Leikmenn Bí/Bolungarvíkur áttu ekki í miklum vandræðum með lið Tindastóls í dag er liðin mættust á Torfnesvelli í fyrstu umferð 1. deildar karla.
NánarKnattspyrnusambandið vill vekja athygli á efni á heimasíðu KSÍ er varða höfuðáverka og ráðleggingar um það hvernig bregðast skuli við höfuðmeiðslum og/eða heilahristingi.
Gögnin eru unnin af Reyni Björnssyni lækni og formanni heilbrigðisnefndar KSÍ og af Sveinbirni Brandssyni lækni, sem einnig situr í heilbrigðisnefnd KSÍ.
Annars vegar um að ræða fyrirlestur sem Reynir hélt á súpufundi KSÍ 28. apríl og hins vegar ráðleggingar heilbrigðisnefndar um það hvernig bregðast skuli við höfuðmeiðslum og heilahristingi.
KSÍ hvetur alla til að kynna sér þessi mál vel því reglulega koma upp atvik þar sem leikmenn hljóta varanlegan skaða af höfuðhöggi og einkennin og eftirfylgnin er eitthvað sem við ættum að vera vakandi fyrir því ekkert er mikilvægara en heilsan.
Þessi gögn og annað efni sem fjallað hefur verið um á súpufundum má finna hér: http://www.ksi.is/fraedsla/supufundir---fyrirlestrar/
Með kveðju,
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Knattspyrnusamband Íslands
Umsjónarmaður þjálfaramenntunar
NánarStjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að úthluta sextán milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Þetta er í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Sjö af tíu verkefni sem sóttu um styrk fengu pening að þessu sinni.
Meistaraflokkur kvenna hjá BÍ/Bolungarvík lék sína fyrstu leiki á árinu um síðustu helgi í Lengjubikarnum. Fyrri leikurinn var gegn KR og tapaðist hann stórt, eða 14-0. Í síðari leiknum gegn Fjölni töpuðu stelpurnar 3-1. Jónas Leifur Sigursteinsson, þjálfari liðsins, segir að það hafi sést í leiknum gegn KR að stelpurnar hafi verið að leika í fyrsta sinn á velli síðan í nóvember. „Við höfum ekki komist á völl síðan í nóvember og það sást berlega. Bæði KR og Fjölnir hafa æft á velli í allan vetur. Við erum búin að æfa vel í vetur, bara ekki fótbolta. Höfum verið á þrekæfingum og hlaupum og eitthvað verið í innanhúsbolta. Við lítum á Lengjubikarinn sem æfingaleiki og stressum okkur ekki á úrslitunum heldur notum þá til undirbúnings fyrir Íslandsmótið,“ segir Jónas Leifur.
NánarBÍ/Bolungarvík hefur fengið miðjumanninn Qunicy Osei til liðs við sig. Osei er 24 ára gamall Ganamaður en hann lék í fyrra með AC Kajaani í C-deildinni í Finnlandi.
Nánar
Miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12.00-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er ferðakostnaður knattspyrnufélaga. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna www.sporttv.is og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.
Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson. Halla er starfsmaður ÍSÍ í ferðasjóði íþróttafélaga og mun hún útskýra reglur og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið mun Bjarni Ólafur, formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, kynna hugmyndir sínar um jöfnunarsjóð knattspyrnufélaga en Bjarni situr í nefnd innan KSÍ sem fjallar um ferðakostnað félaganna.
KSÍ hvetur forráðamenn félaga til að fjölmenna á fundinn, en tillögur Bjarna snúa að öllum knattspyrnufélögum landsins og kostnað þeirra vegna ferðalaga í mót á vegum KSÍ.
Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV.
Aðgangur er ókeypis og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is.
NánarMánudaginn 17. mars kl. 16.30 stendur HSV fyrir fundi í Stjórnsýsluhúsinu Ísafirði sem er liður í forvarnarátaki ÍSÍ gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum. Erindi fundarins verður í höndum Hafdísar Hinriksdótturn, íþróttakonu og meistaranema í félagsfræði, en Hafdís hefur verið vinna efni, í samvinnu við ÍSÍ, sem fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum.
Það er gríðalega mikilvægt að allir þjálfarar og aðilar sem á einn eða annan hátt eru að vinna með börnum og unglingum í hreyfingunni taki frá tíma á mánudag og hlýði á erindið og taki þannig á ábyrgan hátt þátt í þessari baráttu. Erindið er bæði upplýsandi, fróðlegt og skemmtileg og á eftir verður boðið upp á kaffi, meðlæti og umræður um efnið.
Hér má finna slóð þar hægt er að nálgast fræðslubækling um þetta efni.
Hér er hægt að finna viðtal við Hafdísi Hinriksdóttur þar sem hún fjallar örstutt um erindið sitt.
Nánar