Það er alltaf nóg að gera á skrifstofunni, en í dag skrifuðu þeir Josh Signey og Brenton Muhammad undir framlengingu á samningum sínum við Vestra.
Signey, sem er miðjumaður, koma til okkar fyrir síðustu leiktíð og sýndi frábæra takta í sumar. Hann fór aftur út í byrjun ágúst þar sem hann var að klára síðasta ár sitt í háskóla. Hann endaði háskólaboltann á að sigra sína deild ytra og kemur því hungraður til okkar eftir meiru.
Brenton Muhammad, sem kom til okkar frá Tindastól fyrir síðasta tímabil barðist við Daða um markvarðarstöðuna í sumar. Brenton er öflugur markmaður sem og gríðarlega mikilvægur í hóp. Til gamans með geta að Brenton er landsliðsmarkvörður Antígva og Barbúda.
Það er okkur mikið ánægjuefni að þessir drengir hafi skrifað undir og því breyting á hópnum milli ára að verða lítil, en byggt hefur verið upp með að halda í góða leikmenn í lengri tíma en 1 ár í senn.
Við óskum drengjunum góðs gengis með Vestra og bjóðum þá hjartanlega velkomna aftur!
Áfram Vestri!
Á dögunum framlengdu tveir leikmenn Vestra samning sinn við félagið.
Þetta eru þeir Hammed Lawal og Serigne Fall.
Elmar og Pétur héldu til Svíþjóðar á sunnudaginn s.l. en þar munu þeir fá smjörþefinn af því hvernig er að æfa út í heimi atvinnumannsins. Munu þeir vera úti í um viku tíma og æfa með Helsingborg.
NánarMilos Ivankovic hefur skrifað undir tveggja ára samning við Vestra.
NánarZoran Plazonić , hinn gríðarlega öflugi miðjumaður, hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum og er því samningsbundinn Vestra til 2020, sýnir þetta okkur að Zoran hefur trú á liðinu og því sem við erum að gera og ætlar klárlega að spila með okkur í Inkasso!
NánarHákon Ingi Einarsson hefur skrifað undir samning við Vestra og gengur til liðs við okkur frá Kára.
NánarAndy Pew mun því miður ekki spila með Vestra á næsta tímabili.
NánarÞórður Gunnar Hafþórsson hefur framlengt samning sinn við Vestra til 2020.
NánarElmar Atli, fyrirliðinn okkar, ásamt Pétri Bjarnasyni skrifuðu undir nú á dögunum.
NánarNú á dögunum skrifuðu þeir Daníel Agnar og Daniel Badu undir framlengingu á samningum sínum, en eftir undirskriftina eru þeir báðir samningsbundnir Vestra út tímabilið 2020.
Nánar