Fréttir - Knattspyrna

Vestri - Afturelding. Laugardaginn 9. september. Klukkan 15:00

Knattspyrna | 06.09.2017

Þá er komið að næsta heimaleik okkar manna. En það er leikur við Aftureldingu.

Eins og við öllum vitum þá berst Vestri lífróðri fyrir veru sinni í deildinni, en úrslit síðustu umferða hafa ekki verið okkur hagstæð.

Nánar

Vestri - Tindastóll. Laugardaginn 26. ágúst. Klukkan 14:00

Knattspyrna | 24.08.2017

Á laugardaginn munu Tindastóls menn koma í heimsókn til okkar á Torfnesvöll.

Leikar hefjast klukkan 14:00 og hvetjum við alla til að koma og standa á bakvið strákana okkar.

Úrslit síðustu leikja hafa ekki alveg fallið með okkur, en við treystum á að fólk láti sjá sig og styðji við strákana.

Við getum snúið þessum við, en þá þurfa allir að róa í sömu átt og gera sitt!

Áfram Vestri!

Nánar

Vestri - Sindri. Laugardaginn 19. ágúst kl: 14:30

Knattspyrna | 15.08.2017

Á laugardaginn munu okkar menn í Vestra spila við Sindra frá Höfn í Hornafirði klukkan 14:30 á Torfnesvelli.

Fyrri leikur liðanna fór fram þann 6. júní s.l. og enduðu leikar 0-5 fyrir Vestra.


Hvetjum við alla til að líta á völlinn og styðja okkar menn.


Áfram Vestri!

Nánar

Stór helgi hjá krökkunum í fótboltanum

Knattspyrna | 15.08.2017

Síðasta helgi var mjög viðamikil og skemmtuleg fyrir fótboltakrakkana.  Yngstu iðkendurnir í 8.flokki fóru á Arionbankamót Víkings í Reykjavík og sömuleiðis 7.fl drengja.

Stelpurnar okkkar í 6.fl og 7.fl fóru svo á Pæjumótið á Siglufirði og kepptu þar í frábæru veðri við góðar aðstæður.

Nánar

Vestri - Huginn. Laugardaginn 12. ágúst. Torfnesvelli

Knattspyrna | 08.08.2017

Á laugardaginn kemur mætast Vestri og Huginn í 16. umferð 2. deildar knattspyrnu karla.

 

Fyrri leikur liðanna endaði 1-1 á Fellavellinum fyrir austan og munu okkar menn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná í 3 stig á laugardaginn.

 

Við hvetjum alla sem vetlingi getað valdið til að mæta á völlinn og hvetja strákana okkar.

 

Áfram Vestri!

Nánar

Þórður byrjar vel með landsliðinu

Knattspyrna | 02.08.2017

Þórður Gunnar Hafþórsson er þessa dagana að spila með U17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu sem haldið er hér á landi. 

Nánar

Frábær ferð á Helsinki Cup

Knattspyrna | 20.07.2017

Þann 9. júlí héldu Vestra strákar fæddir 2003, 2004 og 2005 til Finnland á Helsinki cup. Þá höfðu strákarnir lagt mikið á sig til að safna fyrir ferðinni í rúmt ár. Það var mikil eftirvænting þegar haldið var út á Keflavíkurflugvöll kl. 4:30 þann 9. júlí. Þegar komið var til Helsinki var haldið á hótelið sem strákarnir gistu á. Farið í mat og síðan var farið að hvíla sig fyrir fyrsta mótsdaginn sem var mánudagur 10. júlí. Það voru 20 strákar sem fóru frá Vestra en strákarnir koma frá Ísafirði, Bolungarvík, Hólmavík og Súðavík. Vestri var með 2 lið á mótinu B14 sem var 11 manna lið og B13 sem tók þátt í 8 manna bolta.

Nánar

Danimir Milkanovic hættir sem aðalþjálfari Vestra.

Knattspyrna | 19.07.2017

Knattspyrnudeild Vestra og Danimir Milkanovic hafa komist að þeirri niðurstöðu að Danimir leggi niður störf sem aðalþjálfari meistaraflokks Vestra í knattspyrnu.

Nánar

Símamótið

Knattspyrna | 17.07.2017

Um helgina voru stelpurnar okkar í 7. fl, 6.fl og 5.fl á fullu á Símamótinu í Kópavogi. Þetta er ómissandi mót fyrir stelpurnar og vilja þær sem hafa farið áður alls ekki missa af þessu.  5.fl og 6.fl gistu saman í Smáraskóla en 7.fl var á vegum foreldra. Símamótið er eitt stærsta knattspyrnumót á Íslandi og er alveg frábært mót og vel skipulagt í alla staði.  Margar stelpur hjá okkur voru að fara á sitt fyrsta mót bæði í 7.fl og í 6.fl og fengu þær mikla reynslu út þessu móti.  Stelpurnar stóðu sig alveg frábærlega og uxu með hverju leik.  5.fl stelpurnar unnu 5 leiki af 8 og gerðu eitt jafntefli og voru mjög óheppnar að komast ekki í úrslitaleik.  6.flokkur fór með 2 lið og komst annað liðið í undanúrslit í sinni keppni.  Í 7.flokki voru stelpurnar að fara á sitt fyrsta mót og voru hikandi í fyrstu leikjunum en uxu alveg gríðarlega og fögnuðu góðum sigrum.  Helgin var alveg frábær í alla staði og stóðu stelpurnar, fararstjórnar og foreldrar sig frábærlega í samstilltri og vel skipulagðri ferð 

 
Nánar

Landsliðsmaður í Vestra

Knattspyrna | 11.07.2017

Þær frábæru fréttir bárust frá knattspyrnusambandi Íslands að Þórður Gunnar Hafþórsson hafi verið valinn í lokahóp U16 ára sem mun taka þátt í Norðurlandamóti dagana 30.júlí - 5.ágúst.  Þórður Gunnar bætist þá í hóp landsliðsmanna okkar félags í knattspyrnu.  Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Þórði.  Þórður hefur lagt gríðarlega vinnu á sig við æfingar og er það svo sannarlega að skila sér.  Innilega til hamningju með þennan frábæra árangur.

Nánar