Fréttir - Knattspyrna

8.flokkur að hefja æfingar

Knattspyrna | 15.09.2011 Æfingar hjá 8.flokki félagsins hefjast föstudaginn 16.september og fara þær fram í íþróttahúsinu Austurvegi. Æfingarnar verða á föstudögum 16:50-17:40 og sunnudögum 11:00-12:00. Æfingarnar eru fyrir strákar og stelpur á aldrinum 4-6 ára. Þjálfari flokksins verður Ásgeir Guðmundsson íþróttafræðingur.  Nánar

Lokahóf yngri flokka

Knattspyrna | 14.09.2011 Nú eru allir leikjum yngri flokka BÍ/Bolungarvík lokið og komið að því að halda lokahóf. Ráðgert er að halda lokahóf yngri flokka BÍ/Bolungarvík laugardaginn 24.september. Einnig er ætlunin að hafa lokahófið með breyttu sniði og kemur það í ljós þegar nær dregur. Nánar

Æfingatafla fyrir september tilbúinn

Knattspyrna | 14.09.2011 Æfingatafla fyrir september er aðgengileg hér á vefnum undir liðnum "Æfingatafla". Æfingarnar fara fram á gerfigrasinu Torfnesi, en æfingar 8.flokks fara fram í íþróttahúsinu Austurvegi. Nánar

Staðsetning stúku samþykkt.

Knattspyrna | 06.09.2011 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir að vegleg áhorfendastúka fyrir rúmlega 800 manns verði byggð fyrir ofan Torfnesvöll á Ísafirði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa. Nánar

Færin og mörkin frá Selfossi

Knattspyrna | 03.09.2011 Nánar

Upphafið: Tímabilið 2006 og 2007

Knattspyrna | 30.08.2011 Ef leitað er eftir nafni BÍ/Bolungarvíkur í eldri fyrirsögnum á vef fotbolta.net má finna ansi skemmtilegar fréttir um liðið á síðustu árum. Sumar góðar ásamt nokkrum vafasömum sem birtust þegar liðið lék í þriðju deild. Bibol.is ætlar að birta stutt ágrip af bráðskemmtilegri sögu félagsins sem telur sjötta tímabilið í dag.
Nánar

Atli Guðjónsson með sigurmark gegn Þrótti

Knattspyrna | 28.08.2011

BÍ/Bolungarvík 1-2 Þróttur
0-1 Sveinbjörn Jónasson (´9)
1-1 Kevin Brown (´45)
2-1 Atli Guðjónsson (´58)

BÍ/Bolungarvík og Þróttur höfðu mæst tvisvar áður í sumar fyrir leikinn í dag, einu sinni í deild og einu sinni í bikar. Þróttarar voru slegnir út í 8-liða úrslitum af BÍ/Bolungarvík en liðin skyldu jöfn þegar Vestfirðingarnir komu í heimsókn í Laugardalinn. Bæði lið eygðu von um að vinna sér sæti í efstu deild en ekki mátti þó mikið út af bregða og því ljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt. Það voru þó gestirnir sem mættu miklu ákveðnari til leiks og tóku stjórnina frá byrjun.

Nánar

Næsti leikur gegn Þrótti

Knattspyrna | 25.08.2011 Minnum á næsta leik í deildinni en það er heimaleikur gegn Þrótti á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 15:30 á Torfnesvelli... Nánar

Mörkin og færin úr HK-leiknum

Knattspyrna | 21.08.2011 Nánar

Góður heimasigur á Leikni R.

Knattspyrna | 17.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Tomi Ameobi ('41, víti)

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur mættu fullir sjálfstrausts til leiks í kvöld eftir að hafa eyðilagt Pepsideildarfagnaðarlæti Skagamanna á laugardaginn síðastliðinn. Gestirnir vermdu hins vegar næst neðsta sætið fyrir leik kvöldsins og ætluðu því ekki að selja sig ódýrt í þessum leik. Guðjón Þórðarson þjálfari heimamanna gerði eina breytingu á sínu liði frá ÍA leiknum en Gunnar Már Elíasson fyrirliði kom inn í liðið eftir að hafa verið í leikbanni í stað Nicky Deverdics sem ekki gat verið með í kvöld af persónulegum ástæðum. Nánar