Fréttir - Knattspyrna

Daníel semur við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 18.10.2012 Daníel Agnar Ásgeirsson, 15 ára leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir samning við meistaraflokk félagsins. Daníel er efnilegur miðjumaður sem hefur verið að gera það gott síðustu ár. Hann var í gær valinn til að mæta á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands. Hann er yngsti leikmaðurinn til að gera samning við sameiginlegt lið ísfirðinga og bolvíkinga. Nánar

Samúel: "Við höldum áfram af sama krafi."

Knattspyrna | 17.10.2012 Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, svaraði nokkrum spurningum bibol.is. Þar kemur hann meðal annars inn á næstu skref stjórnar, leikmannamál og stúkubyggingu. Samúel hefur gegnt stöðu formanns síðastliðinn þrjú ár. Nánar

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 17.10.2012 Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni.


Friðrik Hjaltason og Viktor Júlíusson frá BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir til að mæta á æfingar hjá U16 ára liðinu. Þeir eru báðir fæddir árið 1998. Daníel Agnar Ásgeirsson, árinu eldri, hefur verið valinn í U17 ára hópinn.


BÍ/Bolungarvík óskar drengjunum til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis á æfingunum.

Hóparnir fyrir æfingarnar 

Nánar

Þrír leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðaðir á úrtaksæfingar

Knattspyrna | 17.10.2012
Þrír leikmenn 3.flokks karla BÍ/Bolungarvíkur hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar um komandi helgi, þ.e. 20.-21.október. Leikmennirnir sem um ræðir eru Viktor Júlíusson og Friðrik Þórir Hjaltason sem hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar hjá U-16 landsliðinu, og svo Daníel Agnar Ásgeirsson sem hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-17 landsliðinu.
Friðrik og Viktor spiluðu með 4.flokki í sumar sem að vann Rey-Cup og rétt missti af sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Daníel Agnar spilaði með 3.flokki í sumar sem að unnu Rey-Cup og urðu Íslandsmeistarar í 7 manna bolta. 
Nánar

Viltu styrkja félagið þegar þú tekur bensín?

Knattspyrna | 03.10.2012 Nú er hægt að styrkja félagið þegar fólk tekur bensín á bensínstöðvum N1.


Þið skrifið nafn, kennitölu og heimilisfang í athugasemdir við þessa frétt. Þá fær fólk sent til sín N1 kortið sem það síðan tengir við debet- eða kreditkort. Í hvert skipti sem það tekur bensín eða verslar á N1 þá er það að styrkja félagið.


Fyrir utan 5kr. afslátt af hverjum lítra þá er það með 10-15%
afslátt af smurolíu, rekstrarvörum, mótórhjólavörum, hjólbörðum og öðrum vörum.

Meira um N1 kortið. 

Nánar

Æfingar hjá 8.flokki hefjast aftur eftir hlé

Knattspyrna | 17.09.2012 Æfingar hjá 8.flokki eru aftur farnar í gang eftir hlé. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu Austurvegi og mun Ásgeir Guðmundsson sjá um æfingarnar eins og áður.
Æfingarnar eru á eftirfarandi dögum og tímum:

Mánudagar   kl.16:15
Föstudagar   kl.16:15  Nánar

Aldís Huld og Kolfinna Brá valdar í æfingahóp leikmanna fæddar 1998

Knattspyrna | 17.09.2012
Aldís Huld Höskuldsdóttir og Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir voru valdar í æfingahóp leikmanna sem fæddir eru árið 1998. Hópurinn kom saman á æfingar helgina 15.-16. september og var þetta liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.
Aldís Huld og Kolfinna Brá spiluðu báðar með 4.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar og stóðu sig vel. 
Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ hefst kl.11:00

Knattspyrna | 17.09.2012 Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ, fer fram laugardaginn 22.september nk kl.11:00. á gerfigrasvellinum Torfnesi. Þar ætlum við að spila fótbolta, grilla pylsur og veita viðurkenningar. Eftir að uppskeruhátíðinni líkur verður síðasti heimaleikur meistaraflokks karla fara fram BÍ/Bolungarvík - KA.


Nánar

Dennis og Daniel framlengja samning sinn við félagið

Knattspyrna | 02.07.2012 Varnarmaðurinn Dennis Nielsen og miðjumaðurinn Daniel Osafo-Badu hafa framlengt samning sinn um eitt ár við BÍ/Bolungarvík. Báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í liðinu í sumar. Dennis Nielsen er 21 árs og kemur frá Danmörku, hann kom til félagsins frá Varde IF í heimalandi sínu. Daniel er 25 ára miðjumaður frá Englandi, hann lék með Magna frá Grenivík í þriðju deildinni í fyrra en kemur upphaflega frá Crystal Palace.

Stjórn félagsins er gríðarlega ánægð með að hafa framlengt við leikmennina, samstarfið hefur gengið vel hingað til og vonandi verður engin breyting þar á. Nánar

Knattspyrnuskóli BÍ88 16.-20.júlí

Knattspyrna | 25.06.2012

BÍ88 mun bjóða upp á knattspyrnuskóla 16.-20.júlí fyrir iðkendur í flokkum 6.-3.flokki kk og kvk. Aðalkennari skólans verður einn af þjálfurum úr unglingaakademíu Englandsmeistara Manchester City. Honum til aðstoðar verða síðan þjálfarar úr unglingastarfi BÍ88. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrir hádegi munu krakkar úr 6. og 5.flokki stunda æfingar, en síðan eftir hádegi ferða krakkar úr 4. og 3.flokki. Knattspyrnuskólanum verður síðan slitið með grilli á föstudeginum.

Tekið er á móti skráningu hjá Jóni Hálfdáni Péturssyni á netfangið: nonnipje@simnet.is

Verð í Knattspyrnuskóla BÍ er 5.500 kr. fyrir iðkendur BÍ/Bolungarvík, og 6.500 kr. fyrir krakka sem eru fyrir utan BÍ/Bolungarvíkur.

Skráningu í skólann líkur þriðjudaginn 10.júlí


 
 

Nánar