Fréttir - Knattspyrna

Góður heimasigur á Leikni R.

Knattspyrna | 17.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Tomi Ameobi ('41, víti)

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur mættu fullir sjálfstrausts til leiks í kvöld eftir að hafa eyðilagt Pepsideildarfagnaðarlæti Skagamanna á laugardaginn síðastliðinn. Gestirnir vermdu hins vegar næst neðsta sætið fyrir leik kvöldsins og ætluðu því ekki að selja sig ódýrt í þessum leik. Guðjón Þórðarson þjálfari heimamanna gerði eina breytingu á sínu liði frá ÍA leiknum en Gunnar Már Elíasson fyrirliði kom inn í liðið eftir að hafa verið í leikbanni í stað Nicky Deverdics sem ekki gat verið með í kvöld af persónulegum ástæðum. Nánar

Þægilegur sigur á Akranesi

Knattspyrna | 13.08.2011 ÍA 1 - 2 BÍ/Bolungarvík
0-1 Tomi Ameobi ('26)
1-1 Ólafur Valur Valdimarsson ('39)
1-2 Tomi Ameobi ('84)
Rautt spjald: Gary Martin, ÍA ('74)

Það átti heldur betur að slá til veislu á Akranesi í kvöld þegar ÍA ætlaði að tryggja sér sæti í efstu deild að nýju í frábæru veðri fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á Akranesvelli. Liðið þurfti aðeins eitt stig úr leiknum til að tryggja úrvalsdeildarsæti. Nánar

Jafntefli gegn Gróttu

Knattspyrna | 06.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 1 Grótta
0-1 Jónmundur Grétarsson (Víti)
1-1 Tomi Ameobi

BÍ/Bolungarvík og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í dag á Torfnesvelli. Gestirnir frá Seltjarnarnesi komust yfir í fyrri hálfleik þegar Jónmundur Grétarsson skoraði úr vítaspyrnu en hann kom til Gróttu frá BÍ/Bolungarvík í síðasta mánuði. Þegar nokkrar mínútu voru eftir af venjulegum leiktíma náði Tomi Ameobi síðan að jafna 1-1 og það urðu lokatölurnar. Einnig áttum við skalla sem var varinn í slá og tvö önnur algjör dauðafæri ásamt nokrum mjög góðum sénsum. Við vorum töluvert betri aðilinn en inn vildi boltinn ekki fara og því svekkjandi jafntefli staðreynd. Næsti leikur er á föstudaginn á Akranesi gegn ÍA.

Frétt um leikinn í íþróttafréttum á RÚV Nánar

Tronmedia í sumarfrí

Knattspyrna | 04.08.2011 Því miður verður ekki hægt að sýna frá næstu tveim heimaleikjum liðsins beint á netinu. Þetta eru leikir gegn Gróttu og Leiknir Reykjavík. Nánar

BÍ/Bolungarvík úr leik í bikarnum

Knattspyrna | 02.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 4 KR
0-1 Baldur Sigurðsson ('37)
1-1 Gunnar Már Elíasson ('43)
1-2 Baldur Sigurðsson ('80)
1-3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('83)
1-4 Gunnar Örn Jónsson ('91)

BÍ/Bolungarvík tók á móti KR í undanúrslitum bikarkeppni karla í fótbolta, Valitor-bikarsins, á Torfnesvelli á Ísafirði klukkan 16.00. KR sigraði 4:1 en staðan í hálfleik var 1:1 og raunar fram á 80. mínútu. KR mætir Þór frá Akureyri í úrslitaleiknum. Gunnar Már Elíasson skoraði okkar mark með þrumufleyg á 43. mínútu. Nánar

Pétur Georg Markan í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 29.07.2011

Kantmaðurinn Pétur Georg Markan er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík á láni út tímabilið frá Víking Reykjavík. Pétur er fæddur árið 1981 og lék með HK og Víking upp yngri flokka. Hann ætti að vera flestum kunnugur þar sem hann stundaði nám við Menntaskólann á Ísafirði auk þess að spila með meistaraflokki BÍ frá árunum 2002-2005. Þar lék hann 34 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim 23 mörk.

Pétur á að vera kominn með leikheimild fyrir bikarleikinn gegn KR á sunnudaginn.

Nánar

Mörkin gegn Fjölni

Knattspyrna | 28.07.2011

Nánar

Fotbolti.net: Fjörugar lokamínútur í Grafarvogi

Knattspyrna | 28.07.2011 Fjönir 1 - 1 BÍ/Bolungarvík
0-1 Nicolas Deverdic (´81)
1-1 Marínó Þór Jakobsson (´90)

Jafntefli var niðurstaðan í baráttuleik Fjölnis og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild karla í kvöld í Grafarvoginum. Bæði lið þurftu helst á sigri að halda til að blanda sér inn í baráttuna um úrvalsdeildarsæti en þurftu að sætta sig við sitt stigið hvort. Nánar

Leikur gegn Fjölni í kvöld

Knattspyrna | 27.07.2011

Fjölnir mun taka á móti okkur á Fjölnisvelli klukkan átta í kvöld. Þeir hafa hingað til sýnt frá heimaleikjum sýnum á heimasíðu Fjölnis. Það eru frábærar fréttir fyrir okkar stuðningsmenn þó útsendingin sé langt frá því að vera jafn flott og hjá Einari Braga og félögum í Tronmedia sem sjá um að senda frá heimaleikjum okkar.

Sækja þarf eftirfarandi skrá

Nánar