Vélsmiðjan Jötunstál ehf. á Akranesi bættist í sumar í hóp styrktaraðila félagsins. Jötunstál ehf. er ungt fyrirtæki sem hóf rekstur árið 2012 og er til húsa við Hafnarbraut 16, Akranesi. Að henni standa tveir ungir menn, Birgir Fannar Snæland húsasmiður frá Ísafirði og Sturlaugur Agnar Gunnarsson vélvirki frá Akranesi.
Stjórn BÍ/Bolungarvík lýsir yfir gríðarlegri ánægju með styrktarsamningin og vonar að samstarfið verði gæfuríkt fyrir báða aðila.
Jötunstál ehf. á facebook
Eins og eflaust margir hafa tekið eftir núna í lok tímabils að þá verður eitthvað um mannabreytingar í ár. Það hefur reyndar verið gegnum gangandi síðustu ár, mikil leikmannavelta. Unnið er hörðum höndum að því að ráða nýjan þjálfara til félagsins. Samningur Jörundar Áka rann út og töldu báðir aðilar tímabært að ljúka samstarfinu eftir þrjú viðburðarrík ár. Ásgeir Guðmundsson aðstoðarþjálfari lætur einnig af störfum eftir gríðarlega gott starf í þágu klúbbsins.
Heimamennirnir Andri Rúnar Bjarnason og Sigurgeir Sveinn Gíslason hafa ákveðið að reyna fyrir sér á öðrum stöðum og takast á við nýjar áskoranir eftir mörg ár hjá félaginu. Hafsteinn Rúnar Helgason átti þrjú mjög góð ár en hann hefur núna ákveðið að leggja skóna alfarið á hilluna. Hann var til að mynda valinn leikmaður ársins hjá félaginu 2013 og í liði ársins það sumarið hjá þjálfurum og fyrirliðum annarra liða í deildinni. Kári Ársælsson, Aaron Spear, Goran Jovanvoski og Esteban Bayona eru líka horfnir á braut eftir að samningur þeirra rann út. Agnar Darri og Óskar Elías snúa aftur til Víkings R. og ÍBV eftir að hafa komið á láni seinna hluta tímabilsins og staðið sig með mikilli prýði.
Stjórn BÍ/Bolungarvík þakkar öllum þessum frábæru leikmönnum og þjálfurum fyrir störf sín fyrir félagið. Þeir hafa allir lagt sitt af mörkum til að gera BÍ/Bolungarvík að góðu fyrstu deildarliði. Gangi þeim sem allra best í nýjum verkefnum.
Nánar
Bandaríkjamaðurinn Rodrigo Morin er gengin til liðs við BÍ/Bolungarvík. Rodrigo er 28 ára miðju- og sóknarmaður sem lék síðast með Tindastól. Hann kom til Íslands árið 2013 og lék þá heilt tímabil með Tindastól. Á þessu tímabili lék hann hálft tímabil og kom síðan til BÍ/Bolungarvíkur á reynslu eftir að félagaskiptaglugganum lokaði.
Stjórn BÍ/Bolungarvík býður Rodrigo velkominn til félagsins.
Þrír leikmenn meistarflokks BÍ/Bolungarvík framlengdu samning sinn í síðustu viki. Um er ræða leikmennina Loic Ondo, Jose Figura og Phil Saunders og framlengdu allir um eitt ár. Þeir spiluðu allir stórt hlutverk þegar liðið hélt sæti sínu í 1.deild karla nú í sumar.
Loic Ondo er 24 ára varnarmaður sem var að ljúka sínu þriðja tímabili með BÍ/Bolungarvík. Hann lék árið 2011 fyrst með liðinu en var svo sumarið 2012 hjá Grindavík. Hann kom aftur og lék síðustu tvö tímabil með BÍ/Bolungarvík.
Jose Figura er 21 árs miðjumaður sem kom á miðju tímabili frá Tindastóli. Hann stóð sig með stakri prýði seinni hluta móts og var því áhugi að fá Jose aftur á næsta tímabili.
Phil Saunders er 23 ára markvörður. Hann kom á miðju sumri frá Bandaríkjunum og lét strax til sín taka.
Lokahóf meistaraflokka karla og kvenna hjá BÍ/Bolungarvík fór fram um síðastliðna helgi. Karlaliðið lék lokaleik sinn í 1. deild karla á laugardaginn gegn HK. Þeir enduðu tímabilið í 10.sæti eftir ágæta spilamennsku á seinni hluta tímabilsins. Kvennalið félagsins lauk keppni í 1.deild kvenna fyrir nokkru síðan. Þær höfnuðu í 8.sæti í A-riðli, einu stigi á undan Keflavík sem vermdi botnsætið.
Á hófinu sjálfu voru tímabilin gerð upp með skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingu. Hefð er fyrir því að leikmenn meistaraflokks velji sinn besta leikmann. Það voru Matthías Króknes Jóhannsson og Hildur Hálfdánardóttir sem voru valin best af liðsfélögum sínum.
Matthías var sá leikmaður sem steig hvað mest upp á seinni hluta tímabilsins er BÍ/Bolungarvík tryggði sæti sitt nokkuð örugglega þegar þrjár umferðir voru eftir. Barátta, kraftur og jákvæðni var það sem einkenndi leik hans þegar liðið þurfti hvað mest á að halda. Matthías á að baki 66 leiki í deild og bikar með félaginu ásamt fjórum U17 landsleikjum. Hildur fór fyrir mjög ungu liði meistaraflokks kvenna á leiktímabili sem gekk upp og ofan eins og hjá körlunum. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Hildur nú þegar komin með hátt í 50 leiki fyrir félagið og lauk hún sínu þriðja tímabili með meistaraflokki. Reynsla hennar nýttist yngri liðsfélögum vel í sumar.
Þá voru Elmar Atli Garðarson og Helga Þórdís Björnsdóttir valin efnilegust, Andri Rúnar Bjarnason og Erla Rut Sigurðardóttir voru markhæst og þá var Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir útnefnd mikilvægasti leikmaður meistaraflokks kvenna. 2.flokkur karla útnefndu sinn besta og efnilegasta leikmann. Daníel Agnar Ásgeirsson var sá besti og Friðrik Þórir Hjaltason sá efnilegasti.
Félagið vill þakka öllum styrktaraðilum og stuðningsmönnum fyrir stuðninginn á nýliðnu tímabili. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Áfram BLÁIR!
Meistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík sigraði Selfoss 2-1 á Torfnesvelli í dag. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og pressuðu Selfoss hátt á vellinum án þess að skapa sér nein dauðafæri. Vendipunktur í leiknum varð á 26. mínútu þegar Svavari Berg Jóhannssyni í liði Selfoss var vísað af velli fyrir groddalegt brot á Hafsteini Rúnari Helgasyni, fyrirliða BÍ/Bolungarvíkur. Svavar fór með fótinn allt of hátt í baráttu um boltann og lán að Hafsteinn meiddist ekki.
NánarBÍ/Bolungarvík hefur fengið tvo unga drengi að láni út tímabilið frá tveimur Pepsi deildar liðum. Um er að ræða Agnar Darra Sverrisson frá Víking Reykjavík og Óskar Elías Zoega Óskarsson frá ÍBV.
Agnar Darri er fæddur árið 1994 og er miðjumaður. Hann hefur leikið 11 með Víking á Íslandsmótinu til þessa. Óskar Elías er fæddur árið 1995 og er einnig miðjumaður. Hann hefur komið við sögu í 6 leikjum með ÍBV í sumar.
Auk þess hefur heimamaðurinn Sigþór Snorrason Schally fengið félagaskipti í BÍ/Bolungarvík. Sigþór er 29 ára varnar- og miðjumaður. Hann hefur leikið mest allan sinn feril með BÍ en einnig með Leikni og Keflavík. Í fyrra lék hann með liði Ægis frá Þorlákshöfn í 2. deild en núna í sumar hefur hann verið með Létti í 4. deildinni.
Stjórn liðsins býður þessa leikmenn velkomna vestur og vonandi að samstarfið út tímabilið verði farsælt fyrir báða aðila.
Goran Jovanovski samdi við okkur í dag og mun geta leikið með liðinu á móti Leikni á laugardaginn hérna heima. Hann 34 ára gamall Makedóníumaður. Hann getur leikið bæði í vörninni og á miðjunni.
Hann lék með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni árið 2011 og þá á hann að baki fjölmarga leiki í efstu deild í heimalandi sínu.
Andreas "Andy" Pachipis og Soroush Amani fóru frá félaginu í dag. Þeim er þakkað störf sín fyrir félagið og vonandi gengur þeim vel í næstu verkefnum.
------
Goran Jovanovski has agreed terms with BÍ/Bolungarvík and will be eligible to play next home game against Leiknir on Saturday. Goran is from Macedonia and is 34 years old. He can play both in defence and in the midfield area.
Andreas "Andy" Pachipis and Soroush Amani both left the club today. We thank them for all their work and wish them all the best.