BÍ/Bolungarvík fær heimaleik gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikar karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV leikur í Pepsi deildinni og hefur byrjað tímabilið ágætlega. Hermann Hreiðarsson þjálfar liðið í dag og ekki ómerkari maður en David James stendur í markinu. Það hefur væntanlega aldrei gerst áður að þrír fyrrverandi leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafið leikið á sama tíma á hinum goðsagnakennda Torfnesvelli. Nigel Quashie, David James og Hermann eiga það allir sameiginlegt að hafa leikið vel yfir 100 leiki með Portsmouth.
Leikurinn hefur verið settur á föstudaginn 21.júní klukkan 19:15, hinsvegar er leikur hjá BÍ/Bolungarvík daginn eftir við KA á Akureyri. Við komum með upplýsingar hvort þessi eða aðrir leikir verða færðir útaf þessari viðureign.
Meistaraflokkur kvenna beið lægri hlut fyrir Haukum á sunnudaginn með tveimur mörkum gegn engu. Liðið er sem stendur í 4. sæti með 4 stig eftir fjóra leiki en önnur lið hafa spilað frá einum upp í þrjá leiki.
NánarÞað var margt um manninn á Torfnesvelli þegar BÍ/Bolungarvík tók á móti Selfyssingum í kulda og norðanátt. Leikmenn Bí/Bolungarvíkur voru töluvert sterkari í fyrri hálfleik þar sem þeir léku með vindinn í bakið og leið ekki langur tími þar til að fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós.
NánarFjölnir Baldursson var á leik BÍ/Bolungarvíkur og ÍR í 1. deild kvenna og tók saman þetta glæsilega myndband.
NánarBÍ/Bolungarvík og Orkubú Vestfjarða skrifuðu í dag undir samsstarfssamning. Orkubúið verður einn af aðal bakhjörlum félagsins næstu þrjú árin. Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvík, og Sigurjón Kr. Sigurjónsson, Orkubúi Vestfjarða, skrifuðu undir í dag í höfuðstöðvum Orkubúsins.
Stjórn BÍ/Bolungarvík er gríðarlega þakklát Orkubúinu fyrir þeirra framlag til félagsins og bindur miklar vonir við góða samvinnu næstu árum.
NánarKFÍ TV hefur sett á netið myndbrot með helstu atvikunum úr leik BÍ/Bolungarvíkur og Reynis Sandgerðis í 32 lið úrslitum Borgunarbikarsins.
NánarÍ kvöld tóku leikmenn Bí/Bolungarvíkur á móti Reyni Sandgerði í æsispennandi leik á gervigrasvellinum við Torfnes, á Ísafirði. Tveir lykilmenn voru fjarverandi í liði Bí/Bolungarvíkur en þeir Sigurgeir Gíslason og markvörðurinn Alejandro Munoz tóku út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn Grindavík.
NánarÁ morgun, miðvikudag, mun BÍ/Bolungarvík taka á móti liði Reynis frá Sandgerði í 32-liða úrslitum í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Varnarmaðurinn Sigurgeir Sveinn og markvörðurinn Alex fengu báðir rautt í erfiðum leik gegn Grindavík síðastliðinn laugardag. Þeir verða báðir í banni í bikarleiknum.
Reynir Sandgerði leikur í 2. deild og eru sem stendur í neðsta sæti, hafa tapað öllum sínum þrem leikjum. Þjálfari liðsins er Atli Eðvaldsson.
KFÍ TV sýndi beint frá BÍ/Bolungarvíkur og Þrótts um daginn og nú hafa þeir sett á netið myndbrot með helstu atvikunum úr leiknum.
NánarBÍ/Bolungarvík er komið á topp 1. deildar karla eftir aðra umferð mótsins en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti á heimavelli í dag.
Nánar