Fyrsti æfingarleikur vetrarins fer fram laugardaginn 23 nóvember í Reykjaneshöllinni kl 17:00.
Vestri mætir þar liði Njarðvíkur sem féll á síðasta tímabili úr Inkasso deildinni.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja okkar menn.
ÁFRAM Vestri.
NánarBreytingar eru á leikmannahóp Vestra fyrir næsta sumar en leikmennirnir Þórður Gunnar, Josh Signey, Páll Sindri og Hákon Ingi hafa allir yfirgefið félagið.
Vestri þakkar þeim öllum kærlega fyrir framlag sitt fyrir félagið og óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni og hjá nýjum félögum.
NánarVinstri bakvörðurinn Hammed Lawal hefur framlengt samning sinn við Vestra.
Hammed sem kemur frá Englandi og er 23 ára gamall hefur leikið með Vestra undanfarin 3 tímabil og mun spila 4 tímabilið sitt með Vestra í Inkasso deildinni.
Hammed átti virkilega gott sumar með Vestra og er hann sterkur bæði varnarlega og sóknarlega og er því gríðarlega mikilvægur fyrir baráttuna í Inkasso deildinni næsta sumar.
NánarVestri hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil í Inkasso.
Ísfirðingurinn Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til starfa og tekur hann við af Jóni Hálfdáni Péturssyni.
Heiðar þjálfaði á síðasta tímabili Sandoyar Ítróttarfelag B71 í Færeyjum .
Heiðar hefur einnig verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi ásamt því að hafa starfað hjá Val, Dalvík/Reyni, Þrótti og KR og býr þar af leiðandi yfir mikilli reynslu.
Stjórn Vestra er gríðarlega ánægð með ráðninguna á Ísfirðingnum og bjóðum við Heiðar velkominn til Vestra og óskum honum góðs gengis.
NánarHinn 28 ára gamli Serbneski framherji Vladimir Tufegdzic er genginn til liðs við Vestra
Hann lék síðasta tímabil með Grindavík í Pepsi max deildinni en gengur til liðs við Vestra fyrir komandi átök í Inkasso deildinni næsta sumar.
Vladimir hefur einnig leikið með KA og Víking Reykjavík í úrvaldsdeild á Íslandi og kemur til með að styrkja sóknarlínu Vestra.
Vladimir sem er framherji getur einnig leikið á kantinum og kemur því til með að gefa sóknarlínu Vestra meiri breidd.
Við bjóðum Vladimir velkominn til Vestra.
NánarUm helgina vann Vestri 7-0 sigur á Tindastól og tryggði þar með sæti sitt í Inkasso deildinni á næsta ári.
NánarVestri leikur sinn síðasta leik á tímabilinu nk. laugardag þegar liðið tekur á móti Tindastól á Olísvellinum.
NánarIsaac Freitas da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Vestra.
NánarGunnar Jónas Hauksson hefur gengið til liðs við Vestra frá Gróttu á láni út tímabilið.
NánarRobert, sem er 25 ára pólverji og 190cm á hæð, kemur til liðs við okkur frá Bochenski KS í heimalandi sínu.
Nánar