Fréttir - Knattspyrna

BÍ/Bolungarvík fékk Drago styttuna

Knattspyrna | 11.02.2012 Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.


Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2. og 3. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum.

Nánar

Matthías í 20 manna hóp U-19 ára landliðsins

Knattspyrna | 08.02.2012 Matthías Króknes Jóhannsson var um sl. helgi á landsliðsæfingum með U-19 landsliðinu. Er þetta glæsilegur árangur hjá Matthíasi, þar sem um var að ræða 20 manna æfingahóp landsliðsins. BÍ óskar Matthíasi til hamingju með þennan árangur. Nánar

4.flokkur kvk á Goðamóti

Knattspyrna | 08.02.2012
Lið 4.fl.kvenna frá BÍ fór um síðastliðna helgi í keppnisferð norður á Akureyri og tóku þar þátt í Goðamótinu. Þetta var fyrsta fótboltamótið sem stelpurnar taka þátt í frá því í sumar og var mikil tilhlökkun í stelpunum að fá loksins að keppa aftur. Þær stóðu sig með mikilli príði og spiluðu mjög flottan fótbolta á köflum og börðurst vel í öllum 6 leikjunum sem þær spiluðu. Að lokum enduðu þær í 4 sæti  b-riðils eftir úrslita leik við KA2 um bronsið. Stelpurnar eru staðráðnar í því að leggja mikið á sig í vetur og mæta vel undirbúnar til leiks fyrir Íslandsmótið í sumar. Atli Freyr Rúnarsson er þjálfari 4.fl.kvenna hjá BÍ
Nánar

Dennis Nielsen og Goran Vujic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.02.2012 BÍ/Bolungarvík hefur samið við danska varnarmanninn Dennis Nielsen en hann er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn. Nielsen er 21 árs og var til reynslu hjá Djúpmönnum í janúar. Nielsen var á mála hjá Varde í dönsku annarri deildinni. Hann kom til Íslands í gegnum Henrik Bödker, einn af aðstoðarþjálfurum Stjörnunnar.


Framherjinn Goran Vujic verður áfram með BÍ/Bolungarvík en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu ár og gat aðeins leikið tvo leiki snemma sumars í fyrra


Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121168#ixzz1lcwjpX7B

 

Nánar

Tími og dagsetningar sumarsins

Knattspyrna | 25.01.2012 KSÍ hefur gefið út dagsetningar og tíma á leiki liða í 1. deild karla fyrir sumarið 2012. Hægt er að sjá dagskránna á heimasíðu KSÍ.

Einnig er sami tengill hér til hliðar sem vísar í 1. deild karla. Nánar

Æfingarleikur gegn Tindastól

Knattspyrna | 25.01.2012 BÍ/Bolungarvík mætti Tindastól í æfingarleik núna á sunnudaginn síðasta. Þar töpuðum við 1-3 fyrir norðanmönnum. Leikurinn var ekki jafngóður af okkar hálfu og gegn Val helgina áður þar sem við töpuðum 0-2 en lékum samt sem áður vel.

Eina breytingin fyrir þennan leik er að Sigþór kom inn í vörnina í staðinn fyrir Dennis Nielsen sem var á reynslu á móti Val. Gunnar Már skoraði mark okkar í leiknum.

Næsti leikur er gegn Aftureldingu á sunnudaginn kl. 16 í Kórnum. Nánar

Tap gegn Val

Knattspyrna | 17.01.2012 BÍ/Bolungarvík mætti Val í æfingarleik á sunnudaginn síðasta. Leikurinn endaði með 2-0 tapi gegn pepsideildarliðinu. Liðið hefur nú leikið þrjá leiki undir stjórn Jörundar en hinir tveir fóru fram í desember. Dagskráin er þétt því nú verður leikið á hverjum sunnudegi fram að deildarbikar.

Í leiknum á móti Val voru 20 leikmenn sem fengu að spreyta sig ólíkt leikjunum í desember þar sem við rétt náðum í lið. Liðið sem hóf leikinn var þannig skipað:

Doddi - Helgi Valur, Sigurgeir, Dennis Nielsen, Hafsteinn Rúnar - Gunnar Már, Sölvi, Haukur - Pétur Markan, Andri Rúnar og Alexander.

Á varamannabekknum voru: Bjarki(M), Hjörvar, Nikulás, Matti, Sigþór, Haffi, Hafsteinn Jóh, Atli, Gulli Jónasar og Helgi Óttar

Leikurinn var um margt jákvæður og ágætis spilkaflar hjá okkar mönnum. Vantaði hinsvegar aðeins upp á síðustu sendingu og betri ákvörðunartöku á síðasta þriðjungi vallarins. Næsti leikur er gegn Tindastóli kl. 16 á sunnudaginn. Nánar

Jónas Leifur ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Knattspyrna | 13.01.2012

Jónas Leifur Sigursteinsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna, og tók hann við því starfi um mánaðarmótin október/nóvember.

Nánar

Hafþór Atli tilnefndur til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar

Knattspyrna | 11.01.2012
Boltafélag Ísafjarðar hefur tilnefnt Hafþór Atla Agnarsson leikmann meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur, til kjörs á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Hafþór Atli spilaði 15 leiki með liði BÍ/Bolungarvík í 1.deildinni í sumar og einnig 5 leiki í Valitor-bikarnum, þar sem liðið spilaði til undanúrslita gegn KR.
Hafþór Atli er vel að þessari tilnefningu komin og óskar félagið honum til hamingju. 
Nánar

Helgi Valur í BÍ/Bolungarvík á láni

Knattspyrna | 10.01.2012 Bakvörðurinn Helgi Valur Pálsson mun leika með BÍ/Bolungarvík á næstu leiktíð en hann kemur til liðsins á láni frá FH. Helgi Valur verður 19 ára á þessu ári og spilaði með 2.flokki FH í fyrra. Hann á að baki þrjá leiki með meistaraflokki FH en þeir komu allir sumarið 2010. Helgi hefur einnig leikið tvo leiki með U-19 ára liði Íslands.

Helgi Valur Pálsson Nánar