Fréttir - Knattspyrna

Álftanes 2-0 BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 24.06.2013

1-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('56) 
2-0 Theodóra Dís Agnarsdóttir ('61) 

Álftanes heldur sigurgöngu sinni áfram en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og situr í 3.sæti A-riðils á eftir ÍA og Fylki. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Theodóru Dís Agnarsdóttur að skora tvívegis fyrir Álftanes. Í fyrra markinu komst hún ein inn fyrir og kláraði vel og síðara markið skoraði hún með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf. 

Frétt frá Fótbolta.net

Nánar

Tap á Akureyri

Knattspyrna | 22.06.2013

Meistaraflokkur karla beið lægri hlut á móti heimamönnum í KA á Akureyri í dag. Leikar fóru 1-0 og skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson eina mark leiksins á 39 mínútu. BÍ/Bolungarvík er eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar, 3 stigum á eftir Grindavík.

Nánar má lesa um leikinn á fotbolti.net

Nánar

Mark Aaron Spear dugði ÍBV á Ísafirði

Knattspyrna | 13.06.2013

Eyjamenn verða í pottinum þegar dregið verður til 8-liða úrslita Borgunarbikarsins en þeir unnu 1-0 útisigur gegn Djúpmönnum á Ísafirði í kvöld. 

Eina mark leiksins skoraði Aaron Spear með skalla á 38. mínútu en það var í skrautlegri kantinum og skrifast á Alejandro Munoz, markvörð heimamanna, sem átti hrikalega lélegt útspark. 

Nánar

Frábær útisigur á Fjölni

Knattspyrna | 11.06.2013

Þegar Fjölnir og BÍ/Bolungarvík mættust í fyrstu deild karla í dag var einn leikmaður inni á vellinum sem átti nokkur hundruð leiki að baki í tveimur efstu deildunum á Englandi. Sá leikmaður átti eftir að gera gæfumuninn því Nigel Quashie skoraði tvö mörk í síðari hálfleik sem hjálpuðu BÍ/Bolungarvík að landa sínum fjórða sigri í fyrstu deildinni í sumar.

Nánar

4-1 tap fyrir Fylki

Knattspyrna | 08.06.2013

BÍ/Bolungarvík tapaði í gær fyrir Fylki, 4-1, í 1. deild kvenna. Djúpkonur komust í 1-0 á 41 mínútu með marki frá Karitas Ingimarsdóttur en Fylkir jafnaði á 45 mínútu. Fylkiskonur bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik og stóðu því uppi sem sigurvegarar.

BÍ/Bolungarvík er í 5. sæti A-riðils 1. deildarinnar eftir leik helgarinnar með 4 stig á meðan Fylkir er í 2. sæti með 10 stig.

0-1 Karitas S Ingimarsdóttir ('41)
1-1 Anna Björg Björnsdóttir ('45)
2-1 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('49)
3-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir ('66)
4-1 Anna Björg Björnsdóttir ('71, víti)

Fótbolti.net - Myndaveisla

Nánar

2-4 sigur á Fjölni

Knattspyrna | 08.06.2013

BÍ/Bolungarvík lagði Fjölni af velli í Grafarvogi í dag, 2-4. Nigel Quashie skoraði 2 mörk fyrir Djúpmenn en Max Touloute og Ben Everson bættu við einu hvor. Eftir leiki dagsins er BÍ/Bolungarvík í 2. sæti 1. deildarinnar með 12 stig líkt og Grindvíkingar sem eru í 1. sæti.

Umfjöllun á öðrum miðlum

 

Nánar

Orkubúið styrkir kvennalið BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 07.06.2013

Meistaraflokkur kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur og Orkubú Vestfjarða hafa gert með sér 3ja ára samstarfsamning sem gerir Orkubúið að einum af stærstu styrktaraðilum liðsins. Merki Orkubúsins mun prýða keppnistreyjur liðsins.

Nánar

BÍ/Bolungarvík - ÍBV

Knattspyrna | 03.06.2013

BÍ/Bolungarvík fær heimaleik gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikar karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV leikur í Pepsi deildinni og hefur byrjað tímabilið ágætlega. Hermann Hreiðarsson þjálfar liðið í dag og ekki ómerkari maður en David James stendur í markinu. Það hefur væntanlega aldrei gerst áður að þrír fyrrverandi leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafið leikið á sama tíma á hinum goðsagnakennda Torfnesvelli. Nigel Quashie, David James og Hermann eiga það allir sameiginlegt að hafa leikið vel yfir 100 leiki með Portsmouth.

Leikurinn hefur verið settur á föstudaginn 21.júní klukkan 19:15, hinsvegar er leikur hjá BÍ/Bolungarvík daginn eftir við KA á Akureyri. Við komum með upplýsingar hvort þessi eða aðrir leikir verða færðir útaf þessari viðureign. 

Nánar

Tap fyrir Haukum

Knattspyrna | 03.06.2013

Meistaraflokkur kvenna beið lægri hlut fyrir Haukum á sunnudaginn með tveimur mörkum gegn engu. Liðið er sem stendur í 4. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki en önnur lið hafa spilað frá einum upp í þrjá leiki.

Nánar

4-3 heimasigur á Selfyssingum í dag

Knattspyrna | 01.06.2013

Það var margt um manninn á Torfnesvelli þegar BÍ/Bolungarvík tók á móti Selfyssingum í kulda og norðanátt. Leikmenn Bí/Bolungarvíkur voru töluvert sterkari í fyrri hálfleik þar sem þeir léku með vindinn í bakið og leið ekki langur tími þar til að fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós.

Nánar