Fréttir - Knattspyrna

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Knattspyrna | 17.01.2014 Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar verður sunnudaginn 19.janúar nk. á 4.hæð Stjórnsýsluhúsinu. Athöfnin hefst kl.16:00 og eru allir iðkendur og foreldrar hvattir til að mæta. Nánar

Sigrún Gunndís valin til æfinga með U-19

Knattspyrna | 16.01.2014
Sigrún Gunndís Harðardóttir var valin til æfinga með U-19 landsliðinu helgina 11.-12.janúar sl. Sigrún Gunndís er leikmaður kvennaliðs BÍ/Bolungarvík og var hún í janúarbyrjun valin efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2013. Æfingarnar fóru fram í Kórnum og Egilshöll. 
Nánar

Fjórir iðkendur yngri flokka BÍ/Bolungarvík á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 16.01.2014 Fjórir iðkendur yngri flokka BÍ/Bolungarvík hafa sótt æfingar hjá yngri landsliðum Íslands sl. 3 mánuði. Kolfinna Brá Einarsdóttir leikmaður 3.flokks og meistarflokks kvenna hefur sótt æfingar hjá U-17 landsliðinu. Daði Freyr Arnarsson, Friðrik Þórir Hjaltason og Viktor Júlíusson leikmenn 3.flokks hafa reglulega sótt æfingar hjá U-17 landsliðinu.  Nánar

Kári Ársælsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 15.01.2014

BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifar undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. BÍ/Bolungarvík hefur verið á höttunum eftir varnarmanni eftir að Dennis Nielsen yfirgaf félagið og samdi við Egersund IK í Noregi.

Kári er fæddur árið 1985 og er varnarmaður. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Stjörnunni og ÍA. Hann á að baki 164 leiki og 9 mörk á sínum ferli í deild og bikar. Hann kemur til liðsins frá ÍA.

Kári var fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð Íslandsmeistari 2010 og þegar liðið varð bikarmeistari árið á undan. Síðustu tvö ár hefur hann leikið með ÍA í Pepsi-deildinni.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur býður Kára velkominn til félagsins og eru miklar vonir bundnar við frammistöðu hans.

Nánar

Sigrún Gunndís Harðardóttir efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2013

Knattspyrna | 06.01.2014
Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmaður kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur hefur verið valin efnilegasti íþróttamaður BÍ árið 2013. Sigrún Gunndís hefur æft knattspyrnu í 10 ár og ávallt leikið með BÍ/Bolungarvík. Sigrún Gunndís var mikilvægur hlekkur í kvennaliði BÍ/Bolungarvíkur keppnistímabilið 2013. Sigrún Gunndís spilaði alla 16 leiki liðsins í 1.deild. Sigrún Gunndís spilaði alla fjóra leiki BÍ/Bolungarvíkur í Lengjubikarnum og skoraði 1 mark. Sigrún Gunndís var valin til æfinga með U-17 og U-19 landsliðum kvenna á árinu 2013. Hún spilaði vináttulandsleik með U-17 landsliðinu gegn Dönum 27.janúar 2013.
Sigrún Gunndís er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi. Sigrún Gunndís er góð fyrirmynd yngri íþróttamanna.
Nánar

Hafsteinn Rúnar Helgason íþróttamaður ársins 2013 hjá BÍ

Knattspyrna | 06.01.2014
Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2013.
Hafsteinn var lykilmaður í 1.deildarliði BÍ/Bolungarvík sem náði sínum besta árangri til þessa. Hann var valinn í lið ársins í 1.deildinni auk þess sem hann skoraði 7 mörk og lagði upp annan eins fjölda. Hafsteinn er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og liðinu gríðarlega mikilvægur. Hafsteinn lék áður með Stjörnunni í Pepsi deild karla í nokkur ár áður en hann skipti yfir í BÍ/Bolungarvík. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Reyni frá Sandgerði.
Nánar

Íþróttamaður ársins hjá BÍ/Bolungarvík - Hafsteinn Rúnar Helgason

Knattspyrna | 06.01.2014

Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2013.

Hafsteinn var lykilmaður í 1.deildarliði BÍ/Bol sem náði sínum besta árangri til þessa. Hann valinn í lið ársins í 1.deildinni auk þess sem hann skoraði 7 mörk og lagði upp annan eins fjölda. Hafsteinn er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og liðinu gríðarlega mikilvægur. Hafsteinn lék áður með Stjörnunni í Pepsi deild karla í nokkur ár áður en hann skipti yfir í BÍ/Bol. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Reyni frá Sandgerði.

Stjórn, þjálfarar og leikmenn vilja óska Hafsteini til hamingju með þessa viðurkenningu.

Nánar

Björgvin Stefánsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 07.11.2013

Hinn 19 ára gamli, Björgvin Stefánsson, hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík frá Haukum. Björgvin hefur leikið 56 leiki með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 8 mörk á síðustu tveimur árum. Í sumar skoraði Björgvin 20 mörk í 16 leikjum með 2.flokki Hauka og var markahæstur. Þar að auki á hann sex landsleiki fyrir U19 ára lið Íslands.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með þessi félagaskipti. Liðið bindur miklar vonir við Björgvin enda mjög efnilegur leikmaður sem á eflaust eftir að setja mark sitt á komandi tímabil.

Nánar

Ólafur Atli skrifar undir samning

Knattspyrna | 30.10.2013

Ólafur Atli Einarsson, leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning. Ólafur Atli er nýgenginn upp úr öðrum flokki félagsins þar sem hann var valinn bestur og varð markahæstur. Ólafur fékk mörg tækifæri með meistaraflokk félagsins síðasta vetur í Lengjubikarnum ásamt því að koma nokkrum sinnum inn á í 1. Deildinni í sumar. Hann var lykilmaður í góðum öðrum flokki félagsins núna í sumar og sýndi að hann er gríðarlegt efni. Félagið bindur miklar vonir við Ólaf og mun hann án efa styrkja leikmannahóp liðsins næsta sumar.

Nánar

Hafsteinn Rúnar framlengir við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.10.2013

Besti leikmaður liðsins á nýliðnu tímabili, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur skrifað undir nýjan samning við BÍ/Bolungarvík. Það eru allir gríðarlega ánægðir með þessi tíðindi því auk þess að vera góður leikmaður þá er Hafsteinn gull af manni og fyrirmynd okkar allra. Áfram BLÁIR!

Nánar