Á morgun, miðvikudag, mun Vestri taka á móti Gróttu á Olísvellinum klukkan 18:00.
NánarVið hvetjum alla til að mæta á Olísvöllinn klukkan 15:00 á sunnudaginn og styðja okkar menn til sigurs.
NánarÍ vetur stóð yfir getraunastarf Vestra á laugardögum.
Hittust menn og konur í skúrnum við Húsið og tókust á um hvert þeirra væri getspakast í leikjum dagsins.
Þetta voru í heildina 27 umferðir, 12 fyrir jól og 15 eftir.
Leikurinn virkar þannig að verðlaun eru veitt fyrir 1.-3. sæti í leiknum fyrir jól og svo það sama eftir jól, aðalvinningurinn er svo sameiginlegt stigaskor úr báðum leikjunum.
Það var hörð keppni í ár, en á endanum voru það þeir sömu sem tóku topp þrjú sætin.
Guðmundur og Frank enduðu í 1. sæti bæði fyrir jóla og eftir og unnu því 100.000 krónur gjafabréf frá Vita ferðum. Ásamt því að fá fjögur 20.000 króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands.
Krissi endaði í 2. sæti og Fjarðarnets hópurinn (ásamt vinum) tók 3. sætið.
Óskum við þeim öllum til hamingju og hlökkum til að byrja leikinn aftur eftir sumarfrí.
Við viljum svo enda á að þakka Dóra Eró og Sigurlaugu á Húsinu kærlega fyrir, en þau hafa haft opið fyrir okkur á laugardögum í tvo vetra núna og gætum við ekki verið þakklátari að þau eftirláti okkur Skúrinn undir leikinn.
Guðmundur og Frank enduðu í 1. sæti bæði fyrir jóla og eftir og unnu því 100.000 krónur gjafabréf frá Vita ferðum. Ásamt því að fá fjögur 20.000 króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands.
NánarNú á dögunum kom Vestur sending af þessum glæsilegu Vestra treflum.
NánarVestri og Josh Signey hafa komist að samkomulagi um að Josh spili með Vestra í sumar.
Josh, sem spilaði með akademíu Manchester United til 19 ára aldurs, kemur úr bandaríska háskólaboltanum og er löglegur í leik liðsins í dag gegn Leikni F og mun væntanlega láta til sín taka á miðjunni, en það er hans staða.
Áfram Vestri!
NánarSala á ársmiðum meistaraflokks Vestra í knattspyrnu fer af stað í dag.
Það eru yngri flokkar félagsins sem munu sjá um söluna, en það er liður í fjáröflun þeirra að selja ársmiða á leiki meistaraflokks.
Miðinn kostar 10.000 krónur og gildir á alla heimaleiki Vestra í deildinni.
Í ár spilar okkar menn í nýjum treyjum og ætlum við því að setja af stað smá leik. Þeir sem kaupa miða og senda okkur mynd á facebook síðuna okkar eiga möguleika á að vinna nýju treyjuna okkar, miða á herrakvöldið eða trefil, sem er nýkominn úr verksmiðjunni.
ÁFRAM VESTRI !
NánarAðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 verður haldinn þriðjudaginn 1.maí.
ATH ! Breyttur fundartími !
Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 sem átti að vera þriðjudaginn 1.maí, hefur verið færður til miðvikudagsins 2. maí kl. 18.
Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi.
Allir velkomnir.
Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Kveðja
Stjórn Knattspyrnudeildar
NánarÁ helginni skrifaði James Mack, sem er þrítugur bandaríkjamaður, undir samning við knattspyrnudeild Vestra.
James, sem er miðjumaður, hefur spilað undanfarinn tvö ár í Inkasso deildinni með Selfossi og skorað í þeim leikjum 18 mörk. En hann var til að mynda markahæstur Selfyssinga í fyrra, með 12 mörk og einnig 6 stoðsendingar.
James er annar leikmaðurinn sem kemur frá Selfossi fyrir þetta tímabil, en Andy Pew kom einnig frá þeim fyrr í vetur.
Við hlökkum til að sjá James þjóta um á Olísvellinum í sumar og gerum miklar væntingar til hans.
Áfram Vestri!
Nánar
Nú á dögunum skrifuðu knattspyrnudeild Vestra og Nettó undir samstarfssamning til næstu tveggja ára, eða tímabilin 2018 og 2019.
Nánar