Knattspyrna | 10.01.2012
Danski varnarmaðurinn Dennis Nielsen mun á miðvikudag koma til Íslands þar sem hann vera á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík.
Þessi tvítugi leikmaður er í augnablikinu á mála hjá Varde í dönsku annarri deildinni. Hann kemur til Íslands í gegnum Henrik Bödker, einn af aðstoðarþjálfurum Stjörnunnar.
Nánar
Knattspyrna | 05.01.2012
Æfingaleikir
Sun 15.1 BÍ/Bolungarvík - Valur 16:00 Kórinn
Sun 22.1 BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 16:00 Kórinn
Sun 29.1 BÍ/Bolungarvík - Afturelding 16:00 Kórinn
Lengjubikar
Sun 19.2 Þróttur - BÍ/Bolungarvík 16:00 Egilshöll
Lau 25.2 BÍ/Bolungarvík - Breiðablik 11:00 Fífan
Sun 11.3 Haukar - BÍ/Bolungarvík 15:50 Kórinn
Sun 18.3 Víkingur Ó - BÍ/Bolungarvík 15:50 Kórinn
Mán 26.3 BÍ/Bolungarvík - Selfoss 15:50 Kórinn
Lau 31.3 KR - BÍ/Bolungarvík 17:00 Egilshöll
Lau 14.4 BÍ/Bolungarvík - Fram 14:00 Torfnes
Nánar
Knattspyrna | 30.12.2011
Skráningu á Gamlársmót BÍ/Bolungarvíkur og FMBS er nú lokið. Skráð til leiks eru fimm karlalið og tvö kvennalið. Fyrsti leikur hefst klukkan níu í fyrramálið og þurfa öll lið að vera tilbúin kl. 08:45.
Nánar
Knattspyrna | 22.12.2011
Gamlársmót FMBS og BÍ/Bolungarvíkur fer fram í íþróttahúsinu í Bolungarvík á Gamlársdag. Skráning liða til samuel@bibol.is
Frekari upplýsingar verða birtar síðar.
Nánar
Knattspyrna | 19.12.2011
Deildarbikar KSÍ mun hefjast í febrúar á næsta ári. Búið er að draga í riðil og er BÍ/Bolungarvík í A-deild Riðill 1. Fyrsti leikur er sunnudaginn 19. Febrúar á móti Þrótti og verður hann leikinn í Laugardalnum. Þar á eftir fylgja leikir við Breiðablik, Hauka, Víking Ó., Selfoss, KR og Fram.
Í byrjun árs 2012 mun leikjaplan liðsins verða sett inn á síðuna en liðið mun spila æfingarleiki nánast á hverri helgi fram að deildarbikar.
Deildarbikar A-deild riðill 1
Nánar
Knattspyrna | 19.12.2011
BÍ/Bolungarvík lék tvo æfingarleiki í byrjun Desember. Þann fyrri við Selfoss og þann seinni við Stjörnuna. Báðir leikirnir enduðu með tveggja marka tapi, 0-2. Á móti Selfossi lékum við ágætlega og áttum góðar sóknir inn á milli þó mistökin hafi verið mörg. Stjarnan var hinsvegar mun erfiðari andstæðingur og voru menn þreyttir eftir leikinn gegn Selfossi daginn áður. Það vantaði nokkra leikmenn hjá okkur sem gaman hefði verið að sjá spreyta sig í þessum leikjum eins og t.d. Hauk Ólafsson og Hafstein Rúnar Helgason.
Nánar
Knattspyrna | 14.12.2011
Boltafélag Ísafjarðar og UMFB munu halda námskeið fyrir 9-18 ára markmenn félaganna helgina 17.-18.desember nk. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gunnleifur Gunnleifsson markvörður FH og íslenska landsliðsins.
Dagskrá námskeiðsins:
Laugardagur
Æfing - 1 14:00-15:00
Æfing - 2 16:00-17:00
Sunnudagur
Æfing - 3 09:00-10:00
Æfing - 4 10:00-11:00
Engin kostnaður er á námskeiðið fyrir markmenn félaganna
Skráning fer fram hjá Jóni Hálfdáni: nonnipje@simnet.is
Nánar
Knattspyrna | 14.12.2011
Matthías Króknes Jóhannsson hefur verið valinn til æfinga/æfingaleiks með U-19 ára landsliði Íslands, æfingarnar/leikurinn fara fram helgina 17. og 18.desember. Alls velur Kristinn R. Jónsson, landsliðsþjálfari, 31 leikmenn í æfingarhóp sinn þessa helgi en æfingarnar fara fram í Kórnum.
Nánar
Knattspyrna | 07.12.2011
Sigrún Gunndís Harðardóttir hefur verið valin á æfingar U-17 landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll helgina 10.-11.desember nk.
Nánar
Knattspyrna | 05.12.2011
Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason hefur gert nýjan þriggja ára samning við BÍ/Bolungarvík sem hann hefur leikið með allan sinn feril.
Andri Rúnar hefur þá einnig fengið það samþykkt hjá félaginu að hann hætti að leika í keppnistreyju númer 7 og verði hér eftir númer 9.
Nánar