Fréttir - Knattspyrna

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2020

Knattspyrna | 10.03.2020

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn þriðjudaginn 24. mars nk. Fundurinn verður haldinn í vallarhúsinu við Torfnes, efri hæð og hefst kl. 20:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Nánar

Sigurður Grétar Benónýsson gengur til liðs við Vestra!

Knattspyrna | 27.02.2020
Sigurður Grétar Benónýsson
Sigurður Grétar Benónýsson

Nú rétt í þessu var Sigurður Grétar Benónýsson að skrifa undir samning við knattspyrnudeild Vestra.

Nánar

Knattspyrnudeild og Viðburðastofa Vestfjarða í samstarf!

Knattspyrna | 19.02.2020
Samúel og Ragnar handsala samninginn að lokinni undirskrift
Samúel og Ragnar handsala samninginn að lokinni undirskrift
1 af 2

Viðburðastofa Vestfjarða muni sjá um markaðs- og útsendingarmál fyrir knattspyrnudeild næstu 3 leiktímabilin. 

Nánar

Ivo Öjhage gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 19.02.2020
Ivo Öjhage / Viðburðastofa Vestfjarða
Ivo Öjhage / Viðburðastofa Vestfjarða

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við miðvörðinn Ivo Öjhage út leiktímabilið.

Nánar

Fyrsti leikurinn 2020

Knattspyrna | 10.01.2020

Fyrsti leikur ársins er á morgun gegn Keflavík á fotbolti.net mótinu.

Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar menn.

Nánar

Ignacio Gil gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 01.12.2019

Hinn 26 ára spænski miðjumaður Ignacio Gil Echevarria hefur skrifað undir samning við Vestra. Hann hefur leikið síðustu tvö tímabil með Þór frá Akureyri í Inkasso-deildinni, en mun taka slaginn með Vestra á næsta tímabili. Hann var valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni árið 2018

Fjölmiðlafulltrúi Vestra sló á þráðinn og heyrði í nyjum liðsmanni Vestra. Hann kvaðst hafa verið með nokkkur tilboð úr að velja síðustu vikur. En það sem réð úrslitum hjá honum var metnaðurinn og umgjörðin í kringum félagið. Einnig  sagðist hann spenntur að kynnast stuðningsmönnum Vestra og svo auðvitað fólkinu í þessum vinalega bæ sem Ísafjörður virðist vera. Hann kveðst ætla gera allt hvað hann getur til að hjálpa Vestra að festa sig í sessi í Inkasso-deildinnni.

Það er ljóst að hér er um að ræða gríðarlegan liðsstyrk fyrir Vestra

Við bjóðum Ignacio Gil velkominn til Vestra.

Nánar

Penninn á lofti hjá Vestra

Knattspyrna | 30.11.2019
1 af 3

Knattspyrnulið Vestra endurnýjaði samninga við þrjá leikmenn sem léku með liðinu á liðnu sumri. Leikmennirnir sem endurnýjuðu samninga sína og munu taka slaginn með liðinu í Inkasso-deildinni eru Brenton Muhammad, Daniel Badu og Friðrik Þórir Hjaltason.

Brenton Muhammad markvörður fæddur árið 1990, kom til félagsins árið 2018 frá Tindastól og hefur spilað 17 deildar- og bikarleiki fyrir félagið. Brenton er landsliðsmarkvörður Antígva og Barbúda.

Daniel Badu varnarmaður fæddur árið 1987, hefur leikið með Magna, Njarðvík, BÍ/Bolungarvík og Vestra. Hann á að baki yfir 200 leiki í öllum keppnum á Íslandi og hefur reynst okkur Vestfirðingum afar traustur síðan hann fluttist vestur, árið 2012. Hann spilaði 21 leik fyrir Vestra í 2.deildinni nú í sumar og var einn af burðarásum liðsins.

Friðrik Þórir Hjaltason varnarmaður fæddur 1998, er uppalinn hjá félaginu og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014. Friðrik á að baki yfir 90 leiki fyrir félagið í öllum keppnum. Hann var mjög öflugur fyrir liðið í sumar og var einn af lykilleikmönnum liðsins í sumar.

Það er okkur mikið ánægjuefni að þessir drengir hafi skrifað undir nýja samninga og ákveðið að leika með liðinu í Inkasso-deildinni arið 2020.

Nánar

Nýr bakhjarl hjá Vestra

Knattspyrna | 27.11.2019

Meistaraflokkur knattspyrnudeildar Vestra og Premis hafa gert með sér samstarfssamning um að Premis verði einn af stærstu bakhjörlum deildarinnar næstu 3 árin. Premis er tölvufyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni, hvort sem um er að ræða kerfisrekstur, hýsingu, veflausnir eða almenna tölvuþjónustu. Eigandi Premis er Ísfirðingurinn Kristinn Elvar Arnarsson og handsöluðu hann og Samúel Samúelsson formaður mfl Vestra samninginn í höfuðstöðvum Premis sl. föstudag.

 

„Við erum gríðarlega ánægðir og þakklátir Premis um að ganga í lið með okkur, við erum að leika í fyrsta skipti undir merkjum Vestra í Inkasso-deildinni á komandi sumri. Við verðum að vera með samkeppnishæft lið og umgjörð, og samstarf við Premis hjálpar okkur klárlega í að ná þeim markmiðum. Vonandi verður þetta samstarf farsælt og hjálpar báðum aðilum“ sagði Samúel Samúelsson.


„Við hjá Premis höfum stutt vel við íþróttarstarf í gegnum tíðina, Í september sl. fylgdist ég með Vestra vinna Tindastól á Vestri TV, og tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Þar sá ég á fólki hvað fótboltinn gefur mikið, og ég hugsaði með mér að ég vildi leggja mitt af mörkum til að hjálpa liði í heimahögunum að halda áfram að dafna. Umgjörðin var frábær og allir voru með bros á vör og hver vill ekki taka þátt í svoleiðis skemmtun, ég hvet bara fleiri Vestfirðinga að hugsa heim og leggja sitt að mörkum við að hjálpa til“ sagði Kristinn Elvar Arnarsson eigandi Premis.

Nánar

Deildarbikarinn

Knattspyrna | 19.11.2019

Búið er að draga í riðla í Deildarbikarnum.

Vestri verður þar í riðli með Val, Víking Ólafsvík, Fjölnir, ÍBV og Stjörnunni.

Fyrsti leikur er gegn fyrrum Íslandsmeisturum og Pepsideildar liðinu Val þann 15 febrúar í Egilshöll.

Valur, Fjölnir og Stjarnan spila öll í Pepsideild en Vestri mun spila með Víking Ó og ÍBV í Inkasso deildinni næsta sumar, verður þetta því krefjandi og skemmtilegur riðill fyrir Vestra.

 

 

Nánar