Knattspyrna | 09.05.2012
BÍ/Bolungarvík mun halda sitt árlega herrakvöld laugardaginn 12. Maí. Að þessu sinni verður skemmtunin haldin í Guðmundarbúð. Húsið opnar kl. 19 og hefst borðhald kl. 20. Dóri kokkur min töfra fram glæsilegt sjávarréttahlaðborð úr vestfirskum eðal fiski. Veislutsjóri verður skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm og aðalræðumaður kvöldsins er Magnús Pálmi Örnólfsson.
Á dagskránni eru eftirhermur, trúbador og leikmannakynning. Jörundur Áki mun fara yfir markmið sumarsins og svara spurningum úr sal.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan uppboðið víðfræga og hið árlega happdrætti með stórglæsilegum vinningum.
ÁFRAM BÍ/Bolungarvík!!!!
Nánar
Knattspyrna | 09.05.2012
Öllum iðkendum BÍ sumarið 2012 stendur nú til boða að kaupa Hummel-galla fyrir sumarið. Gallarnir verða keyptir í gegnum Leggur og Skel, og fer mátunin fram þar. Um er að ræða eins galla og HSV hefur verið að bjóða.
Verð til iðkenda BÍ:
iðkendur sem nota barnastærð 5.500kr.
iðkendur sem nota fullorðinsstærð 6.500kr
Mátunin fer fram þannig að flokkar fá úthlutað dagsetningu og tíma:
Fimmtudagurinn 10.maí kl.20-22 5.flokkur kk og kvk, 4.flokkur kk og kvk, 3.flokkur kk og kvk
Mánudagurinn 14.maí kl.20-22 8.flokkur, 7.flokkur kk og kvk, 6.flokkur kk og kvk
Ef iðkendur komast ekki á uppgefnum tímum, þá er hægt að fara á hinn uppgefna mátunardaginn eða á opnunartíma verslunarinnar. En við mælumst til þess að iðkendur noti uppgefinn mátunartíma.
Nánar
Knattspyrna | 25.04.2012
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur hefur skrifað undir þriggja ára styrktarsamning við Íslandsbanka. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þennan öfluga bakhjarl til liðs við sig næstu árin. Samningurinn munu klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum.
„Við erum virkilega ánægðir með styrktarsamninginn og berum miklar væntingar til samstarfs við jafn öflugt fyrirtæki. BÍ/Bolungarvík er metnaðarfullt íþróttafélag og sá öflugi stuðningur sem félagið fær með samstarfi sem þessu er okkur mjög mikilvægur. Við erum vissir um að samstarfið verði gæfuríkt fyrir báða aðila." sagði Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur.
Nánar
Knattspyrna | 25.04.2012
Franski miðvörðurinn Florian Decamps er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík og hefur gert samning við félagið.
Decamps er kominn til landsins og mun spila með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í sumar. Hann hafði æft á reynslu með Víkingum frá Ólafvsík í byrjun apríl og skoraði þá eina mark leiksins í sigri á ÍBV í æfingaleik.
Decamps er 25 ára gamall franskur miðvörður. Hann hefur einnig reynslu sem framherji og spilaði í sókn í bandaríska háskólaboltanum.
Nánar
Knattspyrna | 17.04.2012
Aðalfundi Boltafélags Ísafjarðar sem fara átti fram miðvikudagskvöldið 2.maí kl.20:00, hefur verið frestað til þriðjudagsins 15.maí.
Nánar
Knattspyrna | 20.03.2012
Elín Ólöf Sveinsdóttir leikmaður 3.flokks BÍ hefur verið valin á úrtaksæfingar U-16 landsliðsins. Elín spilaði í sumar með 3.flokki kvk BÍ/Bolungarvík sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins. Æfingarnar fara fram helgina 24. og 25.mars í Kórnum og Egilshöll. Elín mun svo vera í eldlínunni í sumar með nýstofnuðum meistaraflokki kvenna, sem spilar í 1.deild.
Nánar
Knattspyrna | 18.03.2012
4.flokkur kk BÍ/Bolungarvík tók þátt í Greifamóti KA helgina 9.-11.mars sl. BÍ/Bolungarvík sendi 2 lið til keppni þar sem 4.flokkurinn er mjög fjölmennur hjá félaginu. Um 30 strákar fóru norður og tóku þátt í mótinu fyrir hönd félagsins, þ.e. A og B-lið.
Skemmst er frá því að segja að A-liðið lenti í 2.sæti á eftir Þór Ak., sem tóku efsta sætið á markatölu. A-liðið vann 5 leiki og gerði 1 jafntefli og markatöluna 11-0.
B-liðið gerði 1 jafntefli og tapaði 4 leikjum og markatöluna 2-8
Hér má nálgast öll úrslit mótsins:
http://www.ka-sport.is/greifamot/4fl/2012/?page_id=4
Nánar
Knattspyrna | 26.02.2012
Unglingadómaranámskeið á vegum KSÍ var haldið á Ísafirði á dögunum. Námskeiðið var í formi 3 tíma fyrirlesturs um knattspyrnulögin, svo þreyttu þátttakendur próf í lok námskeiðs. KSÍ útskrifaði 15 unglingadómara hjá BÍ/Bolungarvík og eru þeir á aldrinum 17-27 ára.
Nánar