Fréttir - Knattspyrna

Páll Sindri gengur til liðs við Vestra frá ÍA.

Knattspyrna | 11.10.2018
Páll Sindri er ánægður í nýju treyjunni sinni
Páll Sindri er ánægður í nýju treyjunni sinni
1 af 2

Skagamaðurinn Páll Sindri Einarsson hefur gengið til liðs við Vestra frá ÍA.

Páll lék með Kára í 2. deildinni á síðasta leiktímabili, en var þó kallaður heim til ÍA um mitt tímabil þar sem ÍA var í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi deildina. Hafði hann þá skorað 8 mörk í deildinni og verður það að teljast mjög gott fyrir miðjumann.

Páll er 26. miðjumaður eins og áður sagði og á eftir að reynast okkur gríðarlega öflugur liðsauki.

Við bjóðum Pál hjartanlega velkominn til Vestra og hlökkum til að sjá hann á vellinum í Vestra treyjunni.


Áfram Vestri!

Nánar

Vestri 6 - 0 Grótta

Knattspyrna | 14.06.2018
Fall var með 2 og Sammi eflaust brosandi!
Fall var með 2 og Sammi eflaust brosandi!

Í gær, laugardaginn 13. júní, tóku okkar menn á móti Gróttu á Olísvellinum.

Nánar

Heimaleikur gegn Gróttu | miðvikudaginn 13. júní kl 18:00

Knattspyrna | 12.06.2018

Á morgun, miðvikudag, mun Vestri taka á móti Gróttu á Olísvellinum klukkan 18:00.

Nánar

Heimaleikur gegn Aftureldingu | Sunnudaginn 27. maí kl 15:00

Knattspyrna | 24.05.2018
JC skoraði mark okkar manna í síðasta leik
JC skoraði mark okkar manna í síðasta leik

Við hvetjum alla til að mæta á Olísvöllinn klukkan 15:00 á sunnudaginn og styðja okkar menn til sigurs.

Nánar

Sigurvegarar í getraunaleik Vestra

Knattspyrna | 16.05.2018
Sigurvegarar leiksins
Sigurvegarar leiksins

Í vetur stóð yfir getraunastarf Vestra á laugardögum.

Hittust menn og konur í skúrnum við Húsið og tókust á um hvert þeirra væri getspakast í leikjum dagsins.

Þetta voru í heildina 27 umferðir, 12 fyrir jól og 15 eftir.

Leikurinn virkar þannig að verðlaun eru veitt fyrir 1.-3. sæti í leiknum fyrir jól og svo það sama eftir jól, aðalvinningurinn er svo sameiginlegt stigaskor úr báðum leikjunum.

Það var hörð keppni í ár, en á endanum voru það þeir sömu sem tóku topp þrjú sætin.

Guðmundur og Frank enduðu í 1. sæti bæði fyrir jóla og eftir og unnu því 100.000 krónur gjafabréf frá Vita ferðum. Ásamt því að fá fjögur 20.000 króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands.

Krissi endaði í 2. sæti og Fjarðarnets hópurinn (ásamt vinum) tók 3. sætið.

Óskum við þeim öllum til hamingju og hlökkum til að byrja leikinn aftur eftir sumarfrí.

Við viljum svo enda á að þakka Dóra Eró og Sigurlaugu á Húsinu kærlega fyrir, en þau hafa haft opið fyrir okkur á laugardögum í tvo vetra núna og gætum við ekki verið þakklátari að þau eftirláti okkur Skúrinn undir leikinn.

Nánar

Sigurvegarar í getraunaleik Vestra

Knattspyrna | 16.05.2018
Sigurvegarar leiksins
Sigurvegarar leiksins

Guðmundur og Frank enduðu í 1. sæti bæði fyrir jóla og eftir og unnu því 100.000 krónur gjafabréf frá Vita ferðum. Ásamt því að fá fjögur 20.000 króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands.

Nánar

Vestra treflar komnir í sölu!

Knattspyrna | 07.05.2018
Sammi sáttur með nýja trefilinn
Sammi sáttur með nýja trefilinn

Nú á dögunum kom Vestur sending af þessum glæsilegu Vestra treflum.

Nánar

Josh Signey gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 05.05.2018
Josh við undirritun
Josh við undirritun

Vestri og Josh Signey hafa komist að samkomulagi um að Josh spili með Vestra í sumar.

Josh, sem spilaði með akademíu Manchester United til 19 ára aldurs, kemur úr bandaríska háskólaboltanum og er löglegur í leik liðsins í dag gegn Leikni F og mun væntanlega láta til sín taka á miðjunni, en það er hans staða.

Áfram Vestri!

Nánar

Sala ársmiða fer í gang í dag - Vinnur þú nýju treyjuna ?

Knattspyrna | 05.05.2018
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
Nýju treflarnir eru glæsilegir!
1 af 2

Sala á ársmiðum meistaraflokks Vestra í knattspyrnu fer af stað í dag.

Það eru yngri flokkar félagsins sem munu sjá um söluna, en það er liður í fjáröflun þeirra að selja ársmiða á leiki meistaraflokks.

Miðinn kostar 10.000 krónur og gildir á alla heimaleiki Vestra í deildinni.


Í ár spilar okkar menn í nýjum treyjum og ætlum við því að setja af stað smá leik. Þeir sem kaupa miða og senda okkur mynd á facebook síðuna okkar eiga möguleika á að vinna nýju treyjuna okkar, miða á herrakvöldið eða trefil, sem er nýkominn úr verksmiðjunni. 

 

ÁFRAM VESTRI !

Nánar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar - ATH. Breyttur fundartími.

Knattspyrna | 24.04.2018

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 verður haldinn þriðjudaginn 1.maí. 

ATH ! Breyttur fundartími !

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vestra 2018 sem átti að vera þriðjudaginn 1.maí, hefur verið færður til miðvikudagsins 2. maí kl. 18. 

Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi.

Allir velkomnir.

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Kveðja

Stjórn Knattspyrnudeildar

Nánar