Knattspyrna | 24.10.2012
Tveir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík, þær Elín Lóa Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir hafa verið valdnar í æfingahópa U-16 & U-17 ára landsliða kvenna.
Æfingarnar fara fram næstkomandi helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöllinni í Grafarvogi. Landsliðsþjálfari þessara hópa er Úlfar Hinriksson.
BÍ/Bolungarvík óskar stelpunum góðs gengis á æfingunum sem eru framundan.
Nánar
Knattspyrna | 22.10.2012
Sigrún Gunndís Harðardóttir og Elín Ólöf Sveinsdóttir hafa verið boðaðar á landliðsæfingar um næstu helgi, 27.-28.október. Sigrún Gunndís hefur verið valin til æfinga með U-17 landsliði kvenna, en Sigrún spilaði 13 af 14 leikjum meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur í sumar. Elín Ólöf hefur verið valin til æfinga með U-16 landsliði kvenna, en Elín Ólöf spilaði 7 af 14 leikjum meistarflokks BÍ/Bolungarvíkur í sumar.
Nánar
Knattspyrna | 22.10.2012
Vinstri bakvörðurinn Andri Freyr Björnsson hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík.
Andri Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við liðið í dag. Andri Freyr hætti hjá Selfyssingum í ágúst til að fara til Danmerkur í nám en hann er nú kominn aftur heim.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur leikið með meistaraflokki Selfyssinga frá því árið 2004. Í sumar spilaði hann sjö leiki í Pepsi-deildinni og tvo í Borgunarbikarnum en samtals hefur Andri Freyr skorað sjö mörk í 97 deildar og bikarleikjum á ferlinum.
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=135357
Nánar
Knattspyrna | 18.10.2012
Daníel Agnar Ásgeirsson, 15 ára leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir samning við meistaraflokk félagsins. Daníel er efnilegur miðjumaður sem hefur verið að gera það gott síðustu ár. Hann var í gær valinn til að mæta á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands. Hann er yngsti leikmaðurinn til að gera samning við sameiginlegt lið ísfirðinga og bolvíkinga.
Nánar
Knattspyrna | 17.10.2012
Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, svaraði nokkrum spurningum bibol.is. Þar kemur hann meðal annars inn á næstu skref stjórnar, leikmannamál og stúkubyggingu. Samúel hefur gegnt stöðu formanns síðastliðinn þrjú ár.
Nánar
Knattspyrna | 17.10.2012
Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni.
Friðrik Hjaltason og Viktor Júlíusson frá BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir til að mæta á æfingar hjá U16 ára liðinu. Þeir eru báðir fæddir árið 1998. Daníel Agnar Ásgeirsson, árinu eldri, hefur verið valinn í U17 ára hópinn.
BÍ/Bolungarvík óskar drengjunum til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis á æfingunum.
Hóparnir fyrir æfingarnar
Nánar
Knattspyrna | 17.10.2012
Þrír leikmenn 3.flokks karla BÍ/Bolungarvíkur hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar um komandi helgi, þ.e. 20.-21.október. Leikmennirnir sem um ræðir eru Viktor Júlíusson og Friðrik Þórir Hjaltason sem hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar hjá U-16 landsliðinu, og svo Daníel Agnar Ásgeirsson sem hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-17 landsliðinu.
Friðrik og Viktor spiluðu með 4.flokki í sumar sem að vann Rey-Cup og rétt missti af sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Daníel Agnar spilaði með 3.flokki í sumar sem að unnu Rey-Cup og urðu Íslandsmeistarar í 7 manna bolta.
Nánar
Knattspyrna | 03.10.2012
Nú er hægt að styrkja félagið þegar fólk tekur bensín á bensínstöðvum N1.
Þið skrifið nafn, kennitölu og heimilisfang í athugasemdir við þessa frétt. Þá fær fólk sent til sín N1 kortið sem það síðan tengir við debet- eða kreditkort. Í hvert skipti sem það tekur bensín eða verslar á N1 þá er það að styrkja félagið.
Fyrir utan 5kr. afslátt af hverjum lítra þá er það með 10-15%
afslátt af smurolíu, rekstrarvörum, mótórhjólavörum, hjólbörðum og öðrum vörum.
Meira um N1 kortið.
Nánar
Knattspyrna | 17.09.2012
Æfingar hjá 8.flokki eru aftur farnar í gang eftir hlé. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu Austurvegi og mun Ásgeir Guðmundsson sjá um æfingarnar eins og áður.
Æfingarnar eru á eftirfarandi dögum og tímum:
Mánudagar kl.16:15
Föstudagar kl.16:15
Nánar
Knattspyrna | 17.09.2012
Aldís Huld Höskuldsdóttir og Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir voru valdar í æfingahóp leikmanna sem fæddir eru árið 1998. Hópurinn kom saman á æfingar helgina 15.-16. september og var þetta liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM U17 kvenna sem fram fer á Íslandi í júní 2015.
Aldís Huld og Kolfinna Brá spiluðu báðar með 4.flokki BÍ/Bolungarvík í sumar og stóðu sig vel.
Nánar