Knattspyrna | 15.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson hefur aftur verið valinn í úrtakshóp U-19 ára landsliðs Íslands, æfingarnar fara fram helgina 19.-20.nóvember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 29 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Nánar
Knattspyrna | 08.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson var valinn í úrtakshóp fyrir U19 ára landslið Íslands, æfingarnar fóru fram helgina 5.-6.nóvember. Alls valdi Gunnar Gylfason, landsliðsþjálfari, 21 leikmann í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fóru fram í Kórnum.
Matthías átti gott sumar með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hann spilaði 11 leiki í 1. deildinni og skoraði 2 mörk. Einnig spilaði Matthías 7 leiki með 2.flokki félagsins og skoraði 6 mörk.
Nánar
Knattspyrna | 04.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson var fyrr í vikunni valinn í úrtakshóp fyrir U19 ára landslið Íslands. Alls voru valdir 21 leikmaður í æfingarhóp landsliðsins um helgina en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Matthías átti gott sumar með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hann spilaði 11 leiki í 1. deildinni og skoraði 2 mörk.
Frétt af ksi.is
Nánar
Knattspyrna | 02.11.2011
BÍ/Bolungarvík hefur samið við portúgalska miðjumanninn Jorge Santos. Jorge er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kemur frá portúgalska liðinu Ginasio Club Corroios.
,,Jorge er góð viðbót við okkar leikmannahóp, hann er fljótur og teknískur leikmaður sem við bindum miklar vonir við í framtíðinni," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur.
,,Ekki skemmir fyrir að hann kom til okkar fyrir algera tilviljun, en hann kom til Íslands til að mennta sig og stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði." Santos er fyrsti leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík fær í sínar raðir í haust en Jörundur Áki Sveinsson tók við þjálfun liðsins í síðustu viku.
Nánar
Knattspyrna | 27.10.2011
Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.
Stjórn félagsins býður Jörund Áka hjartanlega velkominn til starfa og bindur miklar vonir við ráðningu hans. Jafnframt óskar stjórnin stuðningsmönnum félagsins til hamingju með nýjan þjálfara.
Jörundur Áki mun taka til starfa um mánaðarmótin en hann tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn frá félaginu á dögunum. Undanfarin ár hefur Jörundur Áki verið aðstoðarþjálfari FH en hann hætti hjá félaginu í haust.
Áður en Jörundur tók til starfa hjá FH fyrir þremur árum þjálfaði hann kvennalið Breiðabliks en hann þjálfaði einnig karlalið félagsins á sínum tíma. Á þjálfaraferli sínum hefur Jörundur Áki einnig þjálfað karla og kvennalið Stjörnunnar, A-landslið kvenna og verið aðstoðarþjálfari hja Fram.
BÍ/Bolungarvík endaði í sjötta sæti í fyrstu deild á síðasta tímabili á sínu fyrsta ári í deildinni. Að auki fór liðið í undanúrslit Valitor-bikarsins en tapaði þar gegn KR.
Nánar
Knattspyrna | 24.10.2011
Um 200 þátttakendur voru á innanhúsmóti BÍ88 og Eimskip sem fór fram helgina 22.og 23.október. Börn og unglingar frá Ísafirði, Bolungarvík, Súðavík og Hólmavík kepptu sín á milli í knattspyrnu, og var ljóst við fyrsta leik að ekkert yrði gefið eftir. Gleði og ánægja skein úr andlitum keppenda við mótslok. Alls voru spilaðir 125 leikir í 8.-3.flokki karla og kvenna.
Nánar
Knattspyrna | 21.10.2011
Þá er leikjplan innanhúsmótsins tilbúin og er hana að finna undir "Skrár og skjöl", vinstra megin á heimasíðunni. Annars er eiga þátttakendur að mæta 30 mín. áður en þeirra flokkur á að byrja að spila.
Laugardagur:
7.flokkur kk
1.-2.bekkur
mæting 08:40
7.flokkur kvk
1.-2.bekkur
mæting 08:40
6.flokkur kvk
3.-4.bekkur
mæting 08:40
8.flokkur
4-6 ára
mæting 09:30
6.flokkur kk
3.-4.bekkur
mæting 09:50
5.flokkur kvk
5.-6.bekkur
mæting 09:50
5.flokkur kk
5.-6.bekkur
mæting 11:30
4.flokkur kk
7.-8.bekkur
mæting 13:00
4.flokkur kvk
7.-8.bekkur
mæting 15:30
3.flokkur kk
9.-10.bekkur
mæting 16:30
Leikjaplan:
http://www.hsv.is/bi/skrar_og_skjol/skra/82/
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Um 40 manns mættu á undirbúningsfund um að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík. Fundurinn var haldinn á sal MÍ miðvikudagskvöldið 19.október. Farið var yfir vinnu undirbúningshóps og hún kynnt fyrir fundarmönnum. Var það álit allra fundarmanna að nauðsynlegt væri að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Er það talin nauðsynleg framþróun á kvennaknattspyrnu hjá félaginu, samfélaginu og á Vestfjörðum.
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Tveir leikmenn BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir af KSÍ til að taka þátt í úrtaksæfingum U-16 ára landsliðs Íslands. Þetta eru þeir Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson og fara æfingarnar fram um næstu helgi 22.-23.október. Pétur og Elmar spiluðu með 4.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar, sem komst í úrslitakeppni 4.flokks á Íslandsmótinu.
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Í gærkvöldi var gengið frá starfslokum þjálfarans Guðjóns Þórðarsonar eftir eins árs samstarf hjá félaginu. Tilkynning frá stjórn félagsins var svo hljóðandi.
Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa samið um starfslok Guðjóns hjá félaginu. Guðjón var ráðinn þjálfari meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur síðastliðið haust og undir hans stjórn náði félagið sínum besta árangri frá upphafi á Íslandsmótinu í knattspyrnu nú í sumar. Þá náði liðið líka frábærum árangri í Valitor bikarkeppninni.
Þakka stjórnendur félagsins Guðjóni af heilum hug fyrir gott samstarf og afar vel unnin störf fyrir félagið og í þágu knattspyrnunnar fyrir vestan. Guðjón þakkar stjórnendum félagsins, styrktaraðilum, stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins fyrir gott og farsælt samstarf.
Nánar