Fréttir - Knattspyrna

Myndband úr leik BÍ/Bolungarvík - Þrótts í 1. deild karla

Knattspyrna | 27.05.2013

KFÍ TV sýndi beint frá BÍ/Bolungarvíkur og Þrótts um daginn og nú hafa þeir sett á netið myndbrot með helstu atvikunum úr leiknum. 

Nánar

BÍ/Bolungarvík á toppinn með sigur á Þrótti

Knattspyrna | 18.05.2013

BÍ/Bolungarvík er komið á topp 1. deildar karla eftir aðra umferð mótsins en liðið vann 2-1 sigur á Þrótti á heimavelli í dag. 

Nánar

Borgunarbikarinn: BÍ/Bolungarvík burstaði Augnablik

Knattspyrna | 12.05.2013

Einn leikur var á dagskrá í annarri umferð Borgunarbikarsins í dag en BÍ/Bolungarvík sigraði Augnablik 7-1 á gervigrasvellinum á Ísafirði. 

Nánar

Fyrsti heimaleikur tímabilsins

Knattspyrna | 11.05.2013

Á morgun Sunnudaginn 12.maí koma góðir gestir í heimsókn á Torfnesið þegar Bí/Bolungarvík tekur á móti 3.deildarliði Augnabliks á Gervigrasvellinum í Borgunarbikarnum.
Leikurinn mun hefjast á slaginu 14:30 og vonumst við til að sjá sem flesta á vellinum.

Nánar

Veðurfréttir

Knattspyrna | 06.05.2013

Torfnesvöllur er ennþá undir snjó og útlitið næstu daga ekki gott. Fyrirhugað var að vígja nýju stúkuna þann 18.maí næstkomandi en vegna veðurs hefur verkið tafist og útlit fyrir að fresta þurfi vígslunni. 

"Þetta er alveg agalegt, þetta lítur satt best að segja ekki vel út fyrir okkur"  

sagði Samúel formaður nú í morgun. 
Nánar

Búningamátun og 30%afsláttur af fótboltaskóm

Knattspyrna | 29.04.2013
Boltafélag Ísafjarðar hefur ákveðið að hefja samstarf við Hafnarbúðina á Ísafirði.
Félagið boðar nú iðkendur sína í búningamátun, þar sem á að fá nýja keppnisbúninga. Haldið verður áfram samstarf við Hummel og verða búningarnir teknir í gegnum Hafnarbúðina, sem er komin með umboð fyrir Hummel.
Haldið verður áfram með það fyrirkomulag að hver iðkandi kaupi og eignist sinn keppnisbúning!! Verðið á keppnissettinu verður haldið í lágmarki og verður 5.500kr( langerma keppnistreyja, stuttbuxur og sokkar). Einnig er hægt að bæta við inn í settið stutterma keppnistreyju.
Búningamátunin fer fram á opnunartíma Hafnarbúðarinnar vikuna 29.apríl-3.maí. Sömu viku verður Hafnarbúðin með 30% afslátt af fótboltaskóm.
Nánar

Abnett og Ondo framlengja

Knattspyrna | 11.04.2013

Michael Abnett og Loic Ondo hafa báðir framlengt samning sinn til tveggja ára. Báðir spiluðu þeir með BÍ/Bolungarvík sumarið 2011 og stóðu sig mjög vel. Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið að þessir leikmenn hafi áhuga á að skuldbinda sig til lengri tíma.

Á síðasta tímabili framlengdu Dennis Nielsen og Daniel Badu sína samninga ásamt því að í haust skrifaði Nigel Quashie undir þriggja ára samning. Vonandi verður þetta til þess að liðið haldist nánast óbreytt milli ára en miklar breytingar og óvissa í leikmannamálum hefur einkennt liðið síðustu ár.

Allir þessir fimm leikmenn hafa verið til fyrirmyndar, bæði innan vallar og utan.

Nánar

Sölvi G. Gylfason kveður

Knattspyrna | 10.04.2013

Okkar heimsins besti Sölvi mun búa í Borgarnesi í sumar og stunda þar vinnu. Hann mun því ekki leika með BÍ/Bolungarvik í 1.deildinni í sumar eins og til stóð.

Sölva verður sárt saknað af okkur öllum og vill stjórn BÍ/Bolungarvíkur þakka Sölva kærlega fyrir samstarfið síðustu ár. Sölvi er frábær drengur og góður félagi. Við óskum honum velfarnaðar í því sem hann kemur til með að taka sér fyrir hendur.


Stjórn, þjálfarar og leikmenn Bí/Bolungarvikur.

Nánar

Alex í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.04.2013

Spánverjinn, Alejandro Berenguer Munoz (Alex), er kominn til Bí/Bolungarvíkur og mun spila með liðinu gegn Fylki í Lengjubikarnum á laugardag á Torfnesvelli. Í kjölfarið er líklegt að hann semji við félagið.


Tímabilið 2010/2011 var Alex á mála hjá Hercules í Alicante þegar liðið lék í spænsku úrvalsdeildinni.

Hann var meðal annars á bekknum í sex leikjum hjá liðinu í úrvalsdeildinni það tímabil en á meðal leikmanna liðsins þá var David Trezeguet fyrrum framherji Juventus.


Undanfarin tvö tímabil hefur Alex síðan verið á mála hjá Denia í spænsku þriðju deildinni en hann lék einnig með Alicante CF og Jove Espanol í yngri flokkunum.

 

Nánar

Max Touloute í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 14.03.2013

Kantmaðurinn, Max Touloute, hefur skrifað undir samning við BÍ/Bolungarvík. Max lék í fyrra með liði Tindastóls í 1. deildinni og stóð sig þar með stakri prýði. Hann er 23 ára og kemur frá Haítí. Hann er eins og stendur að spila í Bandaríkjunum og er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Max getur leikið á kantinum og einnig leyst framherjastöðuna.

Í nóvember á síðasta ári var Max valinn í landsliðshóp Haítí sem mætti liði Grenada. Þess má til gamans geta að þá var landslið Haítí 57. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland aðeins í 96. sæti.

Nánar