Þær góðu fréttir komu frá KSÍ að Þráinn Arnaldsson markvörður BÍ/Bolungarvík í 3.flokki karla var valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum fyrir U-16 ára landslið Íslands. Þetta er frábær árangur hjá Þránni sem hefur staðið sig gríðarlega vel hjá BÍ/Bolungarvík. Þráinn er góð fyrirmynd annara og mjög duglegur að æfa.
NánarJónas Leifur Sigursteinsson hefur tekið við yfirþjálfarastöðu í barna- og unglingaflokkum BÍ/Bolungarvík.
NánarHæfileikamót KSÍ og N1 fyrir leikmenn í 4.flokki karla fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sá um mótið og voru 92 einstaklingar boðaðir. BÍ/Bolungarvík átti hvorki fleiri né færri en 3 stráka, þá Þórð Hafþórsson, Þráinn Arnaldsson og Guðmund Svavarsson. Líkt og áður hefur komið fram á heimasíðunni fór Lára Ósk Albertsdóttir í september fyrir stelpur á sama aldri.
Í sumar ferðaðist Halldór Björnsson um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og vann með krökkum á öllu landinu á æfingum. Halldór kom tvisvar á Ísafjörð í sumar og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Halldór var mjög ánægður með alla krakkana sem mættu og voru fleiri nálægt því að komast inn á þetta mót. Við óskum krökkunum okkar til hamingju með flottan árangur.
NánarHæfileikamót KSÍ og N1 fór fram í Kórnum í Kópavogi um nýliðna helgi. Úlfar Hinriksson þjálfari U-17 kvenna og Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar sáu um mótið og var Lára Ósk Albertsdóttir leikmaður 4.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðuð á mótið.
Undanfarið hefur Halldór Björnsson ferðast um landið með Hæfileikamótun KSÍ og N1 og er þetta mót framhald af þeirri vinnu. Um er að ræða leikmenn sem eru í 4. flokki, 13 til 14 ára, og hafa þeir mætt á æfingar og fengið annan fróðleik í gegnum Hæfileikamótun KSÍ og N1.
Við óskum Láru til hamingju með flottan árangur. Lára er mjög duglega að æfa og missir varla úr æfingu. Hefur það án efa átt hlut í þessum árangri.
NánarÍ maí sl. gerðist Íslandsbanki einn helsti bakhjarl yngri flokka BÍ/Bolungarvík. Var skrifað undir samning þess efnis í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði. Samningur þessi styrkir stoðir yngri flokka félagsins og gerir félaginu kleift að halda úti öflugu yngri flokka starfi.
NánarÆfingatafla fyrir sumarið 2015 tekur gildi mánudaginn 8.júní nk. Töfluna er einnig að finna hér: http://hsv.is/bi/aefingatafla/skra/101/
Rannveig Hjaltadóttir skoraði eitt marka ÍR/BÍ/Bolungarvík í 3-1 sigri liðsins á Keflavík í dag en leikurinn fór fram á Hertz vellinum í Reykjavík.
NánarSameinaður meistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur og ÍR tekur þátt í 1. deild kvenna í sumar.
Nánar5. flokkur karla gerði fína ferð til Akureyrar þar sem að þeir kepptu á Goðamóti Þórs dagana 13.-15.febrúar sl. Farið var með 2 lið til keppni og stóðu strákarnir sig prýðisvel.
NánarDaði Freyr Arnarsson markmaður 2.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík var valinn í leikmannahóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli EM dagana 21.-26.mars nk. Daði Freyr hefur varið mark meistaraflokks í öllum undirbúningsleikjum fyrir komandi keppnistímabil og vakið verðskuldaða athygli.
Nánar