Knattspyrna | 17.09.2012
Uppskeruhátíð yngri flokka BÍ, fer fram laugardaginn 22.september nk kl.11:00. á gerfigrasvellinum Torfnesi. Þar ætlum við að spila fótbolta, grilla pylsur og veita viðurkenningar. Eftir að uppskeruhátíðinni líkur verður síðasti heimaleikur meistaraflokks karla fara fram BÍ/Bolungarvík - KA.
Nánar
Knattspyrna | 02.07.2012
Varnarmaðurinn Dennis Nielsen og miðjumaðurinn Daniel Osafo-Badu hafa framlengt samning sinn um eitt ár við BÍ/Bolungarvík. Báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í liðinu í sumar. Dennis Nielsen er 21 árs og kemur frá Danmörku, hann kom til félagsins frá Varde IF í heimalandi sínu. Daniel er 25 ára miðjumaður frá Englandi, hann lék með Magna frá Grenivík í þriðju deildinni í fyrra en kemur upphaflega frá Crystal Palace.
Stjórn félagsins er gríðarlega ánægð með að hafa framlengt við leikmennina, samstarfið hefur gengið vel hingað til og vonandi verður engin breyting þar á.
Nánar
Knattspyrna | 25.06.2012
BÍ88 mun bjóða upp á knattspyrnuskóla 16.-20.júlí fyrir
iðkendur í flokkum 6.-3.flokki kk og kvk. Aðalkennari skólans verður einn af
þjálfurum úr unglingaakademíu Englandsmeistara Manchester City. Honum til
aðstoðar verða síðan þjálfarar úr unglingastarfi BÍ88. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrir hádegi munu krakkar úr 6. og 5.flokki stunda æfingar, en síðan eftir hádegi ferða krakkar úr 4. og 3.flokki. Knattspyrnuskólanum verður síðan slitið með grilli á föstudeginum.
Tekið er á móti skráningu hjá Jóni Hálfdáni Péturssyni á netfangið: nonnipje@simnet.is
Verð í Knattspyrnuskóla BÍ er 5.500 kr. fyrir iðkendur BÍ/Bolungarvík, og 6.500 kr. fyrir krakka sem eru fyrir utan BÍ/Bolungarvíkur.
Skráningu í skólann líkur þriðjudaginn 10.júlí
Nánar
Knattspyrna | 22.06.2012
Danirnir Alexander Jackson Møller og Mark Tubæk hafa gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík. Þeir ættu að verða löglegir með liðinu þegar félagskiptaglugginn opnast um miðjan Júlí en leikmennirnir eru væntanlegir til Ísafjarðar 1.Júlí.
Alexander Jackson Møller er 22 ára varnarmaður og spilaði síðast með Hobro IK og var einnig á mála hjá AGF þar sem hann kemur upp úr unglingastarfi félagsins. Hann á að baki landsleiki með öllum yngri landsliðum Dana.
Mark Tubæk er 24 ára miðjumaður sem var síðast á mála hjá Blokhus FC í dönsku fyrstu deildinni. Hann kemur upprunalega úr unglingastarfi OB í Óðinsvéum. Fyrir hjá liðinu er einn Dani, Dennis Nielsen, sem hefur staðið sig með mikilli prýði í hjarta varnarinnar.
Nánar
Knattspyrna | 16.06.2012
Stelpurnar í BÍ/Bolungarvík tóku á móti Fram í dag og þrátt fyrir 0-4 tap eru greinilegar framfarir hjá liðinu og var haft eftir þjálfara gestanna Agli Þórarinssyni að þetta hafi verið erfiðasti leikur þeirra í sumar. Munur liðanna í dag var stórleikur Maríu Rós Arngrímsdóttur en hún setti í rándýra þrennu (20-65 og 92 mín) og Dagmar Ýr Arnarsdóttir skoraði fjórða mark Fram eftir glæsilega sendingu frá Maríu Rós.
Nánar
Knattspyrna | 05.06.2012
Smábæjarleikarnir 2012 á Blönduósi fara fram helgina 23.-24.júní og mun BÍ vera með lið í 7.flokki blandað, 6.flokki kk og 5.flokki kk. Eins og undanfarin ár eru keppendur í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og koma sér sjálfir á keppnisstað, og hafa keppendur gist í tjöldum, en félaginu verður útvegað stóru tjaldsvæði. Þátttökugjald á mótinu er 9.500kr og innifalið í því er morgunverður lau og sun, hádegismatur lau og sun, kvöldverður lau, auk sundferðar.
Gagnlegar upplýsingar um mótsstað:
http://www.hvotfc.is/index.php?pid=190 Skráningarfrestur iðkenda á mótið er til 12.júní og tilkynnist á netfangið: nonnipje@simnet.is
Nánar
Knattspyrna | 03.06.2012
Ný æfingatafla sem tkeur gildi mánudaginn 4.júní og gildir til fimmtudagsins 14.ágúst. Æfingatöfluna er hægt að sjá undir tenglinum "Æfingatafla" vinstra megin á síðunni.
Nánar
Knattspyrna | 20.05.2012
BÍ/Bolungarvík fór í Grafarvoginn í dag og tók á móti heimamönnum í Fjölni. Niðurstaðan var grátlegt 2-2 jafntefli þar sem við náðum meðal annars í 0-2 forystu um miðjan síðari hálfleikinn.
Byrjunarliðið var þannig skipað:
Doddi(M) - Hafsteinn, Sigurgeir, Dennis, Gulli - Ingimar, Haukur, Alexander - Pétur(F), Andri og Goran
Nánar
Knattspyrna | 18.05.2012
Viðtöl og svipmyndir úr leiknum á
vestur.is
Nánar
Knattspyrna | 15.05.2012
FH hefur lánað miðjumanninn Ingimar Elí Hlynsson til BÍ/Bolungarvík. Ingimar Elí er fæddur árið 1992 og kom til FH frá KS/Leiftri haustið 2010 og spilaði mikið með liði FH á undirbúningsmótunum 2011, oftast á miðjunni. Sumarið 2011 var Ingimar Elí lánaður heim aftur í KF og lék hann þá með liðinu í 2.deild. Hann hefur staðið sig vel með FH þegar hann hefur fengið tækifæri á miðjunni í vetur. Hann á einnig tvo landsleiki með U19 ára liði Íslands.
BÍ/Bolungarvík býður Ingimar velkominn vestur á firði og vonar að hann láti fljótt til sín taka á vellinum.
Nánar