Knattspyrna | 20.03.2012
Elín Ólöf Sveinsdóttir leikmaður 3.flokks BÍ hefur verið valin á úrtaksæfingar U-16 landsliðsins. Elín spilaði í sumar með 3.flokki kvk BÍ/Bolungarvík sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins. Æfingarnar fara fram helgina 24. og 25.mars í Kórnum og Egilshöll. Elín mun svo vera í eldlínunni í sumar með nýstofnuðum meistaraflokki kvenna, sem spilar í 1.deild.
Nánar
Knattspyrna | 18.03.2012
4.flokkur kk BÍ/Bolungarvík tók þátt í Greifamóti KA helgina 9.-11.mars sl. BÍ/Bolungarvík sendi 2 lið til keppni þar sem 4.flokkurinn er mjög fjölmennur hjá félaginu. Um 30 strákar fóru norður og tóku þátt í mótinu fyrir hönd félagsins, þ.e. A og B-lið.
Skemmst er frá því að segja að A-liðið lenti í 2.sæti á eftir Þór Ak., sem tóku efsta sætið á markatölu. A-liðið vann 5 leiki og gerði 1 jafntefli og markatöluna 11-0.
B-liðið gerði 1 jafntefli og tapaði 4 leikjum og markatöluna 2-8
Hér má nálgast öll úrslit mótsins:
http://www.ka-sport.is/greifamot/4fl/2012/?page_id=4
Nánar
Knattspyrna | 26.02.2012
Unglingadómaranámskeið á vegum KSÍ var haldið á Ísafirði á dögunum. Námskeiðið var í formi 3 tíma fyrirlesturs um knattspyrnulögin, svo þreyttu þátttakendur próf í lok námskeiðs. KSÍ útskrifaði 15 unglingadómara hjá BÍ/Bolungarvík og eru þeir á aldrinum 17-27 ára.
Nánar
Knattspyrna | 26.02.2012
Strákarnir í 5.flokki stóðu sig með mikilli prýði á Goðamóti Þórs, sem fram fór helgina 17.-19.febrúar sl. Strákarnir spiluðu 6 leiki þessa helgi og stóðu sig vel. Mikil ánægja var með ferð drengjanna og mikið gert sér til skemmtunar. Þjálfari 5.flokks er Atli Freyr Rúnarsson, og var hann bara þokkalega sáttur með spilamennskuna hjá strákunum.
Hér er hægt að finna úrslit mótsins:
http://godamot.blog.is/users/73/godamot/files/leikjaplan_4_0.pdf
Nánar
Knattspyrna | 24.02.2012
Matthías Kroksnes Jóhannsson er genginn til liðs við Fram. Matthias er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík og hefur leikið með mfl. félagsins síðan 2009. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill þakka Matthíasi fyrir framlag sitt til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.
Nánar
Knattspyrna | 11.02.2012
Valur, ÍBV og BÍ/Bolungarvík fengu Dragostytturnar á 66. ársþingi KSÍ sem haldið er á Hilton Nordica Hótel. Þá fengu Reynir Sandgerði og KFG viðurkenningu fyrir prúðmannlegan leik í 2. og 3. deild karla. Það var formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, sem afhenti fulltrúum félaganna viðurkenninguna.
Drago stytturnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum karla, sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við gul og rauð spjöld dómaranna. Þá eru veittar sérstakar viðurkenningar í 2. og 3. deild karla og er stuðst við sömu forsendur og í efstu tveimur deildunum.
Nánar
Knattspyrna | 08.02.2012
Matthías Króknes Jóhannsson var um sl. helgi á landsliðsæfingum með U-19 landsliðinu. Er þetta glæsilegur árangur hjá Matthíasi, þar sem um var að ræða 20 manna æfingahóp landsliðsins. BÍ óskar Matthíasi til hamingju með þennan árangur.
Nánar
Knattspyrna | 08.02.2012
Lið 4.fl.kvenna frá BÍ fór um síðastliðna helgi í keppnisferð norður á Akureyri og tóku þar þátt í Goðamótinu. Þetta var fyrsta fótboltamótið sem stelpurnar taka þátt í frá því í sumar og var mikil tilhlökkun í stelpunum að fá loksins að keppa aftur. Þær stóðu sig með mikilli príði og spiluðu mjög flottan fótbolta á köflum og börðurst vel í öllum 6 leikjunum sem þær spiluðu. Að lokum enduðu þær í 4 sæti b-riðils eftir úrslita leik við KA2 um bronsið. Stelpurnar eru staðráðnar í því að leggja mikið á sig í vetur og mæta vel undirbúnar til leiks fyrir Íslandsmótið í sumar. Atli Freyr Rúnarsson er þjálfari 4.fl.kvenna hjá BÍ
Nánar
Knattspyrna | 06.02.2012
BÍ/Bolungarvík hefur samið við danska varnarmanninn Dennis Nielsen en hann er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn. Nielsen er 21 árs og var til reynslu hjá Djúpmönnum í janúar. Nielsen var á mála hjá Varde í dönsku annarri deildinni. Hann kom til Íslands í gegnum Henrik Bödker, einn af aðstoðarþjálfurum Stjörnunnar.
Framherjinn Goran Vujic verður áfram með BÍ/Bolungarvík en hann hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu ár og gat aðeins leikið tvo leiki snemma sumars í fyrra
Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121168#ixzz1lcwjpX7B
Nánar
Knattspyrna | 25.01.2012
KSÍ hefur gefið út dagsetningar og tíma á leiki liða í 1. deild karla fyrir sumarið 2012. Hægt er að sjá dagskránna á
heimasíðu KSÍ.
Einnig er sami tengill hér til hliðar sem vísar í 1. deild karla.
Nánar