Eins og einhverjir vita, að þá er Guðmundur Kort að flytjast búferlum og mun setjast að á skaganum á næstu vikum.
NánarÁ sunnudaginn mun Vestri mæta Úlfunum í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Hefjast leikar klukkan 15:00 og spilað er á Olísvellinum.
Vonumst við til að sjá sem flesta að styðja við bakið á strákunum, en þeir ætla sér að sjálfsögðu sem lengst í bikarnum þetta árið.
ÁFRAM VESTRI!
Enn þarf að breyta fundarboði vegna aðalfundar deildarinnar. Þar sem við tókum þá misgáfulegu ákvörðun að halda fundinn á sumardaginn fyrsta, var boðið upp á ýmis færi á árekstrum við aðra hluti tengda frídeginum. Nú þarf að breyta fundarstaðnum. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð Eimskipahússins við Sundahöfn kl. 20. Enn eru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Allir velkomnir.
NánarOkkur langar að benda foreldrum á að skráasöfn knattspyrnudeildar eru öllum opin og um að gera að kynna sér efni þeirra, jafnvel að koma með ábendingar um efni sem þar gæti átt heima. Skráasafnið er að finna til hægri á síðunni.
NánarAðalfundur knattspyrnudeildar verður í kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu við Torfnes. Skýrsla deildarinnar fyrir síðasta ár er komin úr og er að finna í skráasafninu hér til hliðar.
NánarAðalfundi knattspyrnudeildar Vestra, sem átti að vera miðvikudaginn 17.apríl nk., hefur verið frestað. Nýr fundartími er fimmtudagurinn 25. apríl kl 20:00 á annarri hæð íþróttahússins að Torfnesi. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
NánarAðalfundur knattspyrnudeildar Vestra verður haldinn miðvikudaginn 17.apríl kl 20:00 í íþróttahúsinu Torfnesi. Dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
NánarÞað er alltaf nóg að gera á skrifstofunni, en í dag skrifuðu þeir Josh Signey og Brenton Muhammad undir framlengingu á samningum sínum við Vestra.
Signey, sem er miðjumaður, koma til okkar fyrir síðustu leiktíð og sýndi frábæra takta í sumar. Hann fór aftur út í byrjun ágúst þar sem hann var að klára síðasta ár sitt í háskóla. Hann endaði háskólaboltann á að sigra sína deild ytra og kemur því hungraður til okkar eftir meiru.
Brenton Muhammad, sem kom til okkar frá Tindastól fyrir síðasta tímabil barðist við Daða um markvarðarstöðuna í sumar. Brenton er öflugur markmaður sem og gríðarlega mikilvægur í hóp. Til gamans með geta að Brenton er landsliðsmarkvörður Antígva og Barbúda.
Það er okkur mikið ánægjuefni að þessir drengir hafi skrifað undir og því breyting á hópnum milli ára að verða lítil, en byggt hefur verið upp með að halda í góða leikmenn í lengri tíma en 1 ár í senn.
Við óskum drengjunum góðs gengis með Vestra og bjóðum þá hjartanlega velkomna aftur!
Áfram Vestri!
Á dögunum framlengdu tveir leikmenn Vestra samning sinn við félagið.
Þetta eru þeir Hammed Lawal og Serigne Fall.
Elmar og Pétur héldu til Svíþjóðar á sunnudaginn s.l. en þar munu þeir fá smjörþefinn af því hvernig er að æfa út í heimi atvinnumannsins. Munu þeir vera úti í um viku tíma og æfa með Helsingborg.
Nánar