Fréttir - Knattspyrna

Búningamátun og 30%afsláttur af fótboltaskóm

Knattspyrna | 29.04.2013
Boltafélag Ísafjarðar hefur ákveðið að hefja samstarf við Hafnarbúðina á Ísafirði.
Félagið boðar nú iðkendur sína í búningamátun, þar sem á að fá nýja keppnisbúninga. Haldið verður áfram samstarf við Hummel og verða búningarnir teknir í gegnum Hafnarbúðina, sem er komin með umboð fyrir Hummel.
Haldið verður áfram með það fyrirkomulag að hver iðkandi kaupi og eignist sinn keppnisbúning!! Verðið á keppnissettinu verður haldið í lágmarki og verður 5.500kr( langerma keppnistreyja, stuttbuxur og sokkar). Einnig er hægt að bæta við inn í settið stutterma keppnistreyju.
Búningamátunin fer fram á opnunartíma Hafnarbúðarinnar vikuna 29.apríl-3.maí. Sömu viku verður Hafnarbúðin með 30% afslátt af fótboltaskóm.
Nánar

Abnett og Ondo framlengja

Knattspyrna | 11.04.2013

Michael Abnett og Loic Ondo hafa báðir framlengt samning sinn til tveggja ára. Báðir spiluðu þeir með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011 og stóðu sig mjög vel. Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið að þessir leikmenn hafi áhuga á að skuldbinda sig til lengri tíma.

Á síðasta tímabili framlengdu Dennis Nielsen og Daniel Badu sína samninga ásamt því að í haust skrifaði Nigel Quashie undir þriggja ára samning. Vonandi verður þetta til þess að liðið haldist nánast óbreytt milli ára en miklar breytingar og óvissa í leikmannamálum hefur einkennt liðið síðustu ár.

Allir þessir fimm leikmenn hafa verið til fyrirmyndar, bæði innan vallar og utan.

Nánar

Sölvi G. Gylfason kveður

Knattspyrna | 10.04.2013

Okkar heimsins besti Sölvi mun búa í Borgarnesi í sumar og stunda þar vinnu. Hann mun því ekki leika með BÍ/Bolungarvik í 1.deildinni í sumar eins og til stóð.

Sölva verður sárt saknað af okkur öllum og vill stjórn BÍ/Bolungarvíkur þakka Sölva kærlega fyrir samstarfið síðustu ár. Sölvi er frábær drengur og góður félagi. Við óskum honum velfarnaðar í því sem hann kemur til með að taka sér fyrir hendur.


Stjórn, þjálfarar og leikmenn Bí/Bolungarvikur.

Nánar

Alex í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.04.2013

Spánverjinn, Alejandro Berenguer Munoz (Alex), er kominn til Bí/Bolungarvíkur og mun spila með liðinu gegn Fylki í Lengjubikarnum á laugardag á Torfnesvelli. Í kjölfarið er líklegt að hann semji við félagið.


Tímabilið 2010/2011 var Alex á mála hjá Hercules í Alicante þegar liðið lék í spænsku úrvalsdeildinni.

Hann var meðal annars á bekknum í sex leikjum hjá liðinu í úrvalsdeildinni það tímabil en á meðal leikmanna liðsins þá var David Trezeguet fyrrum framherji Juventus.


Undanfarin tvö tímabil hefur Alex síðan verið á mála hjá Denia í spænsku þriðju deildinni en hann lék einnig með Alicante CF og Jove Espanol í yngri flokkunum.

 

Nánar

Max Touloute í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 14.03.2013

Kantmaðurinn, Max Touloute, hefur skrifað undir samning við BÍ/Bolungarvík. Max lék í fyrra með liði Tindastóls í 1. deildinni og stóð sig þar með stakri prýði. Hann er 23 ára og kemur frá Haítí. Hann er eins og stendur að spila í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Max getur leikið á kantinum og einnig leyst framherjastöðuna.

Í nóvember á síðasta ári var Max valinn í landsliðshóp Haítí sem mætti liði Grenada. Þess má til gamans geta að þá var landslið Haítí 57. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland aðeins í 96. sæti.

Nánar

Loic Ondo í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 07.02.2013

Varnarmaðurinn Loic Mbang Ondo hefur aftur gengið til liðs við félagið. Hann mun koma til landsins 19. febrúar og hefja strax æfingar með liðinu. Loic lék með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011, þegar liðið var á sínu fyrsta ári í 1. deild. Hann kom þá á láni frá Grindavík þar sem hann var á mála allt síðasta sumar.

Loic er 23 ára og frá Gabon en hann hefur verið í Frakklandi eftir að Pepsi deildinni lauk síðasta haust. Hann kom til Grindvíkinga 2010 eftir að hafa spilað með liðum í Frakklandi. Hann er yngri bóðir Gilles Mbang Ondo sem lék í framlínu Grindvíkinga við góðan orðstír.

Nánar

Stuðningsmaður ársins 2012

Knattspyrna | 02.02.2013

Nú á dögunum kusu leikmenn liðs Bí/Bolungarvíkur stuðningsmenn ársins 2012.
Margir komu til greina enda margir dyggir stuðningsmenn liðsins í brekkunni á síðastliðnu tímabili.
Þó var einn sem að mati liðsmanna BÍ/Bolungarvíkur sem að stóð upp úr og er stuðningsmaður ársins 2012 Hermann Ási Falsson.
Hermann Ási sem að er 24 ára er mikill aðdáandi liðsins, og fékk Hermann að launum áritaða treyju frá leikmönnum liðsins, en hann fékk hana afhenta í gær frá þeim Andra Rúnari og Dennis Nielsen og var þessi mynd tekin af þeim við það tilefni.

Annars er það að frétta af liðinu að á morgun 3. febrúar er leikur gegn Aftureldingu í Fótbolti.net mótinu, og hefst leikurinn kl. 17:15 í Kórnum, Kópavogi. 

Nánar

Matthías Króknes Jóhannsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.01.2013

Matthías Króknes Jóhannsson hefur gengið aftur til liðs við sitt uppeldisfélag eftir ár í herbúðum Framara. Matti hóf að leika með meistaraflokki árið 2009 og lék þá einn leik í 2. deild. Þrátt fyrir ungan aldur á Matti 26 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk. Hann lék með 2. flokki Fram í fyrra og var einn af lykilmönnum liðsins í íslandsmótinu þar sem þeir enduðu um miðja deild.

Þetta eru afar ánægjulegar fréttir að Matti skuli vera kominn heim og mun styrkja hópinn gríðarlega mikið.

Nánar

Sigrún Gunndís í landsliðshóp U-17 gegn Dönum

Knattspyrna | 21.01.2013
Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmaður meistaraflokks BÍ/Bolungarvík hefur verið valin til æfinga með U-17 um næstu helgi, þ.e.a.s. dagana 25.-27.janúar. Einnig hefur hún verið valin í landsliðshóp U-17 sem mun spila æfingaleik við Danmörku sunnudaginn 27.janúar nk. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl.13:30.
Nánar

Bjarki Pétursson skrifar undir nýjan samning

Knattspyrna | 21.01.2013

Markvörðurinn Bjarki Pétursson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Bjarki verður tvítugur á þessu ári og kom til félagsins frá Fjölni árið 2011. Þetta er því þriðja tímabil hans með BÍ/Bolungarvík.

Hann lék þrjá leiki í markinu í 1.deildinni í sumar og stóð sig með stakri prýði. Framtíð Bjarka var í óvissu eftir tímabilið en hann ákvað að taka slaginn í sumar og eru það frábærar fréttir fyrir liðið. 

Nánar