Fjölnir Baldursson var á leik BÍ/Bolungarvíkur og ÍR í 1. deild kvenna og tók saman þetta glæsilega myndband.
NánarBÍ/Bolungarvík og Orkubú Vestfjarða skrifuðu í dag undir samsstarfssamning. Orkubúið verður einn af aðal bakhjörlum félagsins næstu þrjú árin. Samúel Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvík, og Sigurjón Kr. Sigurjónsson, Orkubúi Vestfjarða, skrifuðu undir í dag í höfuðstöðvum Orkubúsins.
Stjórn BÍ/Bolungarvík er gríðarlega þakklát Orkubúinu fyrir þeirra framlag til félagsins og bindur miklar vonir við góða samvinnu næstu árum.
NánarKFÍ TV hefur sett á netið myndbrot með helstu atvikunum úr leik BÍ/Bolungarvíkur og Reynis Sandgerðis í 32 lið úrslitum Borgunarbikarsins.
NánarÍ kvöld tóku leikmenn Bí/Bolungarvíkur á móti Reyni Sandgerði í æsispennandi leik á gervigrasvellinum við Torfnes, á Ísafirði. Tveir lykilmenn voru fjarverandi í liði Bí/Bolungarvíkur en þeir Sigurgeir Gíslason og markvörðurinn Alejandro Munoz tóku út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn Grindavík.
NánarÁ morgun, miðvikudag, mun BÍ/Bolungarvík taka á móti liði Reynis frá Sandgerði í 32-liða úrslitum í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Varnarmaðurinn Sigurgeir Sveinn og markvörðurinn Alex fengu báðir rautt í erfiðum leik gegn Grindavík síðastliðinn laugardag. Þeir verða báðir í banni í bikarleiknum.
Reynir Sandgerði leikur í 2. deild og eru sem stendur í neðsta sæti, hafa tapað öllum sínum þrem leikjum. Þjálfari liðsins er Atli Eðvaldsson.
KFÍ TV sýndi beint frá BÍ/Bolungarvíkur og Þrótts um daginn og nú hafa þeir sett á netið myndbrot með helstu atvikunum úr leiknum.
NánarBÍ/Bolungarvík er komið á topp 1. deildar karla eftir aðra umferð mótsins en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti á heimavelli í dag.
NánarEinn leikur var á dagskrá í annarri umferð Borgunarbikarsins í dag en BÍ/Bolungarvík sigraði Augnablik 7-1 á gervigrasvellinum á Ísafirði.
NánarÁ morgun Sunnudaginn 12.maí koma góðir gestir í heimsókn á Torfnesið þegar Bí/Bolungarvík tekur á móti 3.deildarliði Augnabliks á Gervigrasvellinum í Borgunarbikarnum.
Leikurinn mun hefjast á slaginu 14:30 og vonumst við til að sjá sem flesta á vellinum.
Torfnesvöllur er ennþá undir snjó og útlitið næstu daga ekki gott. Fyrirhugað var að vígja nýju stúkuna þann 18.maí næstkomandi en vegna veðurs hefur verkið tafist og útlit fyrir að fresta þurfi vígslunni.
Nánar"Þetta er alveg agalegt, þetta lítur satt best að segja ekki vel út fyrir okkur"
sagði Samúel formaður nú í morgun.