hjá okkur síðustu 2 ár og staðið sig rosalega vel. Í vetur verður hann að þjálfa 6.fl og 3.fl stráka í samstarfi við Daniel Badu. Þórir á ættir að rekja í Hnífsdal og eru það meðmæli sem ekki öllum hlotnast.
NánarTveir ungir og efnilegir knattspyrnumenn og þjálfara sjá um þjálfun í 8.flokki í vetur. Þetta eru algjörir gullmolar og sinna krökkunum vel og ná vel til þeirra. Við lögðum fyrir þá nokkrar spurninga.
NánarBarna og unglingaráð BÍ/Bolungarvík hefur mikinn áhuga á að auka hlut stúlkna hjá félaginu. Á síðasta ári héldum við sérstakan stelpudag og mættu til okkar tvær landsliðskonur sem töluðu við stelpurnar og voru með á æfingu, stefnt er að endurtaka það í vetur.
NánarAðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Ísafirði.
NánarAðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Ísafirði.
NánarFélagið framlengdi samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn í síðustu viku. Þeir Elmar Atli Garðarsson, Viktor Júlíusson og Pétur Bjarnason skrifuðu þá allir undir nýjan samning. Þeir spiluðu stórt hlutverk síðasta sumar í 1.deildinni og ættu því að vera vel sjóaðir fyrir átökin í 2.deild næsta sumar.
Búast má við fleiri fréttum af samningamálum á næstunni þar sem von er á að framlengja við fleiri uppalda leikmenn.
NánarBÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ásgeir hefur áður komið að þjálfun liðsins. Hann var aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar árið 2011 og síðan aðstoðarmaður hjá Jörundi Áka Sveinssyni næstu þrjú ár þar á eftir. Í sumar tók Ásgeir sér frí frá þjálfun en ætlar að taka slaginn á næsta ári í 2. deild.
Ásamt þessari ráðningu er félagið einnig í viðræðum við erlendan þjálfara sem mun þá starfa við hlið Ásgeirs. Félagið reiknar með að tilkynna það fljótlega ef að verður.
Nánar