Fréttir - Knattspyrna

Loic Ondo í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 07.02.2013

Varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo hefur aftur gengið til liðs við félagið. Hann mun koma til landsins 19. febrúar og hefja strax æfingar með liðinu. Loic lék með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011, þegar liðið var á sínu fyrsta ári í 1. deild. Hann kom þá á láni frá Grindavík þar sem hann var á mála allt síðasta sumar.

Loic er 23 ára og frá Gabon en hann hefur verið í Frakklandi eftir að Pepsi deildinni lauk síðasta haust. Hann kom til Grindvíkinga 2010 eftir að hafa spilað með liðum í Frakklandi. Hann er yngri bóðir Gilles Mbang Ondo sem lék í framlínu Grindvíkinga við góðan orðstír.

Nánar

Stuðningsmaður ársins 2012

Knattspyrna | 02.02.2013

Nú á dögunum kusu leikmenn liðs Bí/Bolungarvíkur stuðningsmenn ársins 2012.
Margir komu til greina enda margir dyggir stuðningsmenn liðsins í brekkunni á síðastliðnu tímabili.
Þó var einn sem að mati liðsmanna BÍ/Bolungarvíkur sem að stóð upp úr og er stuðningsmaður ársins 2012 Hermann Ási Falsson.
Hermann Ási sem að er 24 ára er mikill aðdáandi liðsins, og fékk Hermann að launum áritaða treyju frá leikmönnum liðsins, en hann fékk hana afhenta í gær frá þeim Andra Rúnari og Dennis Nielsen og var þessi mynd tekin af þeim við það tilefni.

Annars er það að frétta af liðinu að á morgun 3. febrúar er leikur gegn Aftureldingu í Fótbolti.net mótinu, og hefst leikurinn kl. 17:15 í Kórnum, Kópavogi. 

Nánar

Matthías Króknes Jóhannsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.01.2013

Matthías Króknes Jóhannsson hefur gengið aftur til liðs við sitt uppeldisfélag eftir ár í herbúðum Framara. Matti hóf að leika með meistaraflokki árið 2009 og lék þá einn leik í 2. deild. Þrátt fyrir ungan aldur á Matti 26 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk. Hann lék með 2. flokki Fram í fyrra og var einn af lykilmönnum liðsins í íslandsmótinu þar sem þeir enduðu um miðja deild.

Þetta eru afar ánægjulegar fréttir að Matti skuli vera kominn heim og mun styrkja hópinn gríðarlega mikið.

Nánar

Sigrún Gunndís í landsliðshóp U-17 gegn Dönum

Knattspyrna | 21.01.2013
Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmaður meistaraflokks BÍ/Bolungarvík hefur verið valin til æfinga með U-17 um næstu helgi, þ.e.a.s. dagana 25.-27.janúar. Einnig hefur hún verið valin í landsliðshóp U-17 sem mun spila æfingaleik við Danmörku sunnudaginn 27.janúar nk. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl.13:30.
Nánar

Bjarki Pétursson skrifar undir nýjan samning

Knattspyrna | 21.01.2013

Markvörðurinn Bjarki Pétursson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Bjarki verður tvítugur á þessu ári og kom til félagsins frá Fjölni árið 2011. Þetta er því þriðja tímabil hans með BÍ/Bolungarvík.

Hann lék þrjá leiki í markinu í 1.deildinni í sumar og stóð sig með stakri prýði. Framtíð Bjarka var í óvissu eftir tímabilið en hann ákvað að taka slaginn í sumar og eru það frábærar fréttir fyrir liðið. 

Nánar

Ungt lið BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 21.01.2013

Í fyrstu tveimur leikjum liðsins á þessu ári, klukkutíma leikur gegn HK og svo leikur gegn Grindavík á fotbolti.net mótinu, hafa ungir leikmenn verið að fá tækifæri með meistaraflokki liðsins. Leikmannahópur liðsins er fámennur eins og svo oft áður á þessu tíma ársins og því hafa ungir drengir í öðru flokki fengið að manna hópinn í æfingarleikjunum.

Axel Sveinsson, Tómas Svavarsson, Halldór Páll Hermannsson, Ólafur Atli Einarsson og Daníel Ásgeirsson hafa allir fengið mínútur með liðinu. Þetta er afar ánægjulegt að svona margir frambærilegir leikmenn séu að koma í gegnum unglingastarfið. Það auðveldar allt starf í kringum liðið að hafa sem flesta heimamenn í liðinu.

Nánar

3-2 Sigur á Grindvíkingum í fyrsta leik á Fótbolti.net mótinu

Knattspyrna | 19.01.2013 Lið BÍ/Bolungarvíkur heimsótti lið Grindvíkinga í reykjaneshöllina fyrr í dag og sóttu sér 3 stig með fínum leik okkar manna.
Andri Rúnar Bjarnason fór réttum megin fram úr rúminu í morgun og skoraði þrennu gegn Grindvíkingum sem að féllu úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Mörk Grindvíkinga kömu bæði í seinni hálfleiknum en Magnús Björgvinsson skoraði bæði mörk þeirra og kom seinna mark þeirra beint úr aukaspyrnu.
Lið Bí/Bolungarvíkur var þannig skipað í leiknum : Steven (18 ára markmaður frá Bandaríkjunum) - Haddi, Sigurgeir, Dennis, Axel Sveinsson - Daniel Badu, Joe Storer, Alexander, Sölvi Gylfa, Pétur og Andri Rúnar.
Grindvíkingar fengu víti í seinni hálfleiknum en Steven varði það víti.

Úrslitin úr þessum leik eru mjög jákvæð og spilamennska leikmanna einnig, það mun svo koma í ljós á næstu dögum hvort að samið verði við erlendu leikmennina sem eru á reynslu hjá liðinu.

Jörundur Áki þjálfari BÍ/Bolungarvíkur var í áhugaverðu viðtali í gær í þættinum Boltinn hjá Hirti Hjartarsyni sem sendur var út á X-inu þar fór Jörundur aðeins út í leikmannamálin eins og þau eru þessa stundina.
Viðtalið má hlusta á á linknum hér að neðan.

http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16371 Nánar

Nigel Quashie kominn til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 19.01.2013

BÍ/Bolungarvík gerði nú á dögunum samning við hinn reynslumikla leikmann Nigel Quashie.

Nánar

Daði Freyr og Hjalti Hermann á U-16 æfingu

Knattspyrna | 17.01.2013
Daði Freyr Arnarsson og Hjalti Hermann Gíslason leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvík hafa verið boðaðir á æfingar með U-16 helgina 19.-20.janúar. Daði Freyr og Hjalti Hermann spiluðu með 4.flokki BÍ/Bolungarvík sl. sumar, sem var hársbreidd frá sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins og sigraði REY-CUP. Æfingarnar fara fram í Kórnum.
Nánar

Michael Abnett í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 11.01.2013 BÍ/Bolungarvík hefur komist að samkomulagi við Michael Abnett um að hann leiki með liðinu i sumar.
Michael er 22 ára hægri bakvörður sem lék með BÍ/Bolungarvík árið 2011 og spilaði þá 20 leiki og skoraði 2 mörk í 1. deildinni. Michael var á mála hjá Crystal Palace þegar hann var yngri en hefur flakkað á milli liða í neðri deildum á Englandi.

Abnett er væntanlegur til landsins 3. febrúar og mun leika sinn fyrsta leik gegn Víking Ólafsvik í Lengjubikarnum þann 16. febrúar


Nánar