Knattspyrna | 17.10.2011
Nú er í bígerð að stofna meistaraflokk kvenna hjá
BÍ/Bolungarvík. Nokkur ár eru síðan
slíkur flokkur hefur verið starfandi hér á Ísafirði en áður var nokkuð öflugur
kvennaflokkur starfandi í bænum og spilaði til dæmis í efstu deild í nokkur
ár. Bæði hjá BÍ88 og UMFB eru margar
yngri stelpur að æfa fótbolta og myndi meistarflokkur efla þeirra starf sem og
drengjaflokkanna verulega. Krakkarnir
fengju fyrirmyndir og hefðu að einhverju að stefna í sinni fótboltaiðkun. Það er svo komið, að um 12 stelpur eru að
færast upp úr 3. flokki nú í ár. Þetta
eru kröftugar stelpur sem eru tilbúnar í þessa áskorun og við teljum að með
góðum stuðningi eigi þær fullt erindi í 1. deild kvenna.
Miðvikudaginn 19. október kl. 20 verður haldinn stuttur
kynningarfundur í sal Menntaskólans þar sem málin verða rædd og kynnt. Ekki verður skipað í neinar nefndir eða
stjórnir á þessum fundi en vonandi kemur fram sá stuðningur, áhugi og meðbyr
sem þarf til að stofna Meistarflokk kvenna hjá BÍ/Bolungarvík.
Hér með er þér boðið á þennan fund. Ef þú ekki kemst en hefur áhuga á að fylgjast
með gangi mála eða vera bakhjarl og stuðningsmaður liðsins, endilega hafðu
samband við einhvern undirritaðan.
Fyrir hönd áhugahóps um meistarflokk kvenna
Hálfdán Óskarsson halli62@simnet.is
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir f12@simnet.is
Nánar
Knattspyrna | 13.10.2011
Innanhúsmót BÍ88 og Eimskip fer fram helgina 22.-23.október í íþróttahúsinu Torfnesi. Keppt verður í 8.-3.flokki kk og kvk, keppni í elsta flokknum fer þó eftir skráningu.
Nánar
Knattspyrna | 13.10.2011
Uppskeruhátíð BÍ88 fór fram laugardaginn 24.september í íþróttahúsinu Torfnesi. Veittar voru viðurkenningar til allra iðkenda Boltafélagsins og svo fengu allir húfur að gjöf frá Landsbankanum. Svo voru veitt verðlaun fyrir ástundun, framfarir og prúðmennsku í 4.-2.flokki kk og kvk. Svo að lokum voru grillaðir 250 hamborgarar ofan í alla iðkendur og gesti.
Þeir iðkendur sem fengu verðlaun:
4.flokkur kvk: Aldís Huld Höskuldsdóttir - framfarir
Kolfinna Brá Einarsdóttir - ástundun
Elín Lóa Sveinsdóttir - prúðmennska
4.flokkur kk:Magnús Orri Magnússon - framfarir
Viktor Júlíusson - framfarir
Daði Arnarsson - ástundun
Þorsteinn Ýmir Hermannsson - ástundun
Jens Ingvar Gíslason - prúðmennska
Haukur Jörundur Hálfdánarson - prúðmennska
3.flokkur kvk:Sigrún Gunndís Harðardóttir - framfarir
Tinna Rún Snorradóttir - ástundun
Rannveig Hjaltadóttir - prúðmennska
3.flokkur kk:
Halldór Páll Hermannsson - framfarir
Dagur Elí Ragnarsson - ástundun
Patrekur Agnarsson - prúðmennska
2.flokkur kk:
Ólafur Atli Einarsson - framfarir
Hinrik Elís Jónsson - ástundun
Axel Sveinsson - prúðmennska
Nánar
Knattspyrna | 24.09.2011
Þar sem að vindur er í meira lagi og rigning, höfum við ákveðið að uppskeruhátíðin verði 12:30-14:00 íþróttahúsinu Torfnesi. Þar ætlum við að veita viðurkenningar og grilla svo hamborgara eftir það.
Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum
kv. Stjórnin
Nánar
Knattspyrna | 23.09.2011
Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ/Bolungarvík fer fram laugardaginn 24.sept á gerfigrasinu Torfnesi. Við ætlum að byrja kl.10:00 á því að skipta í lið og spila fótbolta. Eftir það verður grillað og svo veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins.
10:00 Uppskeruhátíð hefst með fótbolta
11:30 Grillaðir hamborgar fyrir alla iðkendur
12:00 Afhending verðlauna og viðurkenninga
13:00 Lok
Allir að mæta í bláu keppnistreyjunum og klæða sig eftir veðri.
Ef veður verður með versta móti á laugardaginn, þá færum við uppskeruhátíðina í íþróttahúsið Torfnesi 12:30-14:00. Viljum við benda foreldrum á að fylgjast með heimasíðu yngri flokka BÍ kl.09:00 á laugardagsmorgun. Þar koma inn nánari upplýsingar um uppskeruhátíðina, einungis ef veður er vont.
www.hsv.is/bi/
kv. Stjórnin
Nánar
Knattspyrna | 15.09.2011
Æfingar hjá 8.flokki félagsins hefjast föstudaginn 16.september og fara þær fram í íþróttahúsinu Austurvegi. Æfingarnar verða á föstudögum 16:50-17:40 og sunnudögum 11:00-12:00. Æfingarnar eru fyrir strákar og stelpur á aldrinum 4-6 ára. Þjálfari flokksins verður Ásgeir Guðmundsson íþróttafræðingur.
Nánar
Knattspyrna | 14.09.2011
Nú eru allir leikjum yngri flokka BÍ/Bolungarvík lokið og komið að því að halda lokahóf. Ráðgert er að halda lokahóf yngri flokka BÍ/Bolungarvík laugardaginn 24.september. Einnig er ætlunin að hafa lokahófið með breyttu sniði og kemur það í ljós þegar nær dregur.
Nánar
Knattspyrna | 14.09.2011
Æfingatafla fyrir september er aðgengileg hér á vefnum undir liðnum "Æfingatafla". Æfingarnar fara fram á gerfigrasinu Torfnesi, en æfingar 8.flokks fara fram í íþróttahúsinu Austurvegi.
Nánar
Knattspyrna | 06.09.2011
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að vegleg áhorfendastúka fyrir rúmlega 800 manns verði byggð fyrir ofan Torfnesvöll á Ísafirði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa.
Nánar