Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2013.
Hafsteinn var lykilmaður í 1.deildarliði BÍ/Bol sem náði sínum besta árangri til þessa. Hann valinn í lið ársins í 1.deildinni auk þess sem hann skoraði 7 mörk og lagði upp annan eins fjölda. Hafsteinn er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og liðinu gríðarlega mikilvægur. Hafsteinn lék áður með Stjörnunni í Pepsi deild karla í nokkur ár áður en hann skipti yfir í BÍ/Bol. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Reyni frá Sandgerði.
Stjórn, þjálfarar og leikmenn vilja óska Hafsteini til hamingju með þessa viðurkenningu.
NánarHinn 19 ára gamli, Björgvin Stefánsson, hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík frá Haukum. Björgvin hefur leikið 56 leiki með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 8 mörk á síðustu tveimur árum. Í sumar skoraði Björgvin 20 mörk í 16 leikjum með 2.flokki Hauka og var markahæstur. Þar að auki á hann sex landsleiki fyrir U19 ára lið Íslands.
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með þessi félagaskipti. Liðið bindur miklar vonir við Björgvin enda mjög efnilegur leikmaður sem á eflaust eftir að setja mark sitt á komandi tímabil.
NánarÓlafur Atli Einarsson, leikmaður BÍ/Bolungarvík, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning. Ólafur Atli er nýgenginn upp úr öðrum flokki félagsins þar sem hann var valinn bestur og varð markahæstur. Ólafur fékk mörg tækifæri með meistaraflokk félagsins síðasta vetur í Lengjubikarnum ásamt því að koma nokkrum sinnum inn á í 1. Deildinni í sumar. Hann var lykilmaður í góðum öðrum flokki félagsins núna í sumar og sýndi að hann er gríðarlegt efni. Félagið bindur miklar vonir við Ólaf og mun hann án efa styrkja leikmannahóp liðsins næsta sumar.
NánarBesti leikmaður liðsins á nýliðnu tímabili, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur skrifað undir nýjan samning við BÍ/Bolungarvík. Það eru allir gríðarlega ánægðir með þessi tíðindi því auk þess að vera góður leikmaður þá er Hafsteinn gull af manni og fyrirmynd okkar allra. Áfram BLÁIR!
NánarBÍ/Bolungarvík vann öruggan sigur á Leikni frá Reykjavík á Torfnesvelli nú fyrr í dag. KFÍ TV var að sjálfsögðu á staðnum og tók þessar myndir þrátt fyrir ýmis áföll.
NánarBÍ/Bolungarvík gerði í dag 2-2 jafntefli við Hauka í 1. deild karla. Djúpmenn eru því í fjórða sæti, 2 stigum á eftir Grindavík sem eru í efsta sæti en eiga leik til góða.
NánarBÍ/Bolungavík fékk KA í heimsókn í síðasta leik 18. umferðar 1. deildar karla.
NánarGuðmundur Karl Guðmundsson sá um mörk Fjölnismanna gegn BÍ/Bolungarvík, en fyrra mark hans kom á 22. mínútu áður en Sigurgeir Sveinn Gíslason jafnaði metin á 28 mínútu með skalla.
Guðmundur Karl tryggði síðan Grafarvogsliðinu sigurinn undir lok leiksins.
Eftir leikinn er Fjölnir í 1-2. sæti með 30 stig en BÍ/Bolungarvík í 5-6. sæti með 27 stig.
Nánar