Guðmundur Arnar Svavarsson og Ívar Breki Helgason voru valdir úr röðum Vestra til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 landslið Íslands í knattspyrnu. Fóru þeir til borgarinnar um síðustu helgi og tóku þátt í æfingum udnir stjórn nýráðins þjálfara U-16, Dean Martin en auk hans voru Þorlákur Árnason og Þorvaldur Örlygsson að þjálfa strákana. Alls tóku 30 drengir þátt í þetta skiptið. Æfingar fóru fram í Kórnum á föstudag, Fífunni á laugardag og Egilshöll á sunnudagsmorguninn. Farið var í gegnum tækniæfingar á föstudegi og sunnudegi en á laugardegi var skipt í lið og spilað á heilan völl.
Drengirnir stóðu sig með prýði þóþeir þyrftu að spila í öðrum stöðum en þeir eru vanir. Þeir eru sannarlega reynslunni ríkari og gott fyrir þá að sjá hvar þeir standa miðað við önnur félög á landinu.
Þessar úrtaksæfingar voru fyrir drengi á suður- og vesturlandi en á næstunni verða samskonar æfingar haldnar fyrir drengi á norður- og austurlandi.
Nánar
Nú er fótboltavertíðin að fara hægt og rólega af stað. Flestir yngri flokkar í fótbolta munu fara á vetrarmót á næstu misserum og reið 7.fl stráka á vaðið og keppti á Njarðvíkurmótinu á síðustu helgi. Vestri fór með 2 lið og stóðu strákarnir sig frábærlega og skemmtu sér konunglega.
Meistaraflokkur var einnig á ferðinni um helgina en þeir unni 3-0 sigur á KFR í æfingaleik á Akranesi.
NánarÞrír iðkendur Vestra knattspyrnu voru valinn á úrtaksæfingar í u-16 núna í desember. Fyrir viku fóru þeir Þórður Gunnar Hafþórsson og Þráinn Arnaldsson á æfingar í u-16 ára landsliðsúrtaki drengja og um liðna helgi fór Hafdís Bára Höskuldsdóttir í u-16 ára landsliðsúrtak stúlkna. Öll höfðu þau farið í stærri úrtaksverkefni í haust og voru valinn áfram af þeim. Að komast svona langt í valinu er frábært árangur þar sem gríðarlega margir iðkendur eru í knattspyrnumenginu. Öll eru þau að uppskera vel enda leggja þau gríðarlega mikið á sig og sinna íþrótta sinni af miklum heilindum og dugnaði og eru þau góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur.
NánarUm síðustu helgi var haldið jólamót knattspyrnudeildar Vestra. Yngstu flokkarnir spiluðu í Bolungarvík á laugardegi og eldri flokkar á sunnudegi á Ísafirði. Líkt og í fyrra fengu foreldrar að spreyta sig á móti krökkunum og er ómögulegt að segja hvor skemmtu sér betur foreldrar eða krakkarnir. Kaffi og smákökur voru í boði og fengu svo allir glaðning í lok móts. Frábær gleði í alla staði. Þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Þráinn Arnaldsson var í vikunni valinn á úrtaksmót U-17 ára. Þetta er frábær árangur hjá Þráni og heldur hann áfram að fá viðurkenningar erfiðisins því hann var einnig í úrtakshópi fyrir U-16 í fyrra. Þráinn er einn efnilegasti markmaður landslins í sínum aldursflokki. Til hamingju Þráinn.
NánarAðalstjórn knattspyrnudeildar Vestra boðar til aðalfundar deildarinnar laugardaginn 15.október í Vallarhúsinu Torfnesi kl 10:00. Venjuleg aðalfundarstörf.
NánarHæfileikamót KSÍ drengja fór fram um síðustu helgi. Þar áttum við okkar fulltrúa en Guðmundur Arnar Svavarsson var valinn til þátttöku. Guðmundur stóð sig mjög vel og var félaginu til sóma í leik sem og í framkomu.
NánarVestri lagði nágranna sína í Herði í Vestfjarðabikarnum í gær. Hörður komst tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn náðu að jafna í bæði skiptin og var staðan 2 -2 eftir venjulegan leiktíma.
Nánar
Bræður munu berjast á Torfnesvellinum á Ísafirði í dag þegar Vestri og Hörður spila til þrautar um Vestfjarðabikarinn í sjö manna bolta.
NánarVestri tapaði fyrir Njarðvík, 2-3, í lokaleik sínum í 2. deildar karla á þessu ári á Torfnesvelli í dag. Fyrra mark Vestra var sjálfsmark frá Njarðvík á 9 mínútu en það seinna skoraði Sólon Breki Leifsson á 75 mínútu. Sigurmark Njarðvíkinga soraði Harrison Hanley á 87 mínútu og var það annað mark hans í leiknum.
Nánar