BÍ/Bolungarvík 1-2 Þróttur
0-1 Sveinbjörn Jónasson (´9)
1-1 Kevin Brown (´45)
2-1 Atli Guðjónsson (´58)
BÍ/Bolungarvík og Þróttur höfðu mæst tvisvar áður í sumar fyrir leikinn í dag, einu sinni í deild og einu sinni í bikar. Þróttarar voru slegnir út í 8-liða úrslitum af BÍ/Bolungarvík en liðin skyldu jöfn þegar Vestfirðingarnir komu í heimsókn í Laugardalinn. Bæði lið eygðu von um að vinna sér sæti í efstu deild en ekki mátti þó mikið út af bregða og því ljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt. Það voru þó gestirnir sem mættu miklu ákveðnari til leiks og tóku stjórnina frá byrjun.