Knattspyrna | 02.12.2011
Nú stöðvast allar æfingar yngri flokka BÍ í desember, þar sem að ávallt hefur verið frí frá æfingum í allan desember. Æfingar byrja aftur þegar skólastarf hefst á nýju ári
Nánar
Knattspyrna | 30.11.2011
BÍ/Bolungarvík hefur fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1. deildinni næsta sumar. Haukur Ólafsson, Haraldur Hróðmarsson og Hafsteinn Rúnar Helgason hafa samið við félagið.
Haukur Ólafsson kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið frá 2008 en hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum í 1. deldinni í sumar. Haukur er FH-ingur að upplagi.
Hafsteinn Rúnar Helgason er vinstri bakvörður sem kemur frá Stjörnunni. Hann hefur verið í Garðabænum síðustu tvö sumur en spilaði aðeins níu leiki í sumar. Hafsteinn er frá Sandgerði og spilaði með Reyni Sandgerði alla sína yngri flokka.
Haraldur Hróðmarsson kemur frá Hamri í 2. deildinni þar sem hann var funheitur í sumar og skoraði 15 mörk í 19 leikjum.
Gunnlaugur Jónasson(Bókhlöðunni) og Hafsteinn Þór Jóhannsson(Málningarlagerinn) hafa einnig tekið fram skóna og hafið æfingar með liðinu.
Nánar
Knattspyrna | 29.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson hefur aftur verið valinn í æfingahóp U-19 ára landsliðs Íslands, æfingarnar fara fram helgina 3. og 4.desember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 29 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Nánar
Knattspyrna | 23.11.2011
Sigrún Gunndís Harðardóttir hefur verið valin í úrtakshóp U-17 landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum helgina 26.-27.nóvember nk. Sigrún spilaði með 3.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar, sem spilaði til undanúrslita á Íslandsmótinu.
Nánar
Knattspyrna | 23.11.2011
BÍ/Bolungarvík og KFÍ gefa út nýtt vildarkort í sameiningu undir slagorðinu Vinnum saman. Meistaraflokkar KFÍ ásamt fulltrúum BÍ/Bolungarvík munu verða í verslunarmiðstöðinni Neista á milli kl. 16 og 17 á föstudag og kynna kortið fyrir þeim sem vilja. Gert er ráð fyrir að skrifað verði undir við fyrstu kaupendur kortsins á föstudagskvöld þegar heimaleikur KFÍ og Breiðablik fer fram í 1. deild karla.
Vildarkortið veitir handhafa þess m.a. aðgang á alla heimaleiki BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild og alla heimaleiki KFÍ í öllum flokkum. Þá fær handhafinn einnig frítt inn á herrakvöld BÍ/Bolungarvíkur og hefur kost á merktum sætum á heimaleikjum KFÍ auk fjölda afsláttra hjá fyrirtækjum á norðanverðum Vestfjörðum.
Nánar
Knattspyrna | 15.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson hefur aftur verið valinn í úrtakshóp U-19 ára landsliðs Íslands, æfingarnar fara fram helgina 19.-20.nóvember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 29 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Nánar
Knattspyrna | 08.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson var valinn í úrtakshóp fyrir U19 ára landslið Íslands, æfingarnar fóru fram helgina 5.-6.nóvember. Alls valdi Gunnar Gylfason, landsliðsþjálfari, 21 leikmann í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fóru fram í Kórnum.
Matthías átti gott sumar með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hann spilaði 11 leiki í 1. deildinni og skoraði 2 mörk. Einnig spilaði Matthías 7 leiki með 2.flokki félagsins og skoraði 6 mörk.
Nánar
Knattspyrna | 04.11.2011
Matthías Króknes Jóhannsson var fyrr í vikunni valinn í úrtakshóp fyrir U19 ára landslið Íslands. Alls voru valdir 21 leikmaður í æfingarhóp landsliðsins um helgina en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Matthías átti gott sumar með meistaraflokki BÍ/Bolungarvíkur, hann spilaði 11 leiki í 1. deildinni og skoraði 2 mörk.
Frétt af ksi.is
Nánar
Knattspyrna | 02.11.2011
BÍ/Bolungarvík hefur samið við portúgalska miðjumanninn Jorge Santos. Jorge er 19 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kemur frá portúgalska liðinu Ginasio Club Corroios.
,,Jorge er góð viðbót við okkar leikmannahóp, hann er fljótur og teknískur leikmaður sem við bindum miklar vonir við í framtíðinni," sagði Samúel Samúelsson formaður BÍ/Bolungarvíkur.
,,Ekki skemmir fyrir að hann kom til okkar fyrir algera tilviljun, en hann kom til Íslands til að mennta sig og stundar nám við Menntaskólann á Ísafirði." Santos er fyrsti leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík fær í sínar raðir í haust en Jörundur Áki Sveinsson tók við þjálfun liðsins í síðustu viku.
Nánar