Milos Ivankovic hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vestra.
NánarZoran Plazonić , hinn gríðarlega öflugi miðjumaður, hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum og er því samningsbundinn Vestra til 2020, sýnir þetta okkur að Zoran hefur trú á liðinu og því sem við erum að gera og ætlar klárlega að spila með okkur í Inkasso!
NánarHákon Ingi Einarsson hefur skrifað undir samning við Vestra og gengur til liðs við okkur frá Kára.
NánarAndy Pew mun því miður ekki spila með Vestra á næsta tímabili.
NánarÞórður Gunnar Hafþórsson hefur framlengt samning sinn við Vestra til 2020.
NánarElmar Atli, fyrirliðinn okkar, ásamt Pétri Bjarnasyni skrifuðu undir nú á dögunum.
NánarNú á dögunum skrifuðu þeir Daníel Agnar og Daniel Badu undir framlengingu á samningum sínum, en eftir undirskriftina eru þeir báðir samningsbundnir Vestra út tímabilið 2020.
NánarVið tókum örstutt viðtal við Pál þegar samningar voru undirritaðir.
Svo munum við leyfa ykkur að kynnast honum betur seinna.
Skagamaðurinn Páll Sindri Einarsson hefur gengið til liðs við Vestra frá ÍA.
Páll lék með Kára í 2. deildinni á síðasta leiktímabili, en var þó kallaður heim til ÍA um mitt tímabil þar sem ÍA var í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi deildina. Hafði hann þá skorað 8 mörk í deildinni og verður það að teljast mjög gott fyrir miðjumann.
Páll er 26. miðjumaður eins og áður sagði og á eftir að reynast okkur gríðarlega öflugur liðsauki.
Við bjóðum Pál hjartanlega velkominn til Vestra og hlökkum til að sjá hann á vellinum í Vestra treyjunni.
Áfram Vestri!
Í gær, laugardaginn 13. júní, tóku okkar menn á móti Gróttu á Olísvellinum.
Nánar