Fréttir - Knattspyrna

Sigurgeir og Alexander framlengja

Knattspyrna | 15.11.2012 Sigurgeir Sveinn Gíslason og Alexander Veigar Þórarinsson hafa báðir framlengt samninga sína við félagið. Núverandi samningur gildir næstu tvö árin, eða fram á haust 2014.

Alexander Veigar er 24 ára Grindvíkingur. Hann er miðju- og sóknarmaður sem kom til liðsins sumarið 2011 frá Fram. Hann hefur leikið 37 leiki fyrir félagið ásamt því að skora 8 mörk, þar af fimm í einum og sama leiknum gegn ÍR í sumar.

Sigurgeir Sveinn er 25 ára Ísfirðingur sem hefur leikið allan sinn feril með BÍ og BÍ/Bolungarvík. Hann er varnarmaður og á að baki 168 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 27 mörk. Sigurgeir lék sem framherji með BÍ og BÍ/Bolungarvík í 3.deildinni. Hann færði sig síðan í vörnina og eftir það hefur leiðin legið upp á við hjá félaginu.

Stjórn félagsins er mjög ánægð með að leikmennirnir hafi valið að framlengja við félagið og óskar þeim áframhaldandi velgengni með liðinu.  Nánar

Sviðaveisla KFÍ og BÍ/Bol

Knattspyrna | 06.11.2012 Sviðaveisla KFÍ og BÍ/Bolungarvíkur verður haldin í Frímúrarasalnum á Ísafirði. Húsið mun opna kl. 20:00 og kostar miðinn 3000 kr. Veislustjórn mun vera í höndum Halldóru Björnsdóttur, leikkonu. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Halldórsson ásamt því að Hreimur, Rúnar F. og Benni Sig. munu sjá um tónlistaratriði.

Miðapantanir:
Samúel Samúelsson - samuel@bibol.is
Birna Lárusdóttir - bil@snerpa.is  Nánar

Þrír ungir leikmenn semja við félagið

Knattspyrna | 05.11.2012 Þrír ungir leikmenn BÍ/Bolungarvík hafa samið við félagið. Þetta eru þeir Nikulás Jónsson('94), Þorgeir Jónsson('93) og Axel Sveinsson('93).

Axel er varnarmaður sem hefur verið einn traustasti leikmaður 2. flokks undanfarin tvö ár, Hann spilaði nokkra leiki með meistaraflokki í deildarbikarnum síðastliðið vor. Hann á tvo leiki að baki í 1.deild karla.

Nikulás er miðjumaður og hefur æft með meistaraflokki samhliða 2. flokki, hann er þrátt fyrir ungan aldur kominn með talsverða reynslu í meistaraflokki og hefur leikið átta leiki fyrir félagið í 1. deild.

Þorgeir er sóknarmaður sem hefur verið drjúgur í markaskorun í 2. flokki, hann hefur leikið æfingarleiki fyrir meistaraflokk.

Þessir þrír leikmenn ásamt aðstoðarþjálfaranum, Ásgeiri Guðmundssyni, hafa eins og áður segir skrifað undir samning við félagið. Stjórn félagsins er afar ánægð með að búið sé að tryggja þessa heimamenn hjá félaginu.  Nánar

Tveir leikmenn mfl. kvenna í landsliðshópum

Knattspyrna | 24.10.2012

Tveir leikmenn meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík, þær Elín Lóa Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir hafa verið valdnar í æfingahópa U-16 & U-17 ára landsliða kvenna. 

Æfingarnar fara fram næstkomandi helgi í Kórnum í Kópavogi og Egilshöllinni í Grafarvogi. Landsliðsþjálfari þessara hópa er Úlfar Hinriksson.

BÍ/Bolungarvík óskar stelpunum góðs gengis á æfingunum sem eru framundan. 

Nánar

Sigrún Gunndís og Elín Ólöf á landsliðsæfingar

Knattspyrna | 22.10.2012
Sigrún Gunndís Harðardóttir og Elín Ólöf Sveinsdóttir hafa verið boðaðar á landliðsæfingar um næstu helgi, 27.-28.október. Sigrún Gunndís hefur verið valin til æfinga með U-17 landsliði kvenna, en Sigrún spilaði 13 af 14 leikjum meistaraflokks BÍ/Bolungarvíkur í sumar. Elín Ólöf hefur verið valin til æfinga með U-16 landsliði kvenna, en Elín Ólöf spilaði 7 af 14 leikjum meistarflokks BÍ/Bolungarvíkur í sumar.
Nánar

Andri Freyr í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.10.2012 Vinstri bakvörðurinn Andri Freyr Björnsson hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík.


Andri Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við liðið í dag. Andri Freyr hætti hjá Selfyssingum í ágúst til að fara til Danmerkur í nám en hann er nú kominn aftur heim.


Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur leikið með meistaraflokki Selfyssinga frá því árið 2004. Í sumar spilaði hann sjö leiki í Pepsi-deildinni og tvo í Borgunarbikarnum en samtals hefur Andri Freyr skorað sjö mörk í 97 deildar og bikarleikjum á ferlinum.


http://fotbolti.net/fullStory.php?id=135357

Nánar

Daníel semur við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 18.10.2012 Daníel Agnar Ásgeirsson, 15 ára leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir samning við meistaraflokk félagsins. Daníel er efnilegur miðjumaður sem hefur verið að gera það gott síðustu ár. Hann var í gær valinn til að mæta á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði Íslands. Hann er yngsti leikmaðurinn til að gera samning við sameiginlegt lið ísfirðinga og bolvíkinga. Nánar

Samúel: "Við höldum áfram af sama krafi."

Knattspyrna | 17.10.2012 Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, svaraði nokkrum spurningum bibol.is. Þar kemur hann meðal annars inn á næstu skref stjórnar, leikmannamál og stúkubyggingu. Samúel hefur gegnt stöðu formanns síðastliðinn þrjú ár. Nánar

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 17.10.2012 Um helgina fara fram æfingar hjá U16 og U17 karla og hafa landsliðsþjálfararnir, Freyr Sverrisson og Gunnar Guðmundsson, valið hópa fyrir þessar æfingar. Æfingarnar fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal og Egilshöllinni.


Friðrik Hjaltason og Viktor Júlíusson frá BÍ/Bolungarvík hafa verið valdir til að mæta á æfingar hjá U16 ára liðinu. Þeir eru báðir fæddir árið 1998. Daníel Agnar Ásgeirsson, árinu eldri, hefur verið valinn í U17 ára hópinn.


BÍ/Bolungarvík óskar drengjunum til hamingju með árangurinn og óskar þeim góðs gengis á æfingunum.

Hóparnir fyrir æfingarnar 

Nánar

Þrír leikmenn 3.flokks BÍ/Bolungarvíkur boðaðir á úrtaksæfingar

Knattspyrna | 17.10.2012
Þrír leikmenn 3.flokks karla BÍ/Bolungarvíkur hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar um komandi helgi, þ.e. 20.-21.október. Leikmennirnir sem um ræðir eru Viktor Júlíusson og Friðrik Þórir Hjaltason sem hafa verið boðaðir á úrtaksæfingar hjá U-16 landsliðinu, og svo Daníel Agnar Ásgeirsson sem hefur verið boðaður á úrtaksæfingar hjá U-17 landsliðinu.
Friðrik og Viktor spiluðu með 4.flokki í sumar sem að vann Rey-Cup og rétt missti af sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Daníel Agnar spilaði með 3.flokki í sumar sem að unnu Rey-Cup og urðu Íslandsmeistarar í 7 manna bolta. 
Nánar