Fréttir - Knattspyrna

Michael Abnett í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 11.01.2013 BÍ/Bolungarvík hefur komist að samkomulagi við Michael Abnett um að hann leiki með liðinu i sumar.
Michael er 22 ára hægri bakvörður sem lék með BÍ/Bolungarvík árið 2011 og spilaði þá 20 leiki og skoraði 2 mörk í 1. deildinni. Michael var á mála hjá Crystal Palace þegar hann var yngri en hefur flakkað á milli liða í neðri deildum á Englandi.

Abnett er væntanlegur til landsins 3. febrúar og mun leika sinn fyrsta leik gegn Víking Ólafsvik í Lengjubikarnum þann 16. febrúar


Nánar

Leikmaður á reynslu hjá Bí/Bolungarvík

Knattspyrna | 09.01.2013 Bí/Bolungarvík hefur fengið til sín á reynslu hinn 24. ára gamla Joy Storer. 
Joy sem er 24 ára Englendingur getur spilað sem miðvörður, bakvörður og getur hann einnig spilað á miðjunni.
Hann lenti á Íslandi í síðustu viku og hefur verið að æfa með liðinu, stefnt er að því að setja upp æfingaleik á næstu dögum, og gæti Joy þá fengið gott tækifæri til að sanna sig .
Joy hefur leikið með liðum í neðrideildunum í Englandi og þá hefur hann einnig spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Nánar

Elín Ólöf og Sigrún Gunndís sækja æfingar hjá U-17

Knattspyrna | 07.01.2013 Elín Ólöf Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir leikmenn meistaraflokks BÍ/Bolungarvík hafa verið valdar til að taka þátt í æfingum U-17. Æfingarnar fara fram dagana 12.-13.janúar nk, og verða í Kórnum og Egilshöll. Nánar

Daníel Agnar á landsliðsæfingu U-17 um síðustu helgi

Knattspyrna | 07.01.2013 Daníel Agnar Ásgeirsson leikmaður 3.flokks BÍ/Bolungarvík sótti landsliðsæfingu U-17 um síðustu helgi, 5.-6.janúar. Æfingarnar fóru fram í Kórnum og Egilshöll. Nánar

Gleðileg Jól

Knattspyrna | 24.12.2012 BÍ/Bolungarvík óskar stuðningsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir allan stuðninginn á árinu sem er að líða!

Áfram BLÁIR!  Nánar

8 leikmenn frá yngri flokkum BÍ/Bolungarvík hafa sótt landsliðsæfingar

Knattspyrna | 10.12.2012
Frá því í október sl. hafa 8 leikmenn frá yngri flokkum BÍ/Bolungarvík sótt æfingar yngri landsliða KSÍ. Kynjaskiptingin er jöfn þ.e.a.s. 4 stelpur og 4 strákar. Þetta eru þau Friðrik Þórir Hjaltason, Viktor Júlíusson, Daníel Agnar Ásgeirsson, Gísli Rafnsson, Aldís Huld Höskuldsdóttir, Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir, Elín Ólöf Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir. Aldrei hefur jafn stór hópur leikmanna frá BÍ/Bolungarvík sótt æfingar áður hjá yngri landsliðum KSÍ.
Nánar

Þrír leikmenn 3.flokks kvenna á landsliðsæfingum 8.-9.desember

Knattspyrna | 03.12.2012 Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir og Aldís Huld Höskuldsdóttir leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvík hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar U-16 um næstu helgi. Æfingarnar fara fram dagana 8.-9.desember og eru í Kórnum og Egilshöll. Einnig hefur Elín Ólöf Sveinsdóttir leikmaður 3.flokks og meistaraflokks BÍ/Bolungarvík verið boðuð til landsliðsæfinga með U-17. Fara þær æfingar fram 8.-9.desember og eru einnig í Kórnum og Egilshöll. Nánar

Gísli Rafnsson valinn til æfinga með U-17

Knattspyrna | 28.11.2012
Gísli Rafnsson leikmaður 3.flokks BÍ/Bolungarvík hefur verið valinn á landsliðsæfingar U-17, sem fara fram dagana 1.-2.desember. Æfingarnar verða í Kórnum og Egilshöll. Gísli varð Íslandsmeistari í 7 manna liðum með 3.flokki Bí/Bolungarvík sl. sumar.
Nánar

Elín Ólöf sótti landsliðsæfingu U-17 um síðustu helgi

Knattspyrna | 28.11.2012 Elín Ólöf Sveinsdóttir leikmaður kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur sótti landsliðsæfingu U-17 um síðustu helgi. Æfingarnar fóru fram í Kórnum og Egilshöll dagana 24.-25.nóvember. Nánar

Gunnar Már framlengir til 2014

Knattspyrna | 22.11.2012 Bolvíkingurinn, Gunnar Már Elíasson, hefur framlengt samning sinn við félagið. Núverandi samningur gildir næstu tvö árin, eða fram á haust 2014.


Gunnar Már er 26 ára. Hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann var meiddur í upphafi sumars en kom sterkur inn í seinni hlutann og átti stóran þátt í því að liðið hélt sæti sínu í deildinni.

Gunnar, jafnframt kallaður Hr. Bolungarvík, hóf árið 2002 að leika með meistaraflokki UMFB, þá aðeins 15 ára gamall. Hann hefur allan sinn feril leikið undir merkjum UMFB og BÍ/Bolungarvík. Hann á samanlagt 175 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 33 mörk.

Stjórn félagsins er mjög ánægð með að Gunnar Már skuli leika með félaginu áfram. Hann hefur alla tíð lagt allt sitt í að koma UMFB og BÍ á þann stað sem félögin eru í dag og er fyrirmynd annarra leikmanna.

Nánar