Knattspyrna | 27.10.2011
Jörundur Áki Sveinsson hefur verið ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvíkur en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.
Stjórn félagsins býður Jörund Áka hjartanlega velkominn til starfa og bindur miklar vonir við ráðningu hans. Jafnframt óskar stjórnin stuðningsmönnum félagsins til hamingju með nýjan þjálfara.
Jörundur Áki mun taka til starfa um mánaðarmótin en hann tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem var rekinn frá félaginu á dögunum. Undanfarin ár hefur Jörundur Áki verið aðstoðarþjálfari FH en hann hætti hjá félaginu í haust.
Áður en Jörundur tók til starfa hjá FH fyrir þremur árum þjálfaði hann kvennalið Breiðabliks en hann þjálfaði einnig karlalið félagsins á sínum tíma. Á þjálfaraferli sínum hefur Jörundur Áki einnig þjálfað karla og kvennalið Stjörnunnar, A-landslið kvenna og verið aðstoðarþjálfari hja Fram.
BÍ/Bolungarvík endaði í sjötta sæti í fyrstu deild á síðasta tímabili á sínu fyrsta ári í deildinni. Að auki fór liðið í undanúrslit Valitor-bikarsins en tapaði þar gegn KR.
Nánar
Knattspyrna | 24.10.2011
Um 200 þátttakendur voru á innanhúsmóti BÍ88 og Eimskip sem fór fram helgina 22.og 23.október. Börn og unglingar frá Ísafirði, Bolungarvík, Súðavík og Hólmavík kepptu sín á milli í knattspyrnu, og var ljóst við fyrsta leik að ekkert yrði gefið eftir. Gleði og ánægja skein úr andlitum keppenda við mótslok. Alls voru spilaðir 125 leikir í 8.-3.flokki karla og kvenna.
Nánar
Knattspyrna | 21.10.2011
Þá er leikjplan innanhúsmótsins tilbúin og er hana að finna undir "Skrár og skjöl", vinstra megin á heimasíðunni. Annars er eiga þátttakendur að mæta 30 mín. áður en þeirra flokkur á að byrja að spila.
Laugardagur:
7.flokkur kk
1.-2.bekkur
mæting 08:40
7.flokkur kvk
1.-2.bekkur
mæting 08:40
6.flokkur kvk
3.-4.bekkur
mæting 08:40
8.flokkur
4-6 ára
mæting 09:30
6.flokkur kk
3.-4.bekkur
mæting 09:50
5.flokkur kvk
5.-6.bekkur
mæting 09:50
5.flokkur kk
5.-6.bekkur
mæting 11:30
4.flokkur kk
7.-8.bekkur
mæting 13:00
4.flokkur kvk
7.-8.bekkur
mæting 15:30
3.flokkur kk
9.-10.bekkur
mæting 16:30
Leikjaplan:
http://www.hsv.is/bi/skrar_og_skjol/skra/82/
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Um 40 manns mættu á undirbúningsfund um að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík. Fundurinn var haldinn á sal MÍ miðvikudagskvöldið 19.október. Farið var yfir vinnu undirbúningshóps og hún kynnt fyrir fundarmönnum. Var það álit allra fundarmanna að nauðsynlegt væri að endurvekja meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Er það talin nauðsynleg framþróun á kvennaknattspyrnu hjá félaginu, samfélaginu og á Vestfjörðum.
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Tveir leikmenn BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir af KSÍ til að taka þátt í úrtaksæfingum U-16 ára landsliðs Íslands. Þetta eru þeir Pétur Bjarnason og Elmar Atli Garðarsson og fara æfingarnar fram um næstu helgi 22.-23.október. Pétur og Elmar spiluðu með 4.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar, sem komst í úrslitakeppni 4.flokks á Íslandsmótinu.
Nánar
Knattspyrna | 20.10.2011
Í gærkvöldi var gengið frá starfslokum þjálfarans Guðjóns Þórðarsonar eftir eins árs samstarf hjá félaginu. Tilkynning frá stjórn félagsins var svo hljóðandi.
Meistaraflokksráð BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa samið um starfslok Guðjóns hjá félaginu. Guðjón var ráðinn þjálfari meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur síðastliðið haust og undir hans stjórn náði félagið sínum besta árangri frá upphafi á Íslandsmótinu í knattspyrnu nú í sumar. Þá náði liðið líka frábærum árangri í Valitor bikarkeppninni.
Þakka stjórnendur félagsins Guðjóni af heilum hug fyrir gott samstarf og afar vel unnin störf fyrir félagið og í þágu knattspyrnunnar fyrir vestan. Guðjón þakkar stjórnendum félagsins, styrktaraðilum, stuðningsmönnum og leikmönnum liðsins fyrir gott og farsælt samstarf.
Nánar
Knattspyrna | 17.10.2011
Nú er í bígerð að stofna meistaraflokk kvenna hjá
BÍ/Bolungarvík. Nokkur ár eru síðan
slíkur flokkur hefur verið starfandi hér á Ísafirði en áður var nokkuð öflugur
kvennaflokkur starfandi í bænum og spilaði til dæmis í efstu deild í nokkur
ár. Bæði hjá BÍ88 og UMFB eru margar
yngri stelpur að æfa fótbolta og myndi meistarflokkur efla þeirra starf sem og
drengjaflokkanna verulega. Krakkarnir
fengju fyrirmyndir og hefðu að einhverju að stefna í sinni fótboltaiðkun. Það er svo komið, að um 12 stelpur eru að
færast upp úr 3. flokki nú í ár. Þetta
eru kröftugar stelpur sem eru tilbúnar í þessa áskorun og við teljum að með
góðum stuðningi eigi þær fullt erindi í 1. deild kvenna.
Miðvikudaginn 19. október kl. 20 verður haldinn stuttur
kynningarfundur í sal Menntaskólans þar sem málin verða rædd og kynnt. Ekki verður skipað í neinar nefndir eða
stjórnir á þessum fundi en vonandi kemur fram sá stuðningur, áhugi og meðbyr
sem þarf til að stofna Meistarflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík.
Hér með er þér boðið á þennan fund. Ef þú ekki kemst en hefur áhuga á að fylgjast
með gangi mála eða vera bakhjarl og stuðningsmaður liðsins, endilega hafðu
samband við einhvern undirritaðan.
Fyrir hönd áhugahóps um meistarflokk kvenna
Hálfdán Óskarsson halli62@simnet.is
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir f12@simnet.is
Nánar
Knattspyrna | 13.10.2011
Innanhúsmót BÍ88 og Eimskip fer fram helgina 22.-23.október í íþróttahúsinu Torfnesi. Keppt verður í 8.-3.flokki kk og kvk, keppni í elsta flokknum fer þó eftir skráningu.
Nánar
Knattspyrna | 13.10.2011
Uppskeruhátíð BÍ88 fór fram laugardaginn 24.september í íþróttahúsinu Torfnesi. Veittar voru viðurkenningar til allra iðkenda Boltafélagsins og svo fengu allir húfur að gjöf frá Landsbankanum. Svo voru veitt verðlaun fyrir ástundun, framfarir og prúðmennsku í 4.-2.flokki kk og kvk. Svo að lokum voru grillaðir 250 hamborgarar ofan í alla iðkendur og gesti.
Þeir iðkendur sem fengu verðlaun:
4.flokkur kvk: Aldís Huld Höskuldsdóttir - framfarir
Kolfinna Brá Einarsdóttir - ástundun
Elín Lóa Sveinsdóttir - prúðmennska
4.flokkur kk:Magnús Orri Magnússon - framfarir
Viktor Júlíusson - framfarir
Daði Arnarsson - ástundun
Þorsteinn Ýmir Hermannsson - ástundun
Jens Ingvar Gíslason - prúðmennska
Haukur Jörundur Hálfdánarson - prúðmennska
3.flokkur kvk:Sigrún Gunndís Harðardóttir - framfarir
Tinna Rún Snorradóttir - ástundun
Rannveig Hjaltadóttir - prúðmennska
3.flokkur kk:
Halldór Páll Hermannsson - framfarir
Dagur Elí Ragnarsson - ástundun
Patrekur Agnarsson - prúðmennska
2.flokkur kk:
Ólafur Atli Einarsson - framfarir
Hinrik Elís Jónsson - ástundun
Axel Sveinsson - prúðmennska
Nánar
Knattspyrna | 24.09.2011
Þar sem að vindur er í meira lagi og rigning, höfum við ákveðið að uppskeruhátíðin verði 12:30-14:00 íþróttahúsinu Torfnesi. Þar ætlum við að veita viðurkenningar og grilla svo hamborgara eftir það.
Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum
kv. Stjórnin
Nánar